Kanntu að þeyta rjóma?

Hinn fullkominn þeyti rjómi er með fallega og mjúka áferð …
Hinn fullkominn þeyti rjómi er með fallega og mjúka áferð og bragðast vel. Ljósmynd/Unsplash

Bollu­dag­ur­inn nálg­ast óðum og þá spil­ar rjóm­inn stórt hlut­verk. Það eru ekki all­ir ör­ugg­ir á því hvernig best er að þeyta rjóma bæði hvað varðar áferð og bragð. Brýnt er að vanda verka þegar þeyta á rjómann en það er alls ekki flókið að þeyta hinn full­komna rjóma. Hér eru nokk­ur góð ráð áður en haf­ist er handa.

  • Í fyrsta lagi þarf rjóm­inn að vera þykk­ur og kald­ur. Lyk­il­atriðið er að vera með réttu áhöld­in, hreina og þurra skál og nota hræri­vél með þeyt­ara og þeyta hægt eða hrein­lega vera með venju­leg­an handþeyt­ara, písk­ara og nota handaflið með því að píska hann með hönd­un­um. Það má alls ekki þeyta rjóma of hratt, þá verður hann of loft­mik­ill og bragðlaus.
  • Í öðru lagi er ekki gott að vinna með rjóma sem er of þeytt­ur auk þess að áferð hans er ekki eins fal­leg. Eins og þegar smyrja á rjómann á köku eða setja hann yfir fersk ber eða annað góðgæti. Þá ligg­ur hann ekki eins fal­lega og vel þeytt­ur rjómi. Einnig er meiri hætta á því að rjóm­inn skili sig frek­ar.
  • Í þriðja lagi verður miklu meira úr rjóm­an­um með því að þeyta hann með handafli. Það verður hann loft­kennd­ari og meiri.
  • Í fjórða lagi er þeytt­ur rjómi með handafli miklu mýkri og létt­ari en ella og það skipt­ir miklu máli þegar hann er notaður skreyt­ing­ar og sett­ur í sprautu­poka. Áferðin verður svo fal­leg.

Hinn full­komni þeytti rjómi

  • Hellið köld­um rjóm­a  í hreina og þurra skál.
  • Notið stór­an og góðan písk­ara og pískið rjómann þar til að hann verður eins þið viljið hann, hvað varðar áferð og út­lit.
  • Best er að halla skál­inni aðeins og passið að písk­ar­inn endi ekki á botn­in­um á skál­inni. Písk­ar­inn á að vera hálf­ur yfir rjóm­an­um – það hjálp­ar hon­um að verða loft­kennd­ur.
  • Passið upp á áferðina á rjóm­an­um, rjóm­inn á að hafa fal­lega flau­els áferð og líta út fyr­ir að vera silkimjúk­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert