Þessa dagana er íslenska kokkalandsliðið að keppa á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart og fyrri umferð kláraðist í kvöld. Seinni umferðin í keppninni fer fram á þriðjudaginn og stemningin er rafmögnuðu hjá hópnum. Landsliðið á heiðurinn af matseðil vikunnar en uppáhaldsréttir nokkurra meðlima prýða vikumatseðilinn sem vert er að njóta fyrstu vikuna í febrúarmánuði áður en bolludagur og sprengidagur ganga í garð með öllu tilheyrandi.
Mánudagur – Steiktur fiskur að hætti Snædísar þjálfara íslenska kokkalandsliðsins
Þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir matreiðslumeistari, býður upp á steiktan fisk. Hún elskar einfaldleikann þegar hversdagsleikinn er annars vegar og þá er fiskurinn vinsæll.
Þriðjudagur - Kolagrilluð rauðspretta með kartöflumús og heimalagaðri tómatsósu
Úlfar Örn Úlfarsson, nýr meðlimur íslenska kokkalandsliðsins býður upp á rauðsprettu með dýrðlegri kartöflumús og heimalagðri tómatsósu. Úlfar er sonur Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara og þaðan segist hann fá innblástur sinn í matargerðina.
Miðvikudagur – Ljúffeng nautalunda á franska vísu
Ísak Aron Jóhannsson á heiðurinn af þessari dýrðlegu uppskrift en hann er fyrirliði íslenska kokkalandliðsins.
Fimmtudagur – Þorskhnakki með beurrre blanc-sósu
Jafet Bergmann Viðarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu hefur dálætið fyrir fiskréttum og hans uppáhalds er þessi réttur, þorskhnakki borinn fram með beurre blanc-sósu að betri gerðinni.
Föstudagur – Syndsamleg crogue monsieur með afgangs kjöti
Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur er þekktur fyrir að gera sælkerasamlokur sem eru svo unaðslega góðar að erfitt er að standast freistingar þegar þær eru bornar fram. Gabríel nýtir hvert tækifæri til að leika sem með afganga af hátíðarmatnum til að útbúa syndsamlega samlokur. Það þarf alls ekki að vera jólaafgangar heldur hvers kyns afgangur af kjöti sem vert er að leika sér með. Til þess er leikurinn gerður.
Laugardagur – Nauta- ribeye að hætti landsliðskokksins
Bjarki Snær Þorsteinsson meðlimur íslenska kokkalandsliðsins býður upp á syndsamlega gott nauta -ibeye sem erfitt er að standast. Uppáhaldsrétturinn hans Bjarka er grillað umi nauta-ribeye borið fram með hasselback-kartöflunum, gljáðum gulrótum og béarnaise-sósu.
Sunnudagur – Guðdómleg ostakaka með kaffinu
Ólöf Ólafsdóttir konditori, meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu elskar að töfra fram ljúffengar kökur sem gott er að njóta með helgarkaffinu eða bjóða upp á í eftirrétt þegar fjölskyldan og vinir koma í helgarmatinn.