Þórir og Ísak bjartsýnir fyrir morgundeginum

Íslenska kokkalandsliðið hefur notað daginn í dag til að undirbúa sig fyrir morgundaginn en keppnin í seinni keppnisgrein liðsins á Ólympíuleikunum í matreiðslu fram á morgun. Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumanna spáir í spilin fyrir morgundaginn og er bjartsýnn eins og fram kemur þegar myndatökumaður matarvefs mbl.is spjallaði við hann eftir að úrslit gærdagsins voru kunngerð í dag.

Liðið er í raun betur undirbúið fyrir morgundaginn

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins segir liðið sé í raun betur undirbúið fyrir morgundaginn, það er að segja það sé sú grein sem hann er bjartsýnni fyrir en „Chefs table“ sem fram fór í gær. Þá gekk allt eins og í sögu og liðið uppskar gull. Þannig að hann fer fullur bjartsýni inn í keppnisdaginn á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka