Eins og fram hefur komið síðustu daga á fréttamiðli mbl.is fara fram Ólympíuleikarnir í matreiðslu í Stuttgart þessa dagana þar sem íslenska kokkalandsliðið er að keppa og ætlar sér á verðlaunapall. Það er stór hópur sem stendur að baki kokkalandsliðinu sem skiptir sköpun þegar tekið er þátt í keppni sem þessari.
Til að mynda er sex manna hópur þaulreyndra aðstoðarmanna með íslenska kokkalandsliðinu í Stuttgart sem gætir þess að þeim vanti ekkert og hlutirnir gangi smurt fyrir sig. Þeirra hlutverk er margvíslegt, allt frá efnisöflun, undirbúningur á hráefni, flutningar og tiltekt. Hvert einasta smáatriði þarf að vera útpælt og framkvæmt af snerpu og smámunasemi í senn. Staðreyndin er sú að það eru ekki hverjir sem er sem komast í það erfiða en eftirsótta hlutverk að vera liðinu til halds og trausts á Ólympíuleikunum. Hlutverkið þykir mikill heiður og skiptir miklu málið fyrir liðið að hafa öflugan flokk aðstoðarmanna.
Svavar Tryggvi Ómarsson sagði matarvef mbl.is stuttlega frá hlutverki þeirra eftir eftir að keppnisliðið fór niður í höll í morgun til að keppa í seinni keppnisgreininni sinni.
Í dag keppir liðið í „Restautant of nations” sem er þriggja rétta kvöldverður fyrir 110 gesti. Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni þar sem liðið náði framúrskarandi árangri, gulli, í fyrri umferðinni á sunnudaginn var.