Engin þjóð með öflugra stuðningslið

Eins og fram flestir vita þá fara fram Ólymp­íu­leik­arn­ir í mat­reiðslu í Stuttgart þessa dag­ana þar sem ís­lenska kokka­landsliðið er að keppa og ætl­ar sér á verðlaunap­all. Nú stendur yfir keppnin í seinni keppnisgreininni og spennan er í hámarki. Andinn í liðinu sem og stuðningsmönnum þess er góður.

Engin þjóð með öflugra stuðningslið

Fjöldi stuðningsmanna er úti að fylgja íslenska kokkalandsliðinu eftir og mikil stemningin er í höllinni. Einn stuðningsmanna liðsins gaf sig á tal við myndatökumann matarvefs mbl.is og lýsti stemningunni vel. Stefán Örn landsliðspabbi er faðir tveggja liðsmanna, Huga Rafns Stefánsson landsliðsmanns í keppnisliðinu og Hákons Orra Stefánssonar sem er í einvalaliði aðstoðarmanna kokkalandsliðsins. „Ég get sagt það að ég er búinn að fara í ýmsa bása hér á svæðinu og það er enginn þjóð sem er með jafnöflugt stuðningslið eins og íslenska kokkalandsliðið,“ segir Stefán sem er orðinn afar spenntur á hliðarlínunni. 

Hreinasta eldhúsið á svæðinu

Kristín Birta Ólafsdóttir meðlimur í kokkalandsliðinu er bjartsýn og segir að liðið sem afar vel undirbúið. Allt gangi smurt og þau hafi æft í nokkrar mánuði og þetta sé eins og hver önnur tímaæfing. „Ég get sagt ykkur það að við erum með hreinasta eldhúsið á svæðinu, það höfum við líka æft okkur vel,“ segir Kristín Birta og við má þetta bæta að gefin er einkunn fyrir hreinlæti, skipulag og aðbúnað. Það dugar ekki bara að vera með góðan mat sem laðar að auga og munn.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við þau Stefán og Kristínu Birtu sem tekið var í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka