Íslenska kokkalandsliðið hreppti 3. sætið á Ólympíuleikunum

Glæsieg frammistaða hjá íslenska kokkalandsiðiðnu sem hreppti bronsið á Ólympíuleikunum …
Glæsieg frammistaða hjá íslenska kokkalandsiðiðnu sem hreppti bronsið á Ólympíuleikunum í Stuttgart í ár. Ljósmynd/Íslenska kokkalandsliðið

Íslenska kokkalandsliðið náði í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart en loka úrslitin voru tilkynnt rétt í þessu á lokahátíð leikanna. Sviss hafnaði í öðru sæti en það voru frændur vorir Finnar sem hrepptu fyrsta sætið og eru því Ólympíumeistarar í matreiðslu í ár. Þetta jafnar árangur landsliðsins hér fyrir fjórum árum en þriðja sæti er besti árangur sem Ísland hefur náð á leikunum. Fimmtíu og fimm þjóðir tóku þótt í leikunum í ár.

Fékk gulleinkunn fyrir báðar greinarnar

Liðið keppti í tveimur keppnisgreinum. Fyrri keppnisgreinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli og seinni greinin sem fór fram í gær þriðjudag i þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.

Liðið stóð sig mjög vel í báðum keppnisgreinunum og hlaut gulleinkunn fyrir þær báðar en það þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum. Lokaniðurstöður dómara eru hins vegar ekki birtar fyrr en á lokadegi sem var í gær og þá eru samanlögð stig fyrir báðar greinar lagðar saman og allar keppnisþjóðirnar bornar saman.

Gleðin skein úr andlitið liðsmanna við verðlaunaafhendinguna.
Gleðin skein úr andlitið liðsmanna við verðlaunaafhendinguna.


Síðustu ár hefur íslenska kokkalandsliðið náð mjög góðum árangri bæði á heimsmeistaramótinu og á Ólympíuleikunum. Það er afrakstur markvissrar vinnu til fjölda ára og metnaður bæði hjá Klúbbi matreiðslumeistara og liðsfólki. Liðið keppti í tveimur keppnisgreinum. Fyrri keppnisgreinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli og seinni greinin sem fór fram í gær þriðjudag i þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert