Bollubæklingur með ljúffengum uppskriftum

Eva Laufey Kjaran markaðs- og upplifunarstjóri segir Íslendinga vera svo …
Eva Laufey Kjaran markaðs- og upplifunarstjóri segir Íslendinga vera svo sólgna í bollur að það sé ekki lengur bara bolludagur heldur bolluvika. Hér er nýjasti Bollubæklingur Hagkaups kynntur til leiks. Samsett mynd

Það hef­ur ef­laust ekki farið fram hjá les­end­um mat­ar­vefs mbl.is að það stytt­ist í einn af betri dög­um árs­ins, sjálf­an bollu­dag­inn. Á mat­ar­vefn­um hafa birst fjöl­breytt­ar og girni­leg­ar upp­skrift­ir að boll­um og við eig­um von á að fá fleiri upp­skrift­ir til skoða og velja úr. Nú hef­ur til að mynda Eva Lauf­ey Kjaran ástríðubak­ari með meiru og markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups ásamt teym­inu hjá Hag­kaup tekið sam­an nokkr­ar upp­skrift­ir að ómót­stæðileg­um boll­um. 

Veg­leg­ur bollu­bæk­ling­ur

„Eins og und­an­far­in ár hef­ur Hag­kaup gefið út veg­leg­an bollu­bæk­ling þar sem tök­um sam­an ómót­stæðileg­ar upp­skrift­ir að boll­um. Upp­skrift­irn­ar eru fjöl­breytt­ar, þetta eru hátt í tutt­ugu upp­skrift­ir og ég þori að full­yrða að all­ir ættu að finna sér upp­skrift við sitt hæfi. Vatns­deigs­boll­ur fyllt­ar með allskyns ljúf­feng­um fyll­ing­um, ger­boll­ur, ketó­boll­ur og veg­an­boll­ur svo dæmi sé tekið. Upp­skrift­irn­ar eru gaml­ar og nýj­ar í bland, við höf­um unnið með svo frá­bæru og hæfi­leika­ríku fólki á sínu sviði und­an­far­in ár sem hafa út­búið upp­skrift­ir fyr­ir okk­ur sem slegið hafa í gegn og það er aldrei of oft deilt góðum upp­skrift­um – svo mikið er víst,“ seg­ir Eva Lauf­ey.

Bollu­dag­ur­inn orðinn bollu­vika 

„Ég er líka mjög ánægð með þá þróun að við ætl­um að lengja aðeins í bollu­dag­inn og það má segja að þetta sé orðin bollu­vika þar sem Íslend­ing­ar eru spennt­ir að hefja bakst­ur­inn og byrja jafn­vel vik­una fyrr. Við erum einnig byrjuð að selja til­bún­ar boll­ur og gekk sal­an von­um fram­ar um síðustu helgi og al­veg ljóst að land­inn er klár í boll­ur og með því. Úrvalið í versl­un­um okk­ar er ansi gott fyr­ir þessa bollu­hátíð en við selj­um að sjálf­sögðu til­bún­ar fyllt­ar boll­ur og svo eru 17 Sort­ir með sín­ar gull­fal­legu og bragðgóðu boll­ur. Það má því segja að við séum held­ur bet­ur klár í þessa helgi og get­um ekki beðið eft­ir því að taka á móti okk­ar viðskipta­vin­um, hvort sem það er að kaupa inn allt fyr­ir bakst­ur­inn eða að kaupa til­bún­ar boll­ur. Hver og einn ger­ir sitt og um að gera að njóta þess að vera með rjóma út á kinn – nú er tím­inn,“ seg­ir Eva Lauf­ey að lok­um og gaf mat­ar­vefn­um leyfi til að birta nokkr­ar upp­skrift­ir úr bæk­lingn­um sem eiga eft­ir að gleðja alla bollu­unn­end­ur. Hér má lesa bæk­ling­inn.

Bollurnar eru alls konar og fjölbreytnin vart verið meiri.
Boll­urn­ar eru alls kon­ar og fjöl­breytn­in vart verið meiri. Ljós­mynd/​Eva Lauf­ey

Bollu­upp­skrift­ir

Vatnsdeigsbolluhringur með æðislegri karamellufyllingu.
Vatns­deigs­bollu­hring­ur með æðis­legri kara­mellu­fyll­ingu. Ljós­mynd/​Blik Stúd­íó
Nutella bollur með ljúffengri rjómafyllingu.
Nu­tella boll­ur með ljúf­fengri rjóma­fyll­ingu. Ljós­mynd/​Blik Stúd­íó



Bollubæklingur með ljúffengum uppskriftum

Vista Prenta

Vatns­deigs­hring­ur með æðis­legri kara­mellu­fyll­ingu

  • 1 hring­ur
  • 100 g smjör
  • 2 dl vatn
  • 110 g hveiti
  • 3 stór egg

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C (blást­ur).
  2. Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið í tvær mín­út­ur.
  3. Setjið hveitið út í og blandið vel sam­an þar til deigið er orðið mjúkt.
  4. Leyfið deig­inu að kólna í nokkr­ar mín­út­ur. Þið megið færa deigið yfir í hræri­vél­ar­skál á þessu stigi eða hræra áfram með hönd­un­um.
  5. Bætið eggj­un­um sam­an við, einu í einu, og þeytið vel á milli.
  6. Setjið deigið í spraut­poka og sprautið hring á papp­írsklædda ofn­plötu.
  7. Bakið við 200°C í 25 mín­ún­ur. Það er mik­il­vægt að opna ekki ofn­inn fyrstu 15 til 20 mín­út­urn­ar af bök­un­ar­tím­an­um svo hring­ur­inn falli ekki.
  8. Kælið mjög vel áður en þið fyllið með góm­sætri fyll­ingu.

Kara­mellu­fyll­ing

  • 500 ml rjómi
  • 2 msk kara­mellusósa að eig­in vali
  • 100 g kara­melluk­url

Aðferð:

  1. Setjið rjóma og kara­mellusósu sam­an í skál og þeytið þar til rjóm­inn er stífþeytt­ur.
  2. Bætið kara­melluk­urli sam­an við með sleikju í lok­in.
  3. Skerið hring­inn í tvennt, smyrjið sultu að eig­in vali í botn­inn á hringn­um og fyllið síðan með ljúf­fengri rjóma­fyll­ingu.

Glassúr

  • 4 dl flór­syk­ur
  • 3 msk. söltuð kara­mellusósa að eig­in vali
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 – 2 msk. mjólk.
  • Fersk ber til skrauts, til dæm­is rifs­ber, hind­ber og jarðarber.

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in sam­an í skál og hrærið sam­an, bætið mjólk­inni sam­an við i nokkr­um skömmt­um. Þið viljið ekki að glassúr­inn sé of þunn­ur og þess vegna gott að byrja að setja minna en meira af mjólk­inni.
  2. Smyrjið lokið á hringn­um með glassúr og skreytið með smátt skorn­um berj­um.

Nu­tella boll­ur með ljúf­fengri rjóma­fyll­ingu.

Vatns­deigs­bollur

10-12 stk.

  • 100 g smjör
  • 2 dl vatn
  • 110 g hveiti
  • 3 stór egg

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C (blást­ur).
  2. Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið í tvær mín­út­ur.
  3. Setjið hveitið út í og blandið vel sam­an þar til deigið er orðið mjúkt.
  4. Leyfið deig­inu að kólna í nokkr­ar mín­út­ur. Þið megið færa deigið yfir í hræri­vél­ar­skál á þessu stigi eða hræra áfram með hönd­un­um.
  5. Bætið eggj­un­um sam­an við, einu í einu, og þeytið vel á milli.
  6. Setjið deigið í sprautu­poka og sprautið boll­un­um á papp­írsklædda bök­un­ar­plötu en það má auðvitað nota skeiðar til þess að forma boll­urn­ar.
  7. Bakið við 200°C í 25 mín­út­ur.Það er mik­il­vægt að opna ekki ofn­inn fyrstu 15 mín­út­urn­ar af bök­un­ar­tím­an­um svo að boll­urn­ar falli ekki.
  8. Kælið mjög vel áður en þær eru fyllt­ar með góm­sæt­um fyll­ing­um.
  9.  

Nu­tella fyll­ing

  • 500 ml rjómi
  • 3 msk. nu­tella + meiri Nu­tella sem er smurt á hverja bollu, magn eft­ir smekk.
  • 1 msk. syk­ur

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í hræri­véla­skál og þeytið þar til rjóm­inn er stífþeytt­ur.
  2. Setjið rjóma í sprautu­poka, skerið boll­urn­ar í tvennt, smyrjið boll­urn­ar með Nu­tella og fyllið með ljúf­fengri rjóma­fyll­ingu. 

Glassúr

  • 4 dl flór­syk­ur
  • 3 msk. kakó
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 3 – 4 msk. mjólk
  • Mulið Snickers til skrauts.

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in sam­an í skál og hrærið sam­an, bætið mjólk­inni sam­an við i nokkr­um skömmt­um. Þið viljið ekki að glassúr­inn sé of þunn­ur og þess vegna gott að byrja að setja minna en meira af mjólk­inni.
  2. Smyrjið lokið á boll­un­um með glassúr og sáldrið smátt söxuðu Snickers yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka