Bollur með stökkum craqueline-toppi

Sigríður Björk Bragadóttir matgæðingur bakar sínar uppáhaldsbollur á bolludaginn sem …
Sigríður Björk Bragadóttir matgæðingur bakar sínar uppáhaldsbollur á bolludaginn sem hún lærði að gera á eftirréttanámskeiði í matreiðsluskóla í París. mbl.is/Eyþór Árnason

Bollu­dag­ur er hand­an við hornið og það er í góðu lagi að þjófst­arta bollu­deg­in­um, í það minnsta byrja að æfa sig í bollu­bakstr­in­um.

Sig­ríður Björk Braga­dótt­ir mat­gæðing­ur og einn eig­enda Salt eld­húss, alla jafna kölluð Sirrý, bak­ar al­veg dýrðleg­ar boll­ur sem eiga sögu frá Par­ís. Sirrý er þekkt fyr­ir sín­ar ljúf­fengu kræs­ing­ar og þess­ar frönsku en Frakk­ar eru snill­ing­ar í bakstri og eft­ir­rétta­gerð. Þá eru boll­ur eng­in und­an­tekn­ing enda nota Frakk­ar mikið vatns­deig í sína eft­ir­rétta­gerð og það þekk­ir Sirrý vel.

Þessar dásamlegubollur með stökkum craqueline-toppigleðja bæði auga og munn. Töfrarnir …
Þess­ar dá­sam­legu­boll­ur með stökk­um craqu­el­ine-toppigleðja bæði auga og munn. Töfr­arn­ir íbragðupp­lif­un­inni verða á toppn­um. mbl.is/​Eyþór Árna­son

„Bollu­dag­ur er einn af mín­um upp­á­halds­dög­um. Boll­urn­ar sem ég geri á bollu­dag­inn eru með stökk­um „craqu­el­ine“-toppi ofan á en að öðru leyti geri ég þær hefðbundn­ar með sultu, rjóma og súkkulaði. Mínu fólki finnst þannig boll­ur best­ar. Ég fór á eft­ir­réttanám­skeið í Par­ís fyr­ir nokkr­um árum og lærði þar meðal ann­ars að gera svona topp á boll­urn­ar. Við lærðum að gera fimm eða sex flotta eft­ir­rétti og þar á meðal vatns­deigs­boll­ur með pist­asíukremi og græn­um craqu­el­ine-toppi. Mat­reiðslu­skól­inn heit­ir Cook'n with class og er í 18. hverfi. Mjög gam­an er að fara á svona nám­skeið og í lok­in er að sjálf­sögðu opnað kampa­vín og smakkað á her­leg­heit­un­um. Hægt er að fræðast meira um mat­reiðslu­skól­ann á cooknwit­hclass.com.

Pop­el­ini upp­á­halds­búðin í 9. hverfi í Par­ís

Frakk­ar nota vatns­deig í ýms­an bakst­ur og þekkta eft­ir­rétti, écla­ir, Par­is-Brest og profiterol­les eru nokk­ur dæmi. „Í Par­ís eru líka bakarí eða versl­an­ir sem eru með pop­el­ini, en það eru litl­ar kök­ur, held­ur stærri en makkarón­ur, með þess­um stökka toppi og hægt að fá í alls kon­ar bragðteg­und­um og lita­dýrðin er mik­il. Pop­el­ini er keðja af versl­un­um sem eru víða í Par­ís og eru með þess­ar ótrú­lega fal­legu og girni­legu kök­ur, mín upp­á­halds­búð er á 44 Rue Martyrs í 9. hverfi. Sú gata er líf­leg og mikið af versl­un­um fyr­ir sæl­kera og versl­an­ir opn­ar á sunnu­dög­um. Pop­el­ini er á In­sta­gram og þar er hægt að sjá hvar hinar versl­an­irn­ar eru og þau eru líka á Face­book,“ seg­ir Sirrý sem veit svo sann­ar­lega hvað Par­ís hef­ur upp á að bjóða fyr­ir sæl­ker­aunnn­end­ur sem kunna að njóta.

Þarf að vigta ná­kvæmt

Fyr­ir óvana bak­ara get­ur verið snúið að baka vatns­deigs­boll­ur en van­ir bak­ar­ar hafa líka lent í vand­ræðum. Sirrý er al­vön vatndeigs­bollu­bakstri og veit vel hvað skipt­ir máli að hafa í huga þegar vatns­deigs­boll­ur eru bakaðar. „Oft­ast er það vegna þess að deigið er of þunnt og boll­urn­ar verða eins og flat­kaka. Þrjú atriði þarf að hafa í huga og fyrst er að nefna að hér gild­ir ekk­ert „dass“, það þarf að vigta ná­kvæmt. Egg eru mis­stór og það sem flest­ir lenda í er að setja of mikið af eggj­um, sér­stak­lega þegar gerð er marg­föld upp­skrift og gott að hafa í huga að meðal­egg er 50 g án skurn­ar. Vatnið sem smjörið er brætt í í byrj­un þarf að vera sjóðandi þegar hveiti er sett út í og gott að slá sam­an bollu yfir hita 1-2 mín­út­ur. Síðan þarf smjör­boll­an að kólna því ef hún er of heit eld­ast egg­in og gera ekki gagn í að lyfta deig­inu vel. Ef þetta er passað og upp­skrift­in er góð er lítið mál að baka vatns­deigs­boll­ur,“ seg­ir Sirrý bæt­ir við að æf­ing­in skapi meist­ar­ann.

Sirrý svipt­ir hér hul­unni af sinni upp­á­halds­bollu­upp­skrift sem er að sjálf­sögðu ættuð frá Par­ís eins og fram hef­ur komið.

Ómótstæðileg bolla.
Ómót­stæðileg bolla. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Bollur með stökkum craqueline-toppi

Vista Prenta

Vatns­deigs­boll­ur með craqu­el­ine-toppi
9 stk.

  • 170 ml mjólk (1¾ dl)
  • 70 g smjör
  • 1 tsk. syk­ur
  • ör­lítið salt
  • 100 g hveiti
  • 3 meðal­stór egg (sláið sam­an og vigtið 150 g án skurn­ar)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190°C á blást­ur (200°C á und­ir/​yfir).
  2. Setjið mjólk, smjör, syk­ur og salt í pott og sjóðið þar til smjörið er bráðið, passið að þetta sjóði vel.
  3. Setjið hveiti í pott­inn og sláið það sam­an við með sleif þar til það er sam­fellt og losn­ar frá botn­in­um.
  4. Látið bíða í fimm mín­út­ur.
  5. Bætið þá eggj­um í í þrem­ur skömmt­um og sláið vel sam­an við.
  6. Deigið virðist stund­um vera að skilja sig en það er eðli­legt, bara halda áfram að hræra og það sam­lag­ast fljótt.
  7. Líka er gott að setja deigið í hræri­vél og láta vél­ina ganga smá­stund með hveiti­boll­unni til að kæla það, gott að nota hrær­ar­ann, ekki þeyt­ar­ann, og setja síðan egg­in í eitt í einu.
  8. Setjið deigið í sprautu­poka.
  9. Sprautið deigið úr í boll­ur u.þ.b. 9 stk. Má líka nota tvær mat­skeiðar.
  10. Stingið kringl­ótt­ar kök­ur út úr craqu­el­ine-deig­inu og leggið ofan á hverja köku.
  11. Bakið í 30 mín­út­ur. At­hugið vel: alls ekki opna ofn­inn fyrstu 20 mín­út­urn­ar, kök­urn­ar geta fallið. Takið kök­urn­ar út þegar þær eru til­bún­ar og kælið.

Craqu­el­ine-deig

  • 60 g smjör, mjúkt
  • 80 g hveiti
  • 80 g hrá­syk­ur

Aðferð:

  1. Setjið allt í skál og myljið sam­an með hönd­um.
  2. Formið bollu og látið í kæli í 15 mín­út­ur.
  3. Notið tvær ark­ir af smjörpapp­ír, setjið deigið á milli og fletjið þunnt út.
  4. Stingið út kök­ur og setjið ofan á vatns­deigs­boll­urn­ar. Bakið síðan eins og sagt er hér að ofan.
  5. Kælið boll­urn­ar og berið fram með rjóma og sultu á milli eða öðrum spenn­andi fyll­ing­um eins og rjóma og sítr­ónu­mauki (lemoncurd) eða því sem mat­ar­hjartað girn­ist.
Bollurnar eru með skemmtilegri áferð.
Boll­urn­ar eru með skemmti­legri áferð. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka