Sigurjón og Sindri slógu í gegn með fiskiveislu

Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Sigurjón Bragi Geirsson buðu til glæsilegra …
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Sigurjón Bragi Geirsson buðu til glæsilegra fiskiveislu á Hannesarholti á dögunum þar sem sjávarfangið fangaði matarhjartað alla leið. Samsett mynd

Um síðastliðna helgi stóðu matreiðslumeistararnir og eigendur Flóru veisluþjónustu, meistarakokkarnir Sigurjón Bragi Geirsson og Sindri Guðbrandur Sigurðsson fyrir sannkallaðri fiskiveislu í Hannesarholti sem sló í gegn. Undirrituð naut þeirra forréttinda að njóta þessarar fiskiveislu sem fór fram úr öllum væntingum.

Frumleikinn og framsetning fönguðu augu og munn

Boðið var upp á fimm rétta fágaðan og spennandi matseðil sem endurspeglar allt það besta hráefni sem hafið og náttúran gefa eða ávextir hafsins sem útleggstFrumleikinn og framsetning réttanna fönguðu augu og munn, matarupplifunin var himnesk fyrir bragðlaukana. Hugmyndaauðgi með bragð og útlit heilluðu mig enda frábær matarupplifun. 

Sigurjón og Sindri fóru á kostum um helgina og buðu veitingagestum upp á háklassa rétti. Hlýleikinn og andrúmsloftið á staðnum var ólýsanlegt og Sigurjón kynnti réttina til leiks með sinni einstök snilld sem gerði upplifunina áhugaverðari og skemmtilegri. Þetta var einstök matarupplifun sem enginn sælkeri myndi vilja missa af.

Hér má sjá brot af því sem boðið var upp á:

  • Maríneruðuð hörpuskel með tapioca perlum og epla-dill vinargrette.
  • Léttgrafin lúða með kryddjurtakremi, radísum, rauðlauk, confit- elduðum tómötum og kryddjurtum.
  • Kremuð humarsúpa með cappuccino froðu, lakkrís og kaffiolíu.
  • Grillaður skötuselur með kartöflumús og confit eldaðri kartöflu, fylltum sveppi með lauksultu, brokkolí og kampavínssósu. Þessi pörun var fullkomin.

Hannesarholt er einstaklega fallegt hús með sál og umvefur matargesti. Umhverfið lyftir upplifuninni upp á hæstu hæðir. Það er eitthvað við það að njóta matar og góðs félagsskapar í húsi með sál og sögu. 

Fagmenn fram í fingurgóma og hafa unnið til fjölda verðlauna

Þeir félagar Sigurjón og Sindri eru mjög færir í sínu fagi og hafa unnið til fjölmargra verðlauna. Vert er að geta þessa að í fyrra keppti Sigurjón í frægustu kokkakeppni heims Bocuse d´Or í Lyon og náði góðum árangri. Sindri er Bocuse d´Or kandítat 2024 og þjálfarinn enginn annar en Sigurjón. Þá kemur þekkingin og reynsla sér vel. Sindri vann jafnframt titilinn Kokkur ársins 2023.

Maríneruðuð hörpuskel með tapioca perlum og epla-dill vinargrette sem bragðasti …
Maríneruðuð hörpuskel með tapioca perlum og epla-dill vinargrette sem bragðasti ómótstæðilega vel. Ljósmynd/Sjöfn
Léttgrafin lúða með kryddjurtakremi, radísum, rauðlauk, confit- elduðum tómötum og …
Léttgrafin lúða með kryddjurtakremi, radísum, rauðlauk, confit- elduðum tómötum og kryddjurtum sem kom bragðlaukunum á flug. Fallega framreidd. Ljósmynd/Sjöfn Þórðar
Grillaður skötuselur með kartöflumús og confit eldaðri kartöflu, fylltum sveppi …
Grillaður skötuselur með kartöflumús og confit eldaðri kartöflu, fylltum sveppi með lauksultu, brokkolí og kampavínssósu. Dýrðleg pörun og aspasinn unaðslega góður með skötuselnum, stökkur að undan og mjúkur að innan. Ljósmynd/Sjöfn
Pistasíukaka með sítrónukremi, pistasíupralín og pistasíuís sem er engri lík.
Pistasíukaka með sítrónukremi, pistasíupralín og pistasíuís sem er engri lík. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert