Þessar klassísku með jarðarberjafyllingu

Anna Marín Bentsdóttir með uppáhaldsbollurnar sínar með jarðarberjafyllingu.
Anna Marín Bentsdóttir með uppáhaldsbollurnar sínar með jarðarberjafyllingu. Ljósmynd/Bent Marinósson

Það er aldrei of mikið fram­boð af upp­skrift­um að boll­um sem gleðja mat­ar­hjartað og hér er kom­in upp­skrift að klass­ísk­um vatns­deigs­boll­um úr smiðju Önnu Marín­ar Bents­dótt­ur.

Anna Marín ástríðubak­ari er ein þeirra sem held­ur upp á bollu­dag­inn með reisn og elsk­ar fátt meira en að baka.  Hún er tví­tug að aldri og hef­ur ávallt haft þenn­an brenn­andi áhuga á bakstri. Þessa dag­ana starfar hún á Kaffi Kokku sem opnaði í vik­unni og er staðsett í lífs­stíl- og eld­hús­versl­un­inni Kokku á ann­arri hæð. Þar fær hún að njóti sín í því sem henni finnst skemmti­leg­asta, að baka kræs­ing­ar með kaff­inu.

Hef­ur tekið yfir bollu­bakst­ur­inn heima

Held­ur þú hátíðlega upp á bollu­dag­inn?

„Já, ég elska bollu­dag­inn. Ég á marg­ar góðar minn­ing­ar varðandi bollu­dag­inn frá því þegar ég var lít­il. Mamma mín bakaði oft klass­ísk­ar boll­ur svipaðar þess­ari upp­skrift hér sem ég ætla að deila með ykk­ur, nema að hún setti alltaf sætt regn­bogakurl ofan á. Ég fékk að taka með mér boll­ur í skól­ann fyr­ir nesti, og var svo spennt að koma heim og fá mér aðra. Und­an­far­in ár hef ég eig­in­lega tekið yfir bollubakst­ur­in heima og séð um að baka boll­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una,“ seg­ir Anna Marín og þykir það alls ekki leiðin­legt.

„Fyr­ir nokkr­um árum gerði ég þessa upp­skrift og hef haldið mig við hana síðan. Upp­skrift­in er auðveld og ég tel að all­ir gætu gert hana. Und­an­far­in ár hef ég farið í flest bakarí sem selja boll­ur og kaupi eina af hverri sort til að smakka og til finna bestu boll­una. Sem gef­ur mér líka inn­blást­ur.“

Glassúrinn er þykkur og saðsamur og jarðarberin fá að njóta …
Glassúr­inn er þykk­ur og saðsam­ur og jarðarber­in fá að njóta sín með rjóma­fyll­ing­unni hér. Ljós­mynd/​Bent Marinós­son

Brauðboll­ur, kjöt­boll­ur og rjóma­boll­ur á bollu­dag­inn

Finnst þér skipta sköp­um að fara alla leið á bollu­dag­inn, baka boll­ur og vera með boll­ur í kvöld­mat­inn, eins og fiski­boll­ur eða kjöt­boll­ur?

„Mér finnst það ávallt mjög skemmti­legt að fara alla leið með að hafa boll­ur í all­ar máltíðir á bollu­dag­inn. Eins og til dæm­is bjóða upp á brauðboll­ur, kjöt­boll­ur og svo auðvitað klass­ísk­ar rjóma­boll­ur. 

Anna Marín seg­ir að fram und­an sé anna­söm helgi á kaffi­hús­inu nýja og þar muni boll­ur vera í for­grunni. „Ef þig lang­ar að smakka þess­ar boll­ur hér, án þess að baka sjálf þá get­ur þú komið við hjá okk­ur á Kaffi Kokku því við ætl­um að selja þess­ar boll­ur á kaffi­hús­inu hjá okk­ar á efri hæðinni yfir helg­ina ásamt öðru bakk­elsi og ljúf­fengu kaffi,“ seg­ir Anna Marín sem er kom­in í boll­ugír­inn.

Anna Marín framreiðir bollurnar á kökudiski á fæti og skreytir …
Anna Marín fram­reiðir boll­urn­ar á kökudiski á fæti og skreyt­ir með jarðarberj­um. Ljós­mynd/​Bent Marinós­son

Þessar klassísku með jarðarberjafyllingu

Vista Prenta

Klass­ísk­ar vatns­deigs­boll­ur a la Anna Marín

12 stk. miðlungs stór­ar boll­ur

Boll­ur

  • 236 ml vatn
  • 110 g smjör
  • 1/​2 tsk. salt
  • 1 tsk. syk­ur
  • 120 g hveiti
  • 3-4 egg

Aðferð:

  1. Setjið vatn, smjör, salt og syk­ur sam­an í pott og hitið sam­an á miðlungs hita þar til
  2. smjörið hef­ur bráðnað og bland­an er rétt svo far­in að sjóða.
  3. Hellið hveit­inu út í og hrærið stöðugt yfir hit­an­um þar til það allt helst vel sam­an í kúlu í u.þ.b. 2-3 mín­út­ur.
  4. Takið af hit­an­um og setjið deigið í stóra skál og látið kólna í um það bil 3-5 mín­út­ur.
  5. Brjótið síðan einu og einu eggi út í og hrærið mjög vel með sleikju eða í hræri­vél.
  6. Áferðin á deig­inu á að vera þannig að það leki hægt og svo­lítið erfiðlega af sleikj­unni á nokkr­um sek­únd­um. Deigið á að halda nokk­urn veg­inn sömu lög­un eft­ir að þú set­ur það á plöt­una en ekki leka út og verða flatt.
  7. Notið sprautu­poka eða skeiðar til að mynda boll­ur á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu
  8. Bakið síðan boll­urn­ar á 190°C í 25-30 mín­út­ur.
  9. Leyfið boll­un­um síðan að kólna á plöt­unni.

Súkkulaði glassúr

  • 120 g súkkulaði
  • 100 ml rjómi

Aðferð:

  1. Setjið rjómann og súkkulaðið sam­an í pott og bræðið sam­an yfir lág­um hita þar til allt hef­ur bráðið sam­an.

Rjóma fyll­ing

  • 330 ml mjólk
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar eða 1 vanillu­stöng
  • 20 g maísmjöl
  • 60 g flór­syk­ur
  • klípa af salti
  • 4 eggj­ar­auður
  • 40 g smjör
  • 500 ml rjómi

Aðferð:

  1. Hrærið eggj­ar­auður, syk­ur og maísmjöl með písk þar til bland­an létt­ist í lit u.þ.b. 3 mín­út­ur.
  2. Hitið upp mjólk og vanillu sam­an í miðlungs potti þar til hann rétt svo síður.
  3. Hellið rjóm­an­um út í eggj­ar­auðurn­ar í smá­um skömmt­um og hrærið stöðugt svo að egg­in eld­ist ekki.
  4. Hellið síðan blönd­unni aft­ur yfir í pott­inn og hrærið þar til bland­an þyk­ist u.þ.b. 3-5 mín­út­ur.
  5. Takið síðan af hell­unni og hellið í gegn­um sigti ofan í skál, setjið smjörið síðan ofan í og hrærið þar til smjörið hef­ur bráðnað.
  6. Leggið plast­filmu á yf­ir­borðið og kælið í ís­skáp í 3-4 klukku­stund­ir.
  7. Þeytið rjómann þar til að hann er frek­ar stíf­ur og blandið var­lega við eggja­blöndu með sleikju.

Sam­setn­ing:

  1. Dýfið toppn­um af boll­un­um í súkkulaðið og kælið þar til að súkkulaðið hef­ur storknað smá Í um það bil 10-30 mín­út­ur.
  2. Skerið boll­una í helm­ing og fyllið botn­inn með jarðarberja­sultu og skorn­um niður jarðarberj­um, sprautið rjóm­an­um ofan á eða notið skeið til að setja rjóm­an í.
  3. Svo takið bara topp­inn af boll­unni og setjið hann ofan á.
  4. Berið fram á fal­leg­um kökudisk og skreytið með fersk­um jarðarberj­um.
  5. Njótið og gleðileg­an bollu­dag.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka