Bakarí landsins eru yfirfull af bollum

Bakaríin eru yfirfull af girnilegum og litríkum bollum þessa dagana …
Bakaríin eru yfirfull af girnilegum og litríkum bollum þessa dagana og nær framboðið hámarki á morgun bolludag. Samsett mynd

Ástríða Íslendinga fyrir bollum er mikil og þessa dagana eru bakarí landsins yfirfull af bollum. Framboðið er óendanlegt og alls konar bollur er í boði, eins og vatnsdeigsbollur, gerbollur og croissant-bollur með syndsamlega girnilegum fyllingum sem kitla bragðlaukana. Það er hreinlega erfitt að velja úr þessu framboði sem ríkir.

Hér má sjá hluta bolluflórunni sem boðið er í nokkrum bakaríum sem eiga eftir að gleðja marga bolluaðdáendur, vert er að taka fram að þessi listi er ekki tæmandi:

Gulli Arnar í Hafnarfirði, við Flatahraun býður upp á eftirfarandi bollur í tilefni bolludagsins og Gulli verður með opið í bakaríinu á bolludaginn:

  • Karamellubolla
  • Súkkulaðibolla
  • Snickersbolla
  • McFlurry“bolla
  • Sænsk Semla
Brot af því besta hjá Gulla Arnari.
Brot af því besta hjá Gulla Arnari. Samsett mynd

GK bakarí á Selfossi býður upp á eftirfarandi bollur í tilefni bolludagsins:

  • Sú klassíska
  • Karamella
  • Sítróna
  • PB & J
  • Bragðarefur
  • Feita bollan
  • Vegan
Brot af því besta í GK bakarí.
Brot af því besta í GK bakarí. Samsett mynd

Hygge Coffee & Micro Bakery við gamla Héðinshúsið vestur í bæ býður upp á eftirfarandi bollur í tilefni bolludagsins:

  • Passion cheesecake croissant bolla
  • Vegan gerdeigbolla
  • Berjabolla
  • Súkkulaðibolla
  • Vanillubolla
  • Tiramisu inspired croissant bolla
Brot af því besta hjá Hygge Coffee & Micro Bakery.
Brot af því besta hjá Hygge Coffee & Micro Bakery. Samsett mynd

Brauð & Co, er á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu býður upp á eftirfarandi bollur í tilefni bolludagsins:

  • Pistasiu og Paris brest með pecan hnetum
  • Heslihnetur með saltkaramellu, þeyttum ganache og rjóma
  • Saltkaramella með rjóma og karamellumús
  • Vanilla & Nougatbolla með rjóma
  • Klassísk með súkkulaði, rjóma og jarðarberjasultu
Brot af því besta hjá Brauð & Co.
Brot af því besta hjá Brauð & Co. Samsett mynd

Passion Reykjavík í Álfheimum býður upp á eftirfarandi bollur en alls verða 17 tegundir á sjálfan bolludaginn í boði:

  • Klassísk bolla
  • Jarðarberja bolla
  • Irish bolla
  • Karamellu bollla
  • Púns bolla
  • After Eight bolla
  • Ávaxtabolla
  • Sultulaus bolla
  • Nóa Kropp bolla
  • Kókos bolla
  • Bolla ársins
  • Twix bolla
  • Klassísk gerdeigsbolla
  • Karamellu gerdeigsbolla
  • Croissant bolla
  • Veganbolla 1
  • Veganboll 2
Brot af því besta hjá Passion Reykjavík.
Brot af því besta hjá Passion Reykjavík. Samsett mynd

Bernhöftsbakarí við Klapparstíg býður upp á eftirfarandi bollur:

  • Klassíska rjómabollu
  • Karamellu bollu
  • Púns bollu
Brot af því besta hjá Bernhöftsbakarí.
Brot af því besta hjá Bernhöftsbakarí. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert