Uppáhaldsbollan hennar Þóreyjar er kaffibollan

Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakarameistari elskar fátt meira en að taka …
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakarameistari elskar fátt meira en að taka þátt í bolludeginum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bollu­dag­ur­inn er stærsti dag­ur árs­ins í bakarí­um lands­ins og mik­il áskor­un fyr­ir bak­ara að tak­ast á við að baka góm­sæt­ar boll­ur fyr­ir lands­menn. Smekk­ur manna er mis­jafn og all­ir eiga sín­ar upp­á­halds­bollu.

Þórey Lovísa Sig­munds­dótt­ir bak­ara­meist­ari elsk­ar að tak­ast við áskor­an­ir í bakstr­in­um og lang­skemmti­leg­ast finnst henni að fá tæki­færi til að þróa og skapa sín­ar eig­in vör­ur og láta mat­ar­hjartað ráða för. Hún á sér líka upp­á­halds­bollu og deil­ir hér með les­end­um upp­skrift­inni að henni.

Uppáhaldsbollan hennar Þóreyjar er kaffibollan en uppskriftina fann hún í …
Upp­á­halds­boll­an henn­ar Þóreyj­ar er kaffi­boll­an en upp­skrift­ina fann hún í upp­skrifta­bók eft­ir mik­inn meist­ara. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Fékk til­boð á borðið að vera yf­ir­bak­ari á nýju kaffi­húsi

Þórey er búin að vera í mat­væla­geir­an­um í rúm tíu ár og þó aðeins 26 ára göm­ul. „Ég er búin að tækla alls kon­ar áskor­an­ir síðan þá. Ég lærði í Sand­holt bakarí á Lauga­veg­in­um og var þar í rúm sex ár. Eft­ir það ákvað ég að taka mér stutta pásu og fór að vinna hjá Kokku á Laug­ar­veg­in­um þar sem ég lærði fullt bæði um öll áhöld og tól sem notuð eru í mat­væla­geir­an­um og að auki bætti ég mig fullt í sölu­mennsku. Eft­ir eitt og hálft ár þar fékk ég gott til­boð á borðið, að taka við stöðunni að vera yf­ir­bak­ari á glæ­nýju kaffi­húsi sem var að opna út við Granda, nán­ar til­tekið við gamla Héðins­húsið,“ seg­ir Þórey.

Þórey tók því starfi eins og hverri krefj­andi áskor­un. Fyrstu 6 mánuðirn­ir fóru í mikla þró­unn­ar­vinnu og að kaupa allt til sem til þurfti til að setja upp baka­ríið. Um miðjan fe­brú­ar árið 2022 opnaði loks­ins Hyg­ge cof­fee and micro bakery. „Þá fékk ég þá loks­ins vett­vang til að skapa og baka mín­ar vör­ur fyr­ir al­menn­ing sem hafði verið draum­ur minn lengi,“ seg­ir Þórey og bros­ir og bæt­ir við að síðan þá hafa mót­tök­urn­ar verið mjög já­kvæðar. „Þetta er það skemmti­leg­asta sem ég geri, að gleðja fólk með góm­sæt­um kræs­ing­um sem skila eft­ir sig góðar minn­ing­ar. En í frí­tíma mín­um nýt ég mín best að slaka á, fara á kaffi­hús eða taka þátt í menn­ing­ar­leg­um viðburðum. Einnig finnst mér ekk­ert skemmti­legra en að ferðast og hvað þá að heim­sækja bakarí og kaffi­hús í öðrum lönd­um til að fá inn­blást­ur eða hug­mynd­ir af ein­hverju spenn­andi og nýju til að bjóða mín­um viðskipta­vin­um upp á,“ seg­ir Þórey dreym­in á svip.

Halda dag­inn hátíðleg­an með bollusmakki

Bollu­dag­ur­inn hef­ur alltaf verið í miklu upp­á­haldi Þóreyju. „Bollu­dag­ur­inn varð mun skemmti­legri eft­ir að ég byrjaði að vinna í baka­ríi. Ég elska hvernig sam­fé­lagið held­ur upp á þenn­an dag og gam­an að sjá vega­lengd­irn­ar sem fólk legg­ur á sig að fara til að næla sér í bollu á bollu­dag­inn. Ég og vin­kon­urn­ar sem eru all­ar í sama geira höld­um dag­inn hátíðlega með bollusmakki sem lýs­ir sér eins og pálínu­boði, þar sem við smökk­um boll­ur frá hvort ann­ari og öðrum stöðum. Þessi hefð hef­ur svo sann­ar­lega skipað sér fasta sess og er kær­kom­in eft­ir að við erum búin að ham­ast í bollu­bakstri á vinnu­stöðunum okk­ar. Virki­lega góð leið til að enda viðburðarík­an dag.“

Aðspurð seg­ist Þórey ekki eiga bollu­vönd sem fylgdi hefði á bollu­dag­inn hér áður fyrr. „Ég gerði nokkra í leik­skóla en þeir hafa lík­leg­ast endað í rusl­inu, mamma nennti ekki að fylla geymsl­una með ein­hverju drasli, eins og hún orðaði það.“ Þórey seg­ist þó halda í hefðina alla leið eins og á bollu­dag­inn og í kvöld­mat­inn sé líka lagt upp úr því að vera með annaðhvort fisiki­boll­ur eða kjöt­boll­ur í mat­inn. „Ég hef alltaf verið mik­il hefðar­kona og finnst mik­il­vægt að reyna leggja sig fram á dög­um sem þess­um til að reyna skvetta smá gleði í til­ver­una. Styð ég hvern þann sem er til í að fara alla leið á svona hátíðar­degi eins og bollu­deg­in­um.“

Þórey er yfirbakari á kaffihúsinu Hygge coffee and micro bakery …
Þórey er yf­ir­bak­ari á kaffi­hús­inu Hyg­ge cof­fee and micro bakery þar sem hún hef­ur fengið að þróa sín­ar eig­in kræs­ing­ar. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Upp­skrift eft­ir mik­inn meist­ara

Í til­efni bollu­dags­ins svipt­ir Þórey hul­unni af einni bollu­upp­skrift sem hún held­ur mikið upp á. „Þessa upp­skrift gróf ég upp úr bók eft­ir mik­inn meist­ara fyr­ir mörg­um árum þegar ég var fyrst að baka boll­ur heima hjá mér. Ég var mjög skeptísk á það að þessi upp­skrift væri að fara ganga upp hjá mér, al­veg fram að síðasta skrefi, þá gerðist krafta­verkið, boll­urn­ar komu svo blúss­andi vel út,“ seg­ir Þórey sem var sigri hrós­andi eft­ir bakst­ur­inn þetta skiptið. Þórey vill þó brýna vel fyr­ir les­end­um að það sé mjög mik­il­vægt er að treysta upp­skrift­inni og fylgja henni skref fyr­ir skref. „Hún smell­ur vana­lega sam­an þegar síðasta eggið er komið.“

Þó Þórey viti að vin­sælt sé að baka sín­ar eig­in boll­ur þá vill hún gjarn­an hvetja alla til að fara í eins mörg bakarí og hægt og smakka mis­mun­andi týp­ur af boll­um. „Jafn­vel búa til bollusmakk með fjöl­skyld­uni eða vin­un­um, þar sem hver og einn kem­ur með bollu/r frá einu bakarí á hlaðborð. Fyr­ir þá sem vilja taka þetta ennþá lengra er hægt að gefa ein­kunn­ir og bera sam­an til að sjá hvaða bolla stend­ur upp þetta árið,“ seg­ir Þórey að lok­um.

Bollurnar hennar Þóreyjar eru freistandi fyrir augu og maga.
Boll­urn­ar henn­ar Þóreyj­ar eru freist­andi fyr­ir augu og maga. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Uppáhaldsbollan hennar Þóreyjar er kaffibollan

Vista Prenta

Kaffi­boll­an upp­á­halds­boll­an henn­ar Þóreyj­ar

Vatns­deig

  • 300 ml vatn   
  • 300 ml mjólk
  • 10 g syk­ur     
  • 8 g salt           
  • 540 g smjör   
  • 480 g hveiti   
  • 820 g egg       

Aðferð:

  1. Vatn, mjólk, syk­ur salt og smjör soðið sam­an í potti.
  2. Hellið hveit­inu út í þegar suðan er kom­in upp og hrærið stans­laust þar til að deigið losn­ar frá pott­in­um.
  3. Setjið deigið í hræri­vél með spaða og hellið eggj­un­um út í skömmt­um.  Þegar öll egg­in eru kom­in í setið þá deigið sett í bakka og kælið niður í 1-2 klukku­stund­ir.
  4. Sprautið því síðan á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og bakið á 175°C hita í 25 mín­út­ur og passið að opna ekki ofn­inn á meðan.

Craqel­ine

  • 112 g smjör               
  • 134 g púður­syk­ur    
  • 124 g hveiti               
  • 16 g kakó                   

Aðferð:

  1. Hnoðið sam­an í hræri­vél með spaða.
  2. Rúllið þunnt út.
  3. Skerið út með hring­laga út­sting­ara.
  4. Leggið á boll­una áður en hún fer inn í ofn, þá þarf ekki að spreyja eggi á vatns­deigið.

Kaffi gan­as

  • 340 g rjómi                           
  • 37 g espresso            
  • 45 g hun­ang              
  • 200 g dökkt súkkulaði         
  • 25 g smjör (við stofu­hita)                            

Aðferð:

  1. Sjóðið sam­an rjóma, epresso og hun­ang.
  2. Hellið yfir súkkulaði og búið til gan­as.
  3. Síðan þegar hann er bú­inn að kæl­ast niður í 40°C hita er smjörið, við stofu­hita, sett út í og blandað sam­an við með töfra­sprota.
  4. Kælið yfir nótt og það er bland­an til­bú­in til notk­un­ar.
  5. Setjið ofan lokið á boll­una þegar búið er að setja fyll­ing­una í boll­una.

Mascarpo­ne rjómi

  • 250 g mascarpo­ne    
  • 240 g rjómi               
  • 60 g flór­syk­ur
  • 20 g vanillu­drop­ar   

Aðferð:

  1. Þeytið sam­an rjóma og flór­syk­ur í hræri­vél.
  2. Þeytið sam­an mascarpo­ne og vanillu í hönd­un­um þar til kekkjalaust.
  3. Blandið síðan sam­an þeytta rjóm­an­um og mascarpo­ne blönd­unni var­lega sam­an.
  4. Setjið á botn­inn á boll­unni þegar búið er að kæla boll­urn­ar. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka