Marsbollan hans Matthíasar

Matthías Jóhannesson bakari er mikill aðdáandi bolludagsins og deilir hér …
Matthías Jóhannesson bakari er mikill aðdáandi bolludagsins og deilir hér með lesendum uppskriftinni uppáhaldsbollu sinni. Samsett mynd

Matth­ías Jó­hann­es­son er ástríðufull­ur bak­ari sem veit fátt skemmti­legra en gleðja aðra með ljúf­fengu bakk­elsi og þar eru boll­ur eng­in und­an­tekn­ing. Hann tók for­skot á sæl­una og bakaði þess­ar fyr­ir fjöl­skyld­una í vik­unni en síðastliðin helgi var mjög anna­söm hjá Matth­íasi þar sem hann stóð í ströngu í baka­rí­inu Passi­on Reykja­vík þar sem hann starfar. 

„Í til­efni þess að bollu­dag­ur­inn er í dag er vert að deila einni af upp­á­halds­bollu­upp­skrift­un­um mín­um með les­end­um mat­ar­vefjar­ins. Ég hef verið mik­ill aðdá­andi bollu­dags­ins frá því ég man eft­ir mér og það minnkaði svo sann­ar­lega ekki eft­ir að ég byrjaði að vinna í baka­ríi. Þessi bollu­upp­skrift er frek­ar ein­föld og virk­ar einnig vel sem grunnupp­skrift sem hægt er að breyta að eig­in vild, t.d. er hægt að skipta út jarðarberj­un­um fyr­ir hind­ber og fyr­ir þá sem vilja ein­falda sér lífið er lítið mál að skipta út vanillukrem­inu fyr­ir Royal-vanillu­búðing,“ seg­ir Matth­ías.

Marsbolla Matthíasar með vanillukremi og jarðarberjum lítur girnilega út.
Mars­bolla Matth­ías­ar með vanillukremi og jarðarberj­um lít­ur girni­lega út. Ljós­mynd/​Matth­ías Jó­hann­es­son

Marsbollan hans Matthíasar

Vista Prenta

Mars­bolla með jarðarberj­um og vanill­ur­jóma

Vatns­deigs­boll­ur

15 boll­ur

  • 110 g mjólk
  • 110 g vatn
  • 110 g smjör
  • 10 g syk­ur
  • ½ tsk. vanillu­drop­ar
  • 130 g hveiti
  • 5 g salt
  • 4 egg

Aðferð: 

  1. Hitið ofn í 200°C hita.
  2. Setjið mjólk, vatn, smjör og syk­ur sam­an í pott og hitið upp að suðu.
  3. Bætið hveiti og salti sam­an við og hrærið þar til allt er komið sam­an.
  4. Setjið deigið í skál.
  5. Hrærið eggj­un­um í nokkr­um skömmt­um sam­an við deigið þar til deigið er orðið slétt og fínt.
  6. Setjið deigið í sprautu­poka með stjörnu­stút og sprautið í væn­ar dopp­ur á papp­írsklædda bök­un­ar­plötu.
  7. Bakið við 200°C hita í um það bil 20 mín­út­ur eða þar til boll­urn­ar eru fal­lega gyllt­ar.

Vanillukrem

Má gera degi fyr­ir notk­un

  • 163 g mjólk
  • ½ stk. vanillu­stöng
  • 41 g syk­ur
  • 2 eggj­ar­auður
  • 12 g maís­sterkja
  • 23 g smjör 

Aðferð:

  1. Setjið mjólk­ina og fræ­in úr vanillu­stöng­inni sam­an í pott og hitið upp að suðu.
  2. Þeytið eggj­ar­auður, syk­ur og maís­sterkju sam­an á meðan mjólk­in hitn­ar.
  3. Þegar mjólk­in byrj­ar að sjóða hellið henni þá í mjórri bunu út í eggja­blönd­una og þeytið stöðugt á meðan.
  4. Setjið síðan þetta allt sett sam­an í pott­inn og hitið við væg­an hita og hrærið í blönd­unni stöðugt þar til hún byrj­ar að þykkna.
  5. Takið þá pott­inn af hit­an­um og leyfið að kólna aðeins áður en þið hrærið smjör­inu sam­an við.
  6. Setjið kremið síðan í kæli, hyljið með plast­filmu og kælið í 1-2 klukku­stund­ir eða þar til kremið er orðið al­veg kalt.

Crème Diplom­at

  • 200 g þeytt­ur rjómi
  • 260 g vanillukrem
  • Sam­tals 460 g

Aðferð:

  1. Stífþeytið rjómann og blandið hon­um síðan var­lega sam­an við vanillukremið.

Marssósa

  • 135 g mars
  • 60 g rjómi

Aðferð:

  1. Skerið marssúkkulaðið í litla bita og setjið í pott með rjóm­an­um.
  2. Hitið þar til allt er bráðið og blandið vel sam­an.

Sykruð jarðarber

  • 225 g jarðarber, smátt skor­in
  • 30 g syk­ur
  • 10 g sítr­ónusafi 

Aðferð:

  1. Jarðarber­in eru sett í skál með sykr­in­um og sítr­ónusaf­an­um, allt hrært sam­an þar til það er vel blandað og syk­ur­inn byrj­ar að bráðna.

Sam­setn­ing

  1. Skerið boll­urn­ar í sund­ur þegar þær hafa kólnað, sprautið þá diplom­at-krem­inu í neðri helm­ing boll­unn­ar og setjið jarðarber­in ofan á kremið.
  2. Dýfið síðan efri helm­ingi boll­unn­ar í marssós­una og hvolfið ofan á neðri helm­ing­inn.
  3. Gam­an get­ur verið að skreyta boll­una með fersk­um jarðarberjasneiðum.
Súkkulaðið er girnilegt á bollunni.
Súkkulaðið er girni­legt á boll­unni. Ljós­mynd/​Matth­ías Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert