Helga Magga töfrar fram rómantískan morgunverð fyrir ástina sína.
Samsett mynd
Valentínusardagur er runninn upp í allri sinni dýrð og í tilefni dagsins gerði Helga Magga heilsumarkþjálfi ástar-chiagraut. Helga Magga er sniðugri en flestir þegar gera á einfalda og góða rétti sem kosta ekki mikið. Þetta er stórsniðug hugmynd og vel má nýta þessa uppskrift á konudaginn líka eða bara þegar þig langar til að gleðja ástina í lífi þínu. Sjáið Helgu Möggu gera ástar-chiagrautinn hér fyrir neðan á Instagram-síðu sinni.
Ástar-chiagrautur
- 100 g jarðarber
- 1 dl mjólk
- 100 g jarðarberja- og hvítt súkkulaði skyr
- 1 msk. jarðarberjasulta frá Good Good
- 2 msk. chiafræ
Til skrauts:
- Döðlur með hindberja og lakkrísbragði frá Dave&Jon’s
- Jarðarberjasírópi frá Good Good
Aðferð:
- Blandið öllum innihaldsefnunum nema chiafræjunum, saman í blandara.
- Setjið 2 msk. chiafræ í skál og hellið svo jarðarberjablöndunni saman við.
- Hrærið vel saman og geymið blönduna í ísskáp yfir nótt eða í um 4 klukkustundir.
- Skerið síðan jarðarber í hjarta og raðið inn í glerkrukku eða skál.
- Hellið jarðarberjablöndunni yfir og toppað með smá meira af skyri, niðurskornum döðlum og jarðarberjasírópi.