Linda Ben, sem vart þarf að kynna, bókarhöfundur og uppskriftahöfundur sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben er komin með nýtt kökumix á markað og fetar því sömu braut og Betty Crocker. Kökumixið ber einfaldlega yfirskriftina Linda Ben og um er að ræða tvær tegundir, annars vegar Ljúffeng súkkulaðikaka og hins vegar Ljúffeng vanillukaka.
Linda segir að hugmyndina að kökumixunum hafi hún fengið þegar hún gaf út bókina Kökur. „Eftir að ég gaf út bókina mína Kökur fór ég að hugsa hvernig ég gæti gert öllum mögulegt að njóta þess að baka ljúffengar kökur á einfaldan hátt. Ég fékk þá hugmynd að setja einstaklega ljúffengt kökumix á markað. Núna, aðeins þremur árum seinna er það loksins mætt,“ segir Linda Ben og er í skýjunum með útkomuna. Kökumixin kynnti hún á Instagram-síðu sinni fyrir fylgjendum sínum í morgun.
Nýju kökumixin hennar Lindu fást í Krónunni Lindum, Bíldshöfða, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Vallakór, Selfossi, Akureyri og Skeifunni.