Svona lítur vikumatseðillinn hans Gumma Kíró út

Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur, betur þekktur sem Gummi …
Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur, betur þekktur sem Gummi Kíró, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Gummi

Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og áhrifavaldur, betur þekktur sem Gummi Kíró, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hann er mikill matgæðingur og elskar að dekra við Línu Birgittu sína og börnin með ljúffengum mat.

Það eru ekki allir sem vita að Gummi líka töframaður í eld­hús­inu ekki bara góður kírópraktor. Hann deilir stundum mat­reiðslunni með fylgj­end­um sín­um á Instagram en hægt er að fylgjast með honum á Instagram síðunni hans @gummikiro. Hann hefur líka sagt að hann sé til­bú­inn með mat­reiðslu­bók­ina þegar kallið kem­ur, það kom fram í hlaðvarpsþætti hans fyrr í vetur. 

Æfir til að halda skrokknum í standi

Gummi Kíró vandar vel valið þegar hann velur hráefnið í matargerðina því heilbrigður lífsstíll skiptir hann máli. Hann hugsar vel um heilsuna og æfir mikið til að halda skrokknum í standi eins og hann segir sjálfur.

„Mér finnst mjög gott að setja upp matseðil fyrir vikuna og þá er fjölbreytnin í matargerðinni í fyrirrúmi. Hérna kemur vikuplanið mitt og ég vel líka ávallt rétti sem eru í uppáhaldi hjá öllum stelpunum mínum,“ segir Gummi. 

Mánudagur – Ljúffengir þorskhnakkar

„Uppáhalds maturinn minn eru þorskhnakkar og ég elska að nostra við ólíkar tegundir af uppskriftum.“

Girnilegir þorskhnakkar.
Girnilegir þorskhnakkar. Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Þriðjudagur – Ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi

„Börnin mín elska kjúkling í rjómasósu og þessi réttur er fullkominn með til dæmis með pasta.“

Ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi.
Ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi. Ljósmynd/Linda Ben

Miðvikudagur – Guðdómlegt grænmetislasanja

Grænmetislasanja er uppáhaldið hennar Línu og ég reyni að elda það alltaf reglulega fyrir hana.“

Guðdómlegt grænmetislasanja.
Guðdómlegt grænmetislasanja. Ljósmynd/Hanna Þóra

Fimmtudagur  - Hægeldaður lax að betri gerðinni

„Ég borða lax helst einu sinni í viku og þá oftast ofnbakaðan eða maríneraðan með hrísgrjónum á asískan máta.“

Hægeldaður lax á asíska vísu.
Hægeldaður lax á asíska vísu.

Föstudagur – Heimagerð pítsa

„Föstudagar eru pítsadagar með heimagerðum pítsum þar sem við slökum á heima og eigum kósí kvöld yfir góðri mynd.“

Heimagerð pítsa sem bragð er af.
Heimagerð pítsa sem bragð er af. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Laugardagur – Dýrðlegur kjúklingur

„Á laugardögum elskum við að elda góða kjúklingarétti með góðu meðlæti.“

Kjúk­ling­ur með salsa og hvít­lauks- og trufflukart­öflumús.
Kjúk­ling­ur með salsa og hvít­lauks- og trufflukart­öflumús. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Sunnudagur – Lambafille með rjómalagaðri sveppasósu

„Ef ég gæti spólað tilbaka til sunnudaga hjá mömmu myndi ég velja lambalæri með öllu, það er nostalgía.“

Lambafillet með rjómalagðri sveppasósu.
Lambafillet með rjómalagðri sveppasósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert