Nýstárlegar Bix-pönnukökur sem steinliggja

Ómótstæðilega fallegur pönnukökustafli sem á vel við þegar gera á …
Ómótstæðilega fallegur pönnukökustafli sem á vel við þegar gera á vel við sig. Ljósmynd/Weetabix

Þeir sem hafa heilsuna í forgrunni hafa flest allir gert pönnukökur úr haframjöli fyrir helgarbrönsinn eða bara fyrir morgunverðinn áður en haldið til vinnu eða skóla. Núna er hægt að hvíla haframjölið og breyta til með Oatibix. Hér kemur uppskrift af neglu sem tekur aðeins korter að gera, sem er akkúrat tíminn sem það tekur til að sjóða egg samhliða og steikja beikon í ofninum. Þessar pönnukökur eiga vel við  íþróttaskólann eða morgungöngutúrinn eða áður haldið er í vinnuna.

Barnvæn uppskrift

Þessi uppskrift er sérstaklega barnvæn, því gaman er fyrir krakkana að mylja bixið. Einnig líka tilvalin fyrir makann til að græja með börnunum fyrir konudaginn sem fram undan er á sunnudaginn 25. febrúar næstkomandi og bera fram á morgunverðarbakka upp í rúm. Ilmurinn er svo lokkandi.

Nýstárlegar Bix-pönnukökur

  • Fyrir 3
  • 2 Bix Oatibix
  • 2 egg
  • 1 banani
  • 120 g hveiti að eigin vali
  • 150 ml mjólk
  • ½ tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Hrærið eggin þar til þau verða ljós.
  2. Myljið Oatibixið í skál.
  3. Blandið mulið Oatibix, eggjunum og öllu öðru hráefni saman.
  4. Hitið pönnu á lágum hita.
  5. Eldið hverja pönnuköku fyrir sig með því að bæta smá smjöri og olíu á pönnuna.
  6. Steikið hvora hlið í nokkrar mínútur þar til pönnukakan er orðin svolítið brún og stökk
  7. Berið fram með ferskum ávöxtum og sírópi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert