Croque monsieur í sparibúningi

Ómótstæðilega girnileg samloka sem kallar á hungur.
Ómótstæðilega girnileg samloka sem kallar á hungur. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran

Að horfa á þessa mynd, þennan ost sem lekur bráðnaður niður, kallar á hungur. Þetta er hin franska drottning allra samloka, Croque monsieur, komin í íslenskan sparibúning. Það er íslenski osturinn sem fær að njóta sín hér. Hvern langar ekki í þessa samloku á diskinn sinn? Það er engin önnur en Eva Laufey Kjaran, uppskriftahöfundur og markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, sem á heiðurinn af þessari dásemd.

Croque monsieur í sparibúningi

  • 4 sneiðar súrdeigsbrauð
  • 8 sneiðar skinka
  • 250 g Óðals Hávarður krydd
  • 250 g Óðals Ísbúi
  • 200 g sýrður
  • ½ stk. múskathneta
  • 100 g smjör
  • 2 msk. steinselja
  • Blandað salat að eigin vali
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið smjör á pönnu, steikið brauðsneiðarnar og snúið þeim við.
  2. Setjið handfylli af osti yfir hverja brauðsneið og tvær skinkusneiðar.
  3. Leggið brauðsneiðar saman og eldið þar til samlokurnar eru gullinbrúnar. Best að nota nóg af smjöri!
  4. Leggið samlokurnar á pappírsklædda ofnplötu og útbúið sósuna.
  5. Setjið sýrða rjómann, nýrifið múskat, salt og pipar í skál og hrærið.
  6. Bætið því næst 100 g af hvorum ostinum fyrir sig út í og hrærið áfram.
  7. Smyrjið ostasósunni yfir hverja brauðsneið og sáldrið svolítið meira af osti yfir.
  8. Grillið í ofni við 200°C í örfáar mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrún.
  9. Berið strax fram með góðu salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert