Konudagurinn er handan við hornið, sunnudaginn 25. febrúar næstkomandi og hjá mörgum er það sannkallaður dekurdagur. Konudagur er fyrsti dagur fornnorræna mánaðarins góu, sem er sunnudagurinn í átjándu viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Við höfum haldið upp á konudaginn í áratugi og er hann einn af þjóðlegum tyllidögum okkar. Sú hefð að menn gefi konum blóm í tilefni konudagsinns virðist hafa hafist um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þá tóku blómasalar að auglýsa konudagsblóm. Gaman er að geta þess að Þórður á Sæbóli í Kópavogi mun hafa verið upphafsmaður þess en fyrsta blaðaauglýsingin sem hefur fundist frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957.
Á þessum degi er tilefni til að gleðja konurnar í lífi okkar. Hægt er að gera það á margvíslegan hátt, bæði með fallegum gjöfum og upplifunum sem búa til góðar minningar. Til að mynda er fjöldi veitingastaða með ómótstæðileg sælkeratilboð í tilefni konudagsins og bjóða fram sælkeramáltíð í tilefni dagsins. Blómasalar eru í sínu fínasta pússi og galdra fram hina fegurstu blómvendi. Bakararnir leggja sig fram að baka konudagskökuna og aðra rómantískar kræsingar sem eiga eftir bráðna í munni og fjölmargar verslanir og gallerí bjóða upp á falleg handverk, hönnunarvörur, vandaðar flíkur og hvað eina sem hugurinn girnist. Það sem er mest spennandi við þennan dag er að geta komið konunni á óvart með spennandi upplifun, eins og morgunverð í rúmið, í ljúffengan dögurð, rómantískan kvöldverð heima eða setja upp skemmtilegt hlaðborð af smakkréttum sem bráðna í munni. Það eru margar leiðir færar til að gleðja og tjá ást sína á einlægan og eftirminnilegan hátt. Hvað sem menn velja til að gleðja konurnar í lífinu sínu er það fyrst og fremst kærleikurinn sem skiptir máli. „Líf án kærleika er eins og ávaxtatré sem hvorki ber blóm né aldin.“ (Kahil Gibran)
Í tilefni þess að konudagsins útbjó Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari hjá Gotterí og gersemar dýrðlegar bruschettur með pestó og burrata sem allir ættu að ráða við og upplagt að gera um helgina. Berglind er þekkt fyrir sínar ljúffengu kræsingar og fallega framsetningu sem gleðja bæði augu og munn. Fleiri uppskriftir fyrir komandi konudag munu birtast á matarvefnum á morgun og laugardag og verður helgarbaksturinn á sínum stað á föstudagsmorgun og að þessu sinni helgaður konudeginum.
Bruschetta með pestó og burrata
12 sneiðar
Aðferð: