Guðdómlegt hvítlauks- og pestó-pasta

Guðdómlegt hvítlauks- og pestó-pasta sem gleður bragðlaukana.
Guðdómlegt hvítlauks- og pestó-pasta sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þessi pasta­rétt­ur er ein­stak­lega ljúf­feng­ur og auðvelt að fram­reiða. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Döðlur og smjör. Guðrún seg­ir að upp­skrift­in sé inn­blás­in af kjúk­linga­rétt­in­um henn­ar Berg­lind­ar GRGS sem marg­ir kann­ast ef­laust við.

Guðdómlegt hvítlauks- og pestó-pasta

Vista Prenta

Hvít­lauks- og pestó-pasta

Fyr­ir 3-4

  • 2-3 kjúk­linga­bring­ur
  • 1 msk. olía
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • ½ hvít­lauk­sost­ur
  • 200 ml rjómi
  • 100 ml vatn
  • ½ krukka rautt pestó - Fil­ippo Ber­io
  • ½ tsk. salt
  • Pip­ar eft­ir smekk
  • Pasta, De Cecco Taglia­tell­ine n° 204 eða pasta að eig­in vali
  • Furu­hnet­ur eft­ir smekk
  • Ost­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið kjúk­ling­inn í litla bita og setjið til hliðar.
  2. Setjið pönnu á hell­una og stillið á miðlungs­hita, mælið eina mat­skeið af olíu og setjið á pönn­una, takið utan af hvít­laukn­um og skerið smátt niður eða kreistið með hvít­lauk­spressu.
  3. Bætið sam­an við ol­í­una og leyfið að steikj­ast í u.þ.b. 1 mín­útu.
  4. Bætið þá kjúk­lingn­um sam­an við og steikið í nokkr­ar mín­út­ur.
  5. Rífið niður ost­inn með rif­járni og blandið sam­an við kjúk­ling­inn ásamt rjóma, vatni, pestó og salti og pip­ar.
  6. Eldið þangað til að ost­ur­inn er all­ur bráðnaður eða í u.þ.b. 5–10 mín­út­ur.
  7. Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp.
  8. Setjið þá taglia­tell­ine út í vatnið (gott að áætla um 4–5 ein­ing­ar á mann).
  9. Sjóðið í 6–10 mín­út­ur eða þangað til að það er orðið „al dente“.
  10. Sigtið vatnið af past­anu og blandið því sam­an við kjúk­ling­inn og sós­una og hrærið vel sam­an.
  11. Gott er að sáldra nokkr­um furu­hnet­um yfir og toppa með rifn­um osti yfir.
  12. Eins og með alla pasta­rétti er gott að bera þá fram með góðu hvít­lauks­brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert