Mezze rigatoni bolognese í rjómalagaðri pestósósu

Hér er á ferðinni mezze rigatoni bolognese í rjómalagaðri pestósósu …
Hér er á ferðinni mezze rigatoni bolognese í rjómalagaðri pestósósu með ristuðum panko raspi sem bragðast alveg dásamlega vel og kemur úr smiðju Snorra Guðmundssonar matgæðings. Samsett mynd

Hér er á ferðinni full­kom­in pasta­upp­skrift, sem kem­ur úr smiðju Snorra Guðmunds­son­ar, sem er til­val­in til að elda í í miðri viku þegar tím­inn er af skorn­um skammti en kol­vetnaþörf­in sterk.  Snorri held­ur úti upp­skrift­asíðunni Mat­ur og myndir þar sem hann deil­ir sín­um upp­á­halds­upp­skrift­um.

Þetta fljót­legt mezze rigat­oni bolog­nese í rjóma­lagaðri pestósósu með ristuðum pan­ko raspi sem bragðast al­veg dá­sam­lega vel.

„Rjóma­löguð pestósós­an verður silkimjúk þegar pastað fær að malla í stutta stund í henni og ristaði pan­ko raspur­inn gef­ur virki­lega skemmti­legt kröns og ger­ir hvern ein­asta bita skemmti­leg­an,“ seg­ir Snorri og bæt­ir við að hver og einn geti auðvitað kryddað eft­ir smekk og valið hvaða krydd eigi fyr­ir sig og sína.

Girnilegur og fljótlegur pastaréttur.
Girni­leg­ur og fljót­leg­ur pasta­rétt­ur. Ljós­mynd/​Snorri Guðmunds­son

Mezze rigatoni bolognese í rjómalagaðri pestósósu

Vista Prenta

Mezze rigat­oni bolog­nese í rjóma­lagaðri pestósósu

Fyr­ir 2

  • 300 g ungnauta­hakk
  • 200 g Mezze rigat­oni
  • 200 g niðursoðnir tóm­at­ar
  • 80 ml rjómi
  • 50 g rautt pestó
  • 1 msk. tóm­at­púrra
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • 1 tsk. kjöt­kraft­ur
  • ½ tsk. fenn­el­duft, má sleppa ef vill
  • 0,25 tsk. chili­f­lög­ur, má sleppa ef vill
  • ½ dl Pan­ko brauðrasp­ur
  • 6 g fersk stein­selja
  • 20 g par­mesanost­ur 

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott með ríf­legu magni af salti og náið upp suðu.
  2. Hitið pönnu við meðal­há­an hita og bætið smá olíu út á.
  3. Bætið pan­ko út á pönn­una og ristið þar til hann hef­ur tekið fal­leg­an lit. Takið til hliðar og þurrkið létt úr pönn­unni.
  4. Bætið olíu út á pönn­una og steikið kjötið þar til það er fulleldað.
  5. Bætið tóm­at­púrru, kjöt­krafti, fenn­el­dufti, chili­f­lög­um og hvít­lauks­dufti út á pönn­una og steikið í stutta stund.
  6. Bætið niðursoðnum tómöt­um, pestó og rjóma út á pönn­una, blandið vel sam­an og lækkið hit­ann ögn.
  7. Rífið helm­ing­inn af par­mesanost­in­um sam­an við og látið svo malla und­ir loki á meðan pasta er soðið.
  8. Takið lokið af pönn­unni þegar nokkr­ar mín eru í að pastað sé til­búið og sjóðið sós­una aðeins niður.
  9. Smakkið til með salti.
  10. Bætið pasta út í pott­inn með sjóðandi vatn­inu og sjóðið eft­ir leiðbein­ing­um á umbúðum.
  11. Sigtið vatnið frá past­anu og og blandið sam­an við kjötsós­una á pönn­unni.
  12. Látið allt malla sam­an í stutta stund. Sterkj­an úr past­anu mun þykkja sós­una enn frek­ar.
  13. Rífið rest­ina af par­mesanost­in­um sam­an við pasta­rétt­inn og saxið stein­selju sam­an við. Blandið vel sam­an.
  14. Toppið með pan­ko raspi og berið fram með auka par­mesanosti og fersku sal­ati til hliðar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert