Nýr aspas eða spergill er merki um vorboðann í mörgum löndum. Á grænmetismörkuðum í mörgum löndum eins og í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni er boðið upp á fjölda tegunda af aspas. Hann er þá ýmist hvítur eða grænn. Þessir hvítu vaxa í moldinni en þeir grænu fá sólarljós, en þeir verða grænir vegna þessa og geta jafnvel orðið fjólubláir.
Grænn aspas er einstaklega góður á marga vegu, það er hægt að borða hann hráan, steiktan, bakaðan eða soðinn. Hann er hægt að bera fram sem forrétt, sem meðlæti eða nýta í ljúffenga aspasrétti. Hanna Thordarson keramiker deildi með fylgjendum sínum á bloggsíðu sinni hér þessari einföldu uppskrift að smjörsteiktum aspas þar sem aspasinn fær að njóta sín til fulls. Þennan smjörsteikta aspas má borða einan og sér eða bera hann fram sem meðlæti með steik eða góðum fiskrétti. Sérstaklega fiskrétti sem borinn er fram með hollenskri sósu sem bráðnar í munni.
Smjörsteiktur aspas
Aðferð: