Valdimar sló í gegn í Vínstofu Friðheima

Fullt var út úr dyrum á Friðheimum og nutu gestir …
Fullt var út úr dyrum á Friðheimum og nutu gestir góðs matar og fallegra tóna Valdimars meðan snædd var. Ljósmynd/Dóróthea Ármann

Seinasta föstudagskvöld voru tónleikar með hinum ástsæla Valdimar í Vínstofu Friðheima og löngu uppbókað og langur biðlisti á tónleikana. Gestir mættu flestir snemma í mat og drykk og nutu svo dásamlegra tóna. Ótrúlega falleg stemning myndaðist í salnum en lög Valdimars passa vel inn í notalegt andrúmsloft Vínstofunnar og gestir tóku oft undir og sungu með.

Kræsingarnar í Vínstofu Friðheima hafa notið mikilla vinsælda matargesta þar sem ferskt grænmeti og kryddjurtir eru gjarnan í forgrunni og eru anda staðarins.

Fjöldi spennandi viðburða er á dagskrá hjá Vínstofu Friðheima, en til að mynda ætla Moses Hightower að stíga á stokk þann 19.apríl næstkomandi og miðasala verður auglýst á næstu dögum. Hægt er að fylgja Vínstofu Friðheima á Facebook hér eða á heimasíðu Vínstofunnar til að fylgjast með næstu viðburðum

Hitað var upp fyrr um daginn og lagt á borð …
Hitað var upp fyrr um daginn og lagt á borð um leið. Ljósmynd/Dóróthea Ármann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert