Frægasta kaka allra tíma

Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi býður upp á uppskrift að …
Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi býður upp á uppskrift að hinni frægu Sacher-tertu fyrir helgarbaksturinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann deilir með les­endum Mor­g­un­blaðsins upps­k­r­iftinni að einni af uppáha­ldsk­ö­kum sínum, sem er hin fræga aust­u­r­ríska Sac­her-terta.

Sig­urður er formaður Lands­sa­mbands bakara­meistara og er bæði með meistar­arétt­indi í bakaraiðn og í kö­kugerð, sem hann lærði í Þýska­landi. Sig­urður varð alh­eims-kö­kugerðarmaður árs­ins 2022 og var fy­rst­ur manna tekinn árið 2023 inn í UIBC Select Club, sem er æðsta heiðursstig bakara og kö­kugerðarm­anna í heim­inum. Sig­urður hef­ur um mar­gra ára bil barist fy­r­ir því að hefja iðng­reinar á hærra plan og fy­r­ir bættu eftir­liti með lögvernduðum iðng­r­einum á Íslandi.

Erfði mikið af bakara- og kond­itor­í­bó­kum

Vissir þú strax í berns­ku hvað þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór?

„Að sjálf­sögðu velti maður mör­gu fy­r­ir sér um hvað maður vildi verða þegar maður yrði stór. En bakaraiðnin og kö­kugerðin toguðu allt­af í mig,“ seg­ir Sig­urður og bætir við að ást­ríðan hafi verið til staðar frá því að hann man eftir sér. „Þegar ég var sex ára gamall erfði ég mikið af bakara- og kond­itor­í­bó­kum eftir Sig­urð Ber­gsson afa minn. Það merkilega var að ég blaðaði mikið í þessum bó­kum sem barn þó að þær væru flestar á þýsku, en í þeim sky­njaði ég þá mi­klu fagþekkingu sem er á bak við iðng­reinarnar. Ég tel að maður verði allt­af að vera du­g­l­eg­ur við að ha­lda sér við efnið og sinna end­urm­ennt­un, því það held­ur ást­ríðunni við,“ seg­ir Sig­urður, sem er allt­af jafn metnaðar­fu­llur fy­r­ir iðng­reini­nni.

Hvernig geng­ur að fá ungt fólk í fagið?

„Síðustu tvö árin hef­ur hef­ur hreinlega orðið spr­eng­ja í aðsókn í bakaranám. Fy­r­ir nokk­rum árum voru menn farnir að tala um að leggja niður nám í greini­nni en núna er fu­llur skóli af hæfileikarí­ku ungu fó­lki sem brennur af áhuga og fag­l­egum metnaði. Stelpum hef­ur líka fjölgað mikið í þessu námi,“ seg­ir Sig­urður og bætir við að það sé mikið gleðiefni. Sig­urður upplýs­ir undi­r­ritaða um að bakaraiðn sé elst iðng­reina og fagni á Íslandi 190 ára afm­æli í ár, en uppha­fið hafi verið stofnun Bernhöftsbakarís 25. sep­t­em­ber 1834. „Þó að mi­klar tækniframfar­ir hafi orðið í greini­nni og sjálf­vi­r­knivæðing kem­ur ekk­ert í staðinn fy­r­ir hand­v­erkið,“ bætir Sig­urður við og seg­ir það ski­p­ta skö­p­un.

Hva­tning til að styðja við unga fó­lkið og efla fa­gm­enns­kuna

Sig­urður hef­ur hlotið fjölda viðurkenninga fy­r­ir störf sín í fag­inu og verið öðrum fy­r­ir­m­y­nd til efti­r­brey­tni. Aðspurður seg­ir hann að þessar viðurkenning­ar hafi verið honum hva­tning til að styðja við unga fó­lkið sem er að læra bakaraiðn og kö­kugerð og ha­lda áfram að efla fa­gm­enns­ku í greini­nni.

Fram undan er stórt ár hjá LA­BAK, en heims­m­eistar­a­mót verður ha­ldið hér á Íslandi í fy­rsta sinn. Er þetta ekki mikill heiður og góð landk­y­nning?

„Þetta dr­eg­ur fram þá mi­klu grós­ku sem er í greini­nni hér á landi og vekur mi­kla at­hy­gli á Íslandi á erlendri gr­und.“

Erum við á Íslandi með öfluga bakara sem ska­ra fram úr á heim­s­vísu líkt og kokka­landsliðið?

„Bakaraiðn er fjög­u­rra ára nám sem lý­kur með sveins­prófi sem gef­ur fó­lki sta­rf­srétt­indi. Íslen­skir bakar­ar eru vins­ælir sta­rfsm­enn sö­kum du­gnaðar, fjölhæfni og mikillar aðlög­unar­hæfni. Ísland sendi keppend­ur á heims­m­eistar­a­mót ung­ra bakara í Berlín 2022 þar sem Ísland hafnaði í 4. sæti og hla­ut verðla­unin „New Count­ry Award“. Íslen­ska bakara­landsliðið lenti í 2. sæti á Norðurland­a­mót­inu í bakstri 2023, sem er besti árang­ur liðsins frá uppha­fi. Íslen­ska landsliðið lenti síðan í 7. sæti á heims­m­eistar­a­mót­inu í bakaraiðn í Münc­hen í okt­óber 2023, svo að það má með sanni segja að við eigum framúrska­randi bakara.“

Tækif­æri til að ska­pa og koma að stærstu stundum í lífið mar­gra

Hvað finnst þér skem­m­t­ileg­ast við fagið?

„Að fá tækif­æri til að ska­pa og sjá eitt­hvað eftir vinnuna sína. Það er líka stór­k­ost­legt að fá tækif­æri til að koma að stærstu stundum í lífi mar­gra.“

Ertu iðinn við að baka heima?

„Ég viðurkenni fúslega að eftir 12 tíma vinnudag kýs ég frekar að setjast niður og lesa í góðum fag­bó­kum en baka. Vissu­lega baka ég heima af og til en sonu­rinn er aft­ur á móti du­g­l­eg­ur að baka heima með mö­m­mu sinni.“

Ertu til í að ljóst­ra upp fy­r­ir les­endum Mor­g­un­blaðsins hver þín uppáha­ldska­ka er?

„Það eru tvær kö­kur sem ég held sérst­a­klega mikið upp á og það eru þýska Sva­rtaskógart­ert­an (Sc­hwarzwäld­er Ki­rs­c­ht­orte) og hin er fræg­asta kaka allra tíma, hin aust­u­r­ríska Sac­her-terta,“ seg­ir Sig­urður og bætir við að hún eigi sér mi­kla sögu.

Upprunalega Sacher-tertan stendur fyrir sínu og er dýrindis súkkulaðikaka með …
Upprunalega Sac­her-tert­an stend­ur fy­r­ir sínu og er dýrind­is súkku­laðikaka með aprík­ósusultu sem smurð er á milli og er síðan hjú­puð með Sac­her-hjúp sem inni­h­eld­ur dökkt súkku­laði. mbl.is/​Kristinn Magnússon

„Árið 1832 fól Prins Klem­ens von Met­t­erni­ch hinum 16 ára ga­mla lærlin­gi Franz Sac­her að baka köku fy­r­ir mikilvæga gesti sína. Þetta sæta og dýr­m­æta meistar­a­v­erk átti að vera búið til úr súkku­laði, aprík­ósusultu og þey­ttum rjóma. Þessi hráefni urðu að lokum hinn dýrind­is þrí­h­y­rning­ur sem er grunnu­rinn að farsælli upps­k­r­ift upprunalegu Sac­her-tert­unnar. NákvæÂ­m­lega þessi upps­k­r­ift er enn gr­undvöllu­rinn fy­r­ir hinar upprunalegu Sac­her-tert­ur, sem enn í dag eru handgerðar hjá Sac­her í Vínar­borg. Upprunalega Sac­her-tert­an er nú talin eitt af menning­art­áknum Vínar­borgar. Sa­mkvæÂ­mt Südd­eutsc­he Zeitung er hún rey­ndar „alm­ennt viðurkennd sem gj­ald­miðill mannlegra sams­ki­p­ta um allan heim“. Hó­t­elið sem sonur brautryðjanda tert­unnar opnaði árum síðar er nú einnig eitt þekktasta hó­t­el í heimi,“ seg­ir Sig­urður að lokum.

Sacher-tertan er himnesk með þeyttum rjóma.
Sac­her-tert­an er hi­m­nesk með þey­ttum rjóma. mbl.is/​Kristinn Magnússon

Frægasta kaka allra tíma

Vista Prenta

Hin upprunalega Sac­her-terta

(1x24 cm sm­ellu­f­orm)

Súkku­laðibotninn

  • 130 g dökkt súkku­laði (með að lá­gm­arki 53% kakóinniha­ld)
  • 1 va­nillust­öng
  • 150 g mjúkt sm­jör
  • 100 g flórs­y­kur
  • 6 egg
  • 100 g strás­y­kur
  • 140 g hveiti

Aðferð:

  1. Best er að by­rja á að for­hita bakaraofninn í 170°C.
  2. Set­jið síðan pappír á botninn á sm­ellu­f­or­m­inu, í stærð 1x24 cm, og fitið kantinn og stráið síðan smá hveiti yfir feitina, kallað á fa­gm­áli að méla.
  3. Bræðið næst súkku­laðið yfir va­tns­baði.
  4. Skerið va­nillust­öng­ina eftir end­ilöngu og náið va­nillunni út. Þeytið síðan mjúka sm­jörið og flórs­y­ku­rinn saman með va­nillunni.
  5. Aðskiljið síðan eggj­a­hvít­ur­nar og rauðurnar.
  6. Bætið svo rauðunum út í sm­jörm­assann og síðast bætið þið súkku­laðinu í.
  7. Þeytið síðan eggj­a­hvít­ur­nar og strás­y­ku­rinn í annar­ri skál saman í frauð sem er eins og raks­á­pa.
  8. Loks blandið þið báðum deigj­unum va­rlega saman með sleik­ju og sigtið hveitið yfir.
  9. Set­jið deigið í for­mið og bakið í 65 mínút­ur á 170°C hita.
  10. Þegar kakan hef­ur verið tekin út og hef­ur kó­lnað er hún skorin í tvennt.
  11. Hitið þá 200 g af aprík­ósusultu í potti, eða sjóðið frá gr­unni, og sm­y­r­jið síðan bæði inn í kö­kuna og utan á hana.
  12. Hjú­pið næst kö­kuna með Sac­her-hjú­pi og berið hana fram með þey­ttum rjóma.

Aprík­ósusulta

  • 165 g aprík­ósur
  • 115 g strás­y­kur
  • 10 ml sít­rónus­afi

Aðferð:

  1. Þvoið aprík­ósurnar, þurrkið og skerið í tvennt.
  2. Takið steinana úr og set­jið aprík­ósurnar, sy­ku­rinn og sít­rónus­afann í pott og sjóðið í 20-25 mínút­ur.
  3. Passið að sult­an brenni ekki við og hrærið regl­u­lega í.
  4. Ef þið eigið hitamæli er sult­an tilbú­in þegar hún er kom­in í 104°C hita.

Sac­her-hjú­p­ur

  • 125 ml vatn
  • 200 g sy­kur
  • 150 g dökkt súkku­laði (með að lá­gm­arki 53% kakóinniha­ld)

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn og sy­kur í potti í 5 mínút­ur og látið kó­lna aðeins áður en súkku­laðinu er bætt út í. Gl­assúrinn má ekki vera of heitur því þá missir hann allan gl­ans.
  2. Hjú­pið síðan kö­kuna með hjú­pnum eins og stend­ur hér að ofan.
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert