Ítalskur gestakokkur mun taka eldhús Nebraska yfir

Gestakokkurinn Pasquale Castelluccia frá Ítalíu og taka yfir eldhús veitingastaðarins …
Gestakokkurinn Pasquale Castelluccia frá Ítalíu og taka yfir eldhús veitingastaðarins Nebraska og bjóða upp á matarupplifun sem hann hefur sérhannað fyrir Nebraska. Samsett mynd

Í næstu viku, 5. - 9. mars næst­kom­andi, mun gesta­kokk­ur­inn Pasquale Ca­stelluccia frá Ítal­íu og taka yfir eld­hús veit­ingastaðar­ins Nebraska og bjóða upp á „set menu“ mat­ar­upp­lif­un sem hann hef­ur sér­hannað fyr­ir Nebraska.

Að sögn Guðmund­ur Jör­unds­son­ar eins eig­anda og stofn­anda Nebraska hef­ur Ca­stelluccia hef­ur mikla reynslu af bæði ít­alskri og franskri mat­ar­gerð en hann hef­ur m.a. starfað á ít­alska Michel­in-stjörnu veit­ingastaðnum Damiano Ni­gro. „Ítalski mat­reiðslumaður­inn Ca­stelluccia er fædd­ur og upp­al­inn í smáþorp­inu Carp­ino á Ítal­íu um­kringd­ur ólíf­u­rækt­un fjöl­skyld­unn­ar. Snemma varð hann inn­blás­inn af notk­un árstíðabundna hrá­efna í mat­ar­gerð og lærði pasta­gerð ung­ur aldri af ömmu sinni,“ seg­ir Guðmund­ur jafn­framt.

Castelluccia hefur mikla reynslu af bæði ítalskri og franskri matargerð …
Ca­stelluccia hef­ur mikla reynslu af bæði ít­alskri og franskri mat­ar­gerð en hann hef­ur m.a. starfað á ít­alska Michel­in-stjörnu veit­ingastaðnum Damiano Ni­gro.

Lærði í Par­ís franska mat­ar­gerð

Hann var aðeins 16 ára gam­all þegar ástríða hans varð að at­vinnu hans en sína fyrstu reynslu sótti hann á nær­liggj­andi veit­ingastaði áður en hann flutti til Par­ís­ar og lærði þar franska mat­ar­gerð und­ir sér­fræðing­um í franskri mat­reiðslu. Þegar Pasquale sneri aft­ur til Ítal­íu landaði hann starfi hjá Michel­in veit­ingastaðnum Damiano Ni­gro í Palas Cerequio.

5 rétta og 3 rétta seðlar verða í boði

Mat­seðill­inn er hannaður út frá brögðum og ilm­um frá heima­svæði hans blandað við nú­tíma­legri stíl.

Hér fyr­ir neðan má sjá verðin sem verða á seðlin­um tveim­ur sem í boði verða, ann­ars veg­ar 5 rétta seðill og hins veg­ar 3 rétta seðill:

  • 5 rétta seðill: 12.990 krón­ur.-
  • Vín­pör­un: 10.990 krón­ur.-
  • 3 rétta seðill: 8.990 krón­ur.-
  • Vín­pör­un: 6.990 krón­ur.-

Sjá má nán­ar um viðburðinn hér.

Veitingastaðurinn Nebraska er bæði veitingastaður og fataverslun sem er fremur …
Veit­ingastaður­inn Nebraska er bæði veit­ingastaður og fata­versl­un sem er frem­ur ný­stár­legt hér á landi. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Jör­unds­son
Matargestir geta því líka skoða fatnað um leið og borðað …
Mat­ar­gest­ir geta því líka skoða fatnað um leið og borðað er. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Jör­unds­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert