Ítalskur gestakokkur mun taka eldhús Nebraska yfir

Gestakokkurinn Pasquale Castelluccia frá Ítalíu og taka yfir eldhús veitingastaðarins …
Gestakokkurinn Pasquale Castelluccia frá Ítalíu og taka yfir eldhús veitingastaðarins Nebraska og bjóða upp á matarupplifun sem hann hefur sérhannað fyrir Nebraska. Samsett mynd

Í næstu viku, 5. - 9. mars næstkomandi, mun gestakokkurinn Pasquale Castelluccia frá Ítalíu og taka yfir eldhús veitingastaðarins Nebraska og bjóða upp á „set menu“ matarupplifun sem hann hefur sérhannað fyrir Nebraska.

Að sögn Guðmundur Jörundssonar eins eiganda og stofnanda Nebraska hefur Castelluccia hefur mikla reynslu af bæði ítalskri og franskri matargerð en hann hefur m.a. starfað á ítalska Michelin-stjörnu veitingastaðnum Damiano Nigro. „Ítalski matreiðslumaðurinn Castelluccia er fæddur og uppalinn í smáþorpinu Carpino á Ítalíu umkringdur ólífuræktun fjölskyldunnar. Snemma varð hann innblásinn af notkun árstíðabundna hráefna í matargerð og lærði pastagerð ungur aldri af ömmu sinni,“ segir Guðmundur jafnframt.

Castelluccia hefur mikla reynslu af bæði ítalskri og franskri matargerð …
Castelluccia hefur mikla reynslu af bæði ítalskri og franskri matargerð en hann hefur m.a. starfað á ítalska Michelin-stjörnu veitingastaðnum Damiano Nigro.

Lærði í París franska matargerð

Hann var aðeins 16 ára gamall þegar ástríða hans varð að atvinnu hans en sína fyrstu reynslu sótti hann á nærliggjandi veitingastaði áður en hann flutti til Parísar og lærði þar franska matargerð undir sérfræðingum í franskri matreiðslu. Þegar Pasquale sneri aftur til Ítalíu landaði hann starfi hjá Michelin veitingastaðnum Damiano Nigro í Palas Cerequio.

5 rétta og 3 rétta seðlar verða í boði

Matseðillinn er hannaður út frá brögðum og ilmum frá heimasvæði hans blandað við nútímalegri stíl.

Hér fyrir neðan má sjá verðin sem verða á seðlinum tveimur sem í boði verða, annars vegar 5 rétta seðill og hins vegar 3 rétta seðill:

  • 5 rétta seðill: 12.990 krónur.-
  • Vínpörun: 10.990 krónur.-
  • 3 rétta seðill: 8.990 krónur.-
  • Vínpörun: 6.990 krónur.-

Sjá má nánar um viðburðinn hér.

Veitingastaðurinn Nebraska er bæði veitingastaður og fataverslun sem er fremur …
Veitingastaðurinn Nebraska er bæði veitingastaður og fataverslun sem er fremur nýstárlegt hér á landi. Ljósmynd/Guðmundur Jörundsson
Matargestir geta því líka skoða fatnað um leið og borðað …
Matargestir geta því líka skoða fatnað um leið og borðað er. Ljósmynd/Guðmundur Jörundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka