Svona fullkomnar Marta María Húsó-rúllutertuna

Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans kann að gera brúna rúllutertu …
Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans kann að gera brúna rúllutertu með hvítu smjörkremi og lumar á góðu ráði fyrir samsetninguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu halda áfram á birt­ast hér á mat­ar­vefn­um og gleðja les­end­ur og um leið er kjörið rifja upp augnablikin í Húsó-þáttunum enda kræsingarnar sem stundum glitti í þáttunum algjör nostalgía. Nú ljóstrar Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans uppskrift að brúni rúllutertu með hvítu smjörkremi sem bráðnar í munni.

„Það er svo gaman að gera þessa köku því manni líður eins og alvöru húsmóður að brasa með þetta húsráð með raka viskastykkið,“ segir Marta María og brosir. En hún segir að það skipti sköpun til að tryggja að rúllutertan brotni ekki þegar henni er rúllað upp að vera með rakt viskastykki og skella því tvöfalt á kökuna um leið og maður er búinn að hvolfa henni á sykurinn.

Hvernig væri að gera vel við sig og sína um helgina og bjóða upp á ekta brúna rúllutertu að hætti Húsó?

Þessi er best, brúna rúllutertan með hvítu smjörkremi sem bráðnar …
Þessi er best, brúna rúllutertan með hvítu smjörkremi sem bráðnar í munni eins og amma gerði hana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brún rúlluterta með hvítu smjörkremi

Rúllutertan

  • 3 egg
  • 1 dl sykur
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 50 g kartöflumjöl
  • 1 msk. hveiti
  • 2-3 msk. kakó

Aðferð:

  1. Þeytið egg og sykur saman.
  2. Sigtið því næst mjölið í eggjablönduna og hrærið varlega með sleikju þar til öllu er blandað saman.
  3. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  4. Brjótið bökunarpappírinn í hornunum.
  5. Hellið deiginu á bökunarpappírinn, dreifið varlega úr deiginu. „Kakan“ á að vera þunn, líkt og þunn skúffukaka.
  6. Bakið í ofni við 190°C í 6-8 mínútur.
  7. Hvolfið síðan allri kökunni á sykri stráðan bökunarpappír.
  8. Takið bökunarpappírinn af kökunni sem vísar nú upp. Bleytið því næst viskastykki og leggið það rakt, tvöfalt yfir kökuna þar til kremið er sett á.
  9. Þetta er gert til að kökurnar harðni ekki og brotni síður þegar þeim er rúllað upp.
  10. Kremið er sett á kalda kökuna.
  11. Rúllið kökunni upp.
  12. Leggið rúllutertuna á samskeytin á fallegan bakka.
  13. Ef endarnir eru ljótir er sniðugt að skera þá hreinlega af áður en rúllutertan er borin fram.
  14. Leggið huggulega á borð og njótið.


Smjörkrem

  • 150 g lint smjör
  • 8 dl flórsykur
  • 1 egg
  • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Öllu hráefninu hrært saman þar til úr verður létt og fallegt smjörkrem. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert