Berglind bauð til veislu til heiðurs syninum

Berglind Guðmundsdóttir með syninum Arnari Smára sem útskrifaðist um helgina …
Berglind Guðmundsdóttir með syninum Arnari Smára sem útskrifaðist um helgina frá Menntaskólanum við Sund. Hún hélt veislu í tilefni þessa. Samsett mynd

Berglind Guðmundsdóttir hélt á dögunum útskriftarveislu fyrir son sinn, Arnar Smára, þar sem stúdentsprófinu var fagnað í faðmi þeirra nánustu. En Arnar Smári var að útskrifast frá Menntaskólanum við Sund, sem var stór stund hjá fjölskyldunni og tilefni til að halda veislu, bjóða upp á kræsingar og samgleðjast stúdentinum. 

Berglindi þekkja margir þar sem hún hefur verið einn af okkar ástsælustu matarbloggurum og þekkt fyrir að vera með marga bolta á lofti í einu. Hún er móðir, hjúkrunarfræðingur, markþjálfi, fararstjóri og eigandi vefmiðilsins salina.is. Hún er líka mikill lífskúnstner. Hún kann svo sannarlega að njóta lífsins og smitar út frá sér gleðina.

Kýs að einfalda mér lífið til hins ýtrasta

Hvað finnst þér skipta sköpun að hafa í huga þegar góða veislu skal gjöra?

„Það er svo áhugavert að fylgjast með því hvernig áherslurnar breytast með árunum. Einu sinni vildi ég gera allt frá grunni og elskaði að grúska í matreiðslubókum og blöðum og finna nýjar hugmyndir. Það nærði mig þá, en núna er ég stödd þar í lífinu að ég kýs að einfalda mér lífið til hins ýtrasta og vel yfirleitt aðkeyptar veitingar í stórar veislur,“ segir Berglind og brosir sínu geislandi brosi. Berglind leggur líka áherslu á að hafa veislurnar persónulegar og gefandi. „Ég held allar veislur nær undantekningarlaust í heimahúsi og finnst gaman þegar að fólk þjappast aðeins saman og eldhúspartíin myndast. Það þarf ekki að eiga stór hús til að koma fólki saman. Eins að bjóða nánustu ættingjum og vinum en ekki einhverjum sem barnið hefur aldrei hitt.“

Þegar kemur að myndatökum finnst Berglindi ekki spurning um annað en að reyna tryggja að til séu myndir af öllum með því að vera með svokallaðan „photobooth“ eða myndakassa. „Ég fékk „photobooth“ frá Partýbúðinni og ég mæli svo mikið með því. Oft gleymist að taka myndir en þarna sér fólkið um það sjálft og það er svo gaman að skoða myndirnar eftir veisluna.“

Standandi boð og aðkeyptar kræsingar sem slógu í gegn

Segðu okkur aðeins frá þemanu sem þú ákvaðst að vera með í veislu sonarins í tilefni útskriftarinnar.

„Þetta var standandi boð og veitingarnar í samræmi við það. Við pöntuðum smárétti frá veisluþjónustu Hagkaups og fengum matinn heimsendann rétt áður en gestirnir mættu. Ég get ekki lýst því hvað það var þægilegt og einfaldaði lífið mikið. Úrvalið á veisluréttum Hagkaups er mjög mikið og fjölbreytt en ég valdi meðal annars kjúklingaspjót, taco, vorrúllur með ýmsum fyllingum, tempura risarækjur, falafel bollur, mini-hamborgara, smurbrauð, franska súkkulaðiköku og kransakökubita svo eitthvað sé nefnt. Hagkaup er einnig með flotta sushi-bakka sem voru mjög freistandi en ég ákvað að geyma það fyrir næstu veislu. Maturinn var algjörlega framúrskarandi og fékk hæstu einkunn hjá okkur og gestunum.“ Berglind var einnig með eftirréttabakka frá Sætum syndum. „Mér finnst tilheyra í öllum stærri veislum að bjóða upp á girnilegan eftirrétta bakka. Hann inniheldur meðal annars litlar bollakökur, makkarónur, konfekt og sæta bita. Allt svo gott og dásamlega fallegt á veisluborðinu.“

Fjölbreyttar kræsingar voru í boðið í veislunni, meðal annars smurbrauð, …
Fjölbreyttar kræsingar voru í boðið í veislunni, meðal annars smurbrauð, vorrúllur, falafel og taco-vefjur svo fátt sé nefnt. Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Aðspurð segir Berglind að hún geti ekki sagt að hún hafi haft soninn með í ráðum þegar kom að undirbúningi veislunnar. „En ég sagði honum hvað ég væri að hugsa og hann gaf sitt samþykki fyrir öllu. Orðrétt sagði hann „lets go“.  Þetta er kannski munurinn á að halda boð fyrir stráka eða stelpur. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi,“ segir Berglind og hlær.

Berglind pantaði líka sæta bita hjá Sætum Syndum en henni …
Berglind pantaði líka sæta bita hjá Sætum Syndum en henni finnst vera ómissandi að bjóða líka upp á fallega sæta bita sem gleðja auga og munn. Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Var þema veislunnar hugsað alla leið, þ.e.a.s litir, blóm, skreytingar og veitingar? 

„Ég er rosalega lítill stílisti í mér og ofhugsa svona hluti ekki. En ég var með svart og gyllt skraut frá Partýbúðinni eins og diska, glös, servíettur merktar útskrift og blöðrur allt í svörtum og gylltum. Ég fékk fallega svartan bala undir kampavínið frá mbutik.is sem sér um að leigja bakka og annað sniðugt fyrir veislur. Eftirréttabakkinn frá Sætum syndum var bleikur og svo fékk ég senda þrjá fallega bleika frá Blómstra. Þannig að án þess að hafa eitthvað hugsað þetta til þaula að þá small þetta allt fallega saman.“

Berglind paraði líka drykki með veitingunum og var bæði með …
Berglind paraði líka drykki með veitingunum og var bæði með áfenga og óáfenga drykki. Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Paraðir þú saman drykki með veitingunum?

„Já, það var að sjálfsögðu skálað. Ég var með hágæða vín bæði áfeng og óáfeng. Af áfengum vínum buðum við upp á Laurent-Perrier Brut kampavín, Zuccardi malbec rauðvín og bjór. Óáfengu vínin voru annars vegar Oddbird Rosé freyðandi 0% búbblur og lífrænt 0% rauðvín einnig frá Oddbird en báðir drykkirnir eru í miklu uppháhaldi hjá mér.“

Gaman er að kæla drykkinn í fallegum bölum.
Gaman er að kæla drykkinn í fallegum bölum. Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Byrjaðir þú undirbúninginn með löngum fyrirvara?

„Ég bauð gestum með góðum fyrirvara en byrjaði svo að plana veisluna nokkrum dögum fyrir veisluna. Ég hef haldið svo margar veislur að mér finnst þetta lítið mál og þá sérstaklega þar sem ég var ekki að sjá um neinar veitingar.“

Eykur gæði veislunnar að vera glaður og vera til staðar

Finnst þér skipta máli hvað er boðið upp á í veislu að þessu tagi?

„Það sem skiptir öllu máli er að fólk komi saman og fagni deginum. Hvernig það kýs að hafa ramman utan um viðburðinn skiptir svo miklu minna máli. Eitt allra besta ráð sem ég get gefið er að það eykur gæði veislunnar að vera glaður og til staðar á þessum degi. Ekki missa ykkur í einhverju sem skiptir minna máli.“

Hvað fannst þér standa upp úr eftir daginn?

„Arnar Smári er trommari í hljómsveitinni Spiritual reflection og hann lifir og hrærist í tónlistinni. Þegar hann spilar á trommur þá líður honum best.  Mig langaði því að finna einhverja tengingu við tónlistina í veislunni og hafði samband við kunningja minn Snæbjörn í Skálmöld og kannaði hvort þeir gætu sent kveðju á Arnar í tilefni dagsins. Úr varð að Jón Geir Jóhannsson trommari Skálmaldar og einn allra færasti trommari landsins sendi Arnari Smára dásamlega fallega og hvetjandi kveðju sem snart dýpstu hjartastrengi og gladdi útskriftardrenginn óendanlega mikið.

Að auki vorum við voðalega þakklát fyrir okkar fólk, bæði fjölskyldu og vini,  sem tók þátt í að gleðjast með okkur og já alveg sérstakar þakkir til sólarinnar sem skein svo fallega á þessum degi. Ég verð líka að nefna að ég fékk leyfi frá Arnari Smára til að fjalla um veisluna hans með því skilyrði að ég myndi nefna það að hljómsveitin hans Spiritual Reflection er að keppa í músiktilraunum þriðjudaginn 12. mars næstkomandi,“ segir Berglind að lokum og hlær.

Þegar veislu skal gjöra finnst Berglindi gaman að skreyta með …
Þegar veislu skal gjöra finnst Berglindi gaman að skreyta með blöðrum og fallegum blómum. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Í Partýbúðinni er hægt að fá alls konar blöðru sem …
Í Partýbúðinni er hægt að fá alls konar blöðru sem krydda lífið og tilveruna. Berglind var með gylltar, svartar og glærar blöðrur í forgrunni. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Kræsingarnar frá Veisluréttum Hagkaups koma allra á stílhreinum svörtum bökkum.
Kræsingarnar frá Veisluréttum Hagkaups koma allra á stílhreinum svörtum bökkum. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Smurbrauðið nýtur ávallt mikilla vinsælda.
Smurbrauðið nýtur ávallt mikilla vinsælda. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Litlar taco-vefjur sem auðvelt er að snæða.
Litlar taco-vefjur sem auðvelt er að snæða. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Sú franska með jarðarberjum klikkar ekki.
Sú franska með jarðarberjum klikkar ekki. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Litríkt og girnilegt borð.
Litríkt og girnilegt borð. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Falafelbollurnar krydda úrvalið.
Falafelbollurnar krydda úrvalið. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Bleiki liturinn virkar alls staðar, líka í útskriftarveislum.
Bleiki liturinn virkar alls staðar, líka í útskriftarveislum. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Kjúklingaspjót og risarækjur heilla.
Kjúklingaspjót og risarækjur heilla. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Berglind valdi drykki sem hægt var að para með kræsingunum.
Berglind valdi drykki sem hægt var að para með kræsingunum. Ljósmynd/Berglind Guðmunds
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert