Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa

Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa sem ljúft er að njóta með …
Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa sem ljúft er að njóta með nýbökuðu brauði. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þessi blómkáls- og blaðlaukssúpa er alveg dýrðleg og bera hana fram með nýbökuðu brauði er alveg himneskt.  Að tvinna þessar tvær saman er tær snilld en heiðurinn af uppskriftinni á Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir hjá Döðlur og smjör.  Útkoman er virkilega bragðgóð súpa og eiga vel við á köldum vetrardegi. Þú verður ekki svikin af þessari dýrð.

Blómkáls- og blaðlaukssúpa

Fyrir 4

  • 400 g blómkál
  • 1 l vatn
  • 1 blaðlaukur
  • 25 g smjör
  • 50 ml hveiti
  • 1 kjötkraftur
  • 1 grænmetiskraftur
  • 300 ml rjómi
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 tsk. salt
  • pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið blómkálið í bita og setjið í pott ásamt einum lítra af vatni.
  2. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið undir og leyfið að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur.
  3. Skerið þá blaðlaukinn niður í sneiðar og setjið í annan pott.
  4. Bætið smjörinu saman við og steikið saman á miðlungshita í 2-3 mínútur.
  5. Bætið þá hveitinu saman við og hrærið vel saman.
  6. Bætið dl í einu af blómkálsvatninu saman við laukinn og hrærið vel í, bætið 2-3 dl í viðbót áður en krafti, rjóma og sojasósu er bætt saman við.
  7. Hrærið vel saman og blandið restinni af vatninu við súpuna ásamt helmingnum af blómkálinu.
  8. Notið töfrasprota til þess að mauka saman súpuna og bætið restinni af blómkálinu saman við ásamt salt og pipar.
  9. Gott er að bera fram með brauði , til að mynda með fléttubrauði eða snittubrauðinu frá Húsó og ykkar uppáhaldsáleggi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert