Óskar er búinn að draga fram Argentínu-steikargrillið fyrir Cook

Finnsson Bistro teymið tilbúið í slaginn með Tom Cook, Bjarki …
Finnsson Bistro teymið tilbúið í slaginn með Tom Cook, Bjarki Björnsson, Klara Óskarsdóttir, Óskar Finnsson, Tom Cook, Reynir Guðjónsson og Hammadi.b Hamadi. mbl.is/Kristinn Magnússon

lm­ur­inn er svo lokk­andi á Finns­son Bistro þessa dag­ana og minn­ir óneit­an­lega á ilm­inn frá Arg­entínu steik­húsi sem lá í loft­inu á Baróns­stíg í forðum. Það er ekki skrýtið að þessi ilm­ur, sem er al­gjör nostal­g­ía, streymi frá Finns­son Bistro núna þar sem gesta­kokk­ur­inn, Tom Cook, er í eld­hús­inu, er að steikja hágæða steik­ur á gamla góða Arg­entínu­steik­ar­grill­inu ásamt Finns­son teym­inu. Í til­efni mat­ar­hátíðar­inn­ar er Cook gesta­kokk­ur á Finns­son og mat­seðil­inn er sér­hannaður fyr­ir mat­gæðinga sem elska góðar og safa­rík­ar steik­ur. Hér eru á ferðinni sér­vald­ar steik­ur sem steik­ar­unn­end­ur mun­um hrein­lega slefa yfir ef svo má að orði kom­ast.

Tom Cook sérhæfir sig í framúrskarandi matreiðslu á úrvals steikum …
Tom Cook sér­hæf­ir sig í framúrsk­ar­andi mat­reiðslu á úr­vals steik­um og hér er sýn­is­horn af því sem koma skal. Ri­beye steik­inn frá U.S.A. ís­lenska Ri­beye steik­in og sú spænska. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Til­einkaði sér ró­leg­an leiðtoga­stíl

Veg­ferð Cook hófst und­ir leiðslu hins virta mat­reiðslu­manns Gary Rhodes, sem leiddi fljót­lega af sér Michel­in stjörnu á veit­ingastaðnum City Rhodes. Hann fínstillti síðan hæfi­leika sína hjá Le Gavr­oche og The Capital Hotel, þar sem hann til­einkaði sér ró­leg­an leiðtoga­stíl Michel Roux Jr. Leið hans lá í kjöl­farið til Par­ís­ar þar sem hann bætti sér­stak­lega við þekk­ingu sína í eft­ir­rétt­um. Eft­ir Par­ís hélt Cook til Syd­ney þar sem hann tók stöðu „sous chef“ á veit­ingastaðnum Pier.

Heill­ar með framúrsk­ar­andi mat­reiðslu á steik­um

Þegar Cook sneri aft­ur til London, tók hann við kefl­inu á veit­ingastaðnum Tom Aikens og síðar Le Pont de la Tour, þar sem hann setti á fót ein­stak­lega vin­sæl mat­reiðslu­nám­skeið. Sem yfir­kokk­ur á Skylon, og nú síðast Smith & Wol­len­sky, held­ur Cook áfram að heilla með framúrsk­ar­andi mat­reiðslu á úr­vals steik­um og áherslu á frá­bæra þjón­ustu.

Food & Fun mat­seðill­inn á Finns­son lít­ur svona út:

  • Wagyu carpaccio með seljurót­ar-wasa­bikremi, kletta­sal­ati og par­mesanosti.
  • Tún­fisk tart­ar born­ir fram með avóka­dó, ra­dís­um, ponzu, hvít­lauks­majó og lót­usrót­ar-flög­um.
  • 250 g ri­beye steik frá Íslandi, bor­in fram með rós­marín smælki, Wol­len­sky-sal­ati, pip­ar- eða bernaisesósu.
  • S´More Fondue, am­er­ísk­ur súkkulaðiunaður með syk­ur­púða, jarðarberj­um og sér­bökuðu kexi.
  • Síðan fyr­ir þá sem vilja meira  og meira er hægt að fá Creek­st­one 350 g, Black Ang­us Ri­beye frá U.S.A og/​eða Migu­el Verg­ara 350 g, Ri­beye frá Spáni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert