Hlynur Freyr Ómarsson er mikill matmaður og veit fátt skemmtilegra en að elda heima fyrir fjölskylduna sína. Hann ólst upp við að borða fjölbreyttan mat og að njóta hans í faðmi fjölskyldunnar. Þeim sið hefur hann haldið við eftir að hann fór að búa með kærustu sinni. Hann sviptir hér hulunni af einum að sínum uppáhaldsrétti, heimalöguðu lasanja, sem er hinn fullkomni helgarréttur til að njóta með sínum bestu.
Hlynur er 27 ára gamall rafvirkjanemi og er búinn að stofna fjölskyldu. „Ég er alinn upp í Mosfellsbæ en er að flytja til Vestmannaeyja með kærustunni minni Örnu Þyrí og dóttur okkar, Merkel Marey. Ég hef ávallt verið mikill matmaður frá unga aldri. Þegar ég var að alast upp borðaði ég mjög fjölbreyttan mat. Ég átti spænska ömmu sem eldaði suðrænan mat ásamt klassískum íslenskum réttum og voru pönnukökurnar hennar vinsælar hjá okkur í fjölskyldunni,“ segir Hlynur dreyminn á svip enda á hann góðar minningar um mat hjá ömmu sinni.
Gæðastundirnar hans Hlyns eru gjarnan í eldhúsinu en hann nýtur þess að elda fyrir sig og sína og gerir mikið af því. „Skemmtilegast finnst mér að elda eitthvað sem tekur nánast allan daginn. Þar sem ég stend og nostra vel við matinn og með rauðvínsglas við hönd. Innblástur minn í matargerðina kemur að miklu leyti frá fjölskyldunni minni. Á mínu bernskuheimili var sá siður að við borðuðum alltaf kvöldmat saman á hverju kvöldi þar sem góður matur og samverustund var í forgangi, sama hversu mikið var að gera hjá okkur yfir daginn.“
Þegar kemur að tækjum og tólum í eldhúsinu finnst Hlyn skipta máli að vera með vel búið eldhús. „Ég get verið smá dellukall þegar kemur að tækjum og tólum í eldhúsinu en finnst nauðsynlegast að eiga góða potta, pönnur og hnífa,“ segir Hlynur með bros á vör.
Hann sviptir hér hulunni af einum að hans uppáhaldsrétti sem er lasanja. „Uppskriftin er frá pabba og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni minni,“ segir Hlynur og bætir við að hann nostri gjarnan við lasanjað og sérstaklega Béchamel sósuna. „Hún er eiginlega aldrei eins hjá mér því ég nota svolítið það sem er til í ísskápnum að hverju sinni en uppskriftin að henni er í grunni eins og ég deili með ykkur.“
Hlynur skorar síðan á góða vin sinn og kokk, Joost Van Bemmel að taka við keflinu af sér og deila með lesendum matarvefsins uppskrift að sínum uppáhaldsrétt.
Lasanja að hætti pabba
Fyrir 4
Kjötsósan
Aðferð:
Béchamel sósan
Aðferð:
Samsetning: