Katrín ýtti matarhátíðinni „Food & Fun“ úr vör

Matarhátíðin „Food & Fun“ var sett í Hótel- og matvælaskólanum …
Matarhátíðin „Food & Fun“ var sett í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi á miðvikudaginn með pomp og prakt. Samsett mynd

Mat­ar­hátíðin „Food & Fun“ var sett í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um í Kópa­vogi á miðviku­dag með pomp og prakt. Þetta er 21. skipti sem hátíðin er hald­in og aldrei hafa jafn­marg­ir veit­ingastaðir tekið þátt en alls taka 18 staðir þátt.

Katrín Jak­obs­dótt­ir starf­andi mat­vælaráðherra setti mat­ar­hátíðina form­lega með ávarpi sínu, jafn­framt tóku til máls Óli Hall fram­kvæmda­stjóri „Food & Fun“ og Har­ald­ur Sæ­munds­son fram­kvæmda­stjóri Hót­els- og mat­væla­skól­ans. Fram­reiðslu- og mat­reiðslu­nem­ar skól­ans buðu upp á létt­ar veit­ing­ar í til­efni þessa og gáfu tón­inn fyr­ir það sem koma skal.

Mik­ill heiður fyr­ir nem­end­ur að taka þátt

„Okk­ur hér í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um er ávallt mik­ill heiður að fá að taka þátt mat­ar­hátíðinni Food & Fun með þess­um hætti. Það er nem­end­um okk­ar sem og kenn­ur­um ávallt mik­il hvatn­ing að fá tæki­færi til að vera með í þess­um viðburði og nem­end­ur fá að spreyta sig í eld­hús­inu og í fram­reiðslu og sýna list­ir sín­ar og kunn­áttu,“ seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir við að ávallt sé spenna í loft­inu fyr­ir mat­artengd­um viðburðum sem þess­um.

Gleðin var við völd og gest­ir nutu þess að bragða á kræs­ing­un­um sem nem­end­ur göldruðu  fram í anda hátíðar­inn­ar. Mynd­irn­ar tala sínu máli og sýna stemn­ing­una sem ríkti á staðnum.

Ljós­mynd/​Jón Svavar­son
Ljós­mynd/​Jón Svavars­son
Ljós­mynd/​Jón Svavars­son
Ljós­mynd/​Jón Svavars­son
Ljós­mynd/​Jón Svavars­son
Ljós­mynd/​Jón Svavars­son
Ljós­mynd/​Jón Svavars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert