Þessi keppa á Norðurlandamótinu í matreiðslu í ár

Þetta eru fulltrúar Íslands sem keppa á Norðurlandamótinu í matreiðslu …
Þetta eru fulltrúar Íslands sem keppa á Norðurlandamótinu í matreiðslu í ár. Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, Iðunn Sigurðardóttir matreiðslumaður, Kristín Birta Ólafsdóttir, Sara Káradóttir og Jafet Bergmann Viðarsson. Samsett mynd

Norðurlandamótið í matreiðslu verður haldið í Herrning í Danmörku 18. og 19. mars næstkomandi og þar munu frábærir fulltrúar íslenskrar matargerðar keppa um nokkrar verðuga titla. Íslendingar hafa náð framúrskarandi árangri á Norðurlandamótinu og ætla sér stóra hluti í ár. Fimm fulltrúar munu keppa fyrir Íslands hönd, fjórar konur og einn karlmaður. Þetta eru Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, Iðunn Sigurðardóttir matreiðslumaður, Kristín Birta Ólafsdóttir, Sara Káradóttir og Jafet Bergmann Viðarsson.

Keppnisgreinarnar og titlarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:

Iðunn Sigurðardóttir.
Iðunn Sigurðardóttir.

Matreiðslumaður Norðurlandanna (Nordic Chef)

Iðunn Sigurðardóttir mun keppa fyrir Íslands hönd um titilinn Nordic Chef eða matreiðslumaður Norðurlandanna. Iðunn starfar hjá Restaurant Barr í Kaupmannahöfn. 

Kristín Birta Ólafsdóttir.
Kristín Birta Ólafsdóttir.
Sara Káradóttir.
Sara Káradóttir.

Grænn matreiðslumaður Norðurlandanna (Nordic Green Chef)

Kristín Birta Ólafsdóttir matreiðslumaður og landsliðskokkur og Sara Káradóttir matreiðslumaður starfa á Grand Restaurant keppa um titilinn Nordic Green Chef, Grænn matreiðslumaður Norðurlandanna.

Jafet Bergmannn Viðarsson.
Jafet Bergmannn Viðarsson.

Ungkokkur Norðurlandanna (Nordic junior Chef)

Jafet Bergmann Viðarsson landsliðskokkur mun keppa um titilinn Nordic junior Chef eða ungkokkur Norðurlanda en Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur vann þann titil í fyrra með glæsibrag.

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir.
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir.

Framreiðslumeistari Norðurlandanna (Nordic Waiter)

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir framreiðslumeistari og veitingastjóri á veitingastaðnum OTO mun keppa um titilinn Nordic Waiter.

Keppendur munu koma frá öllum Norðurlöndunum og má segja að þetta sé ein sterkasta matreiðslukeppni í heimi ef litið er á árangur þessara þjóða á stórmótum sem er stór áskorun fyrir keppendur. Það verður áhugaverð að fylgjast með keppninni og matarvefur mbl.is óskar keppendum Íslands góðs gengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert