Draumavikumatseðillinn hennar Katrínar Jakobs

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á heiðurinn af vikumatseðlinum þessa vikuna sem …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á heiðurinn af vikumatseðlinum þessa vikuna sem hana dreymir um að bjóða upp á. mbl.is/Arnþór Birkisson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni sem er hinn girni­leg­asti. Hún segir þó að þessi vikumatseðill muni ekki endilega raungerast hjá sér þar sem maðurinn sjái yfirleitt um eldamennskuna á virkum dögum og hún um helgar. Katrínu finnst gaman að búa til góðan mat þegar hún hefur tíma til og elskar fátt meira enn að vera í faðmi fjölskyldu og vina að borða góðan mat sem þeim líkar.

Á það til að misreikna bæði magn og tíma

„Ég er mjög spennt fyrir nýjungum í mat sem getur komið mér í koll þar sem ég gef mér aldrei tíma til að æfa mig fyrirfram. Þannig að matargestir hjá mér fá iðulega rétti sem ég hef aldrei gert áður. Stundum heppnast það, stundum heppnast það ekki en þá erum við nú heppin að búa rétt hjá ágætri pítsukeðju! Ég á það líka til að misreikna bæði magn og tíma, fyrsta matarboð sem ég hélt sjálf endaði sem sagt þannig að allur maturinn var búinn eftir korter og allir þá enn banhungraðir. Svo ekki sé minnst á fyrsta jólamatinn sem ég eldaði sjálf og var tilbúinn um níuleytið um kvöldið sem var svo sannarlega ekki planið,“ segir Katrín og hlær.

Maðurinn minn fær stundum martraðir

„Maðurinn minn fær stundum martraðir um þessar stundir þar sem hann leggur mikið upp úr því að vera góður gestgjafi – sem ég vil svo sannarlega vera líka en á það til að fá góðar skyndihugmyndir sem reynast svo alls ekki góðar! Mér finnst samt ótrúlega gaman þegar ég hef tíma að búa til góðan mat og elska þegar fjölskyldu og vinum finnst maturinn góður. Það er svo nærandi að borða saman og tala um daginn og veginn. En maðurinn minn hefur tekið hitann og þungann af eldamennsku á virkum dögum og ég tek frekar helgarnar. Þannig að þessi vikumatseðill er nú kannski ekki sérlega raunsær – en maður má láta sig dreyma,“ segir Katrín að lokum og sviptir hulunni af vikumatseðlinum sem hana dreymir um að vera með þessa vikuna.

Vikumatseðillinn hennar Katrínar 

Mánudagur – Plokkfiskur þessi gamli góði

„Er ekki klassískt að hafa plokkara á mánudagskvöldi?“

Gamli góði plokkfiskurinn klikkar ekki og er langbestur með rúgbrauði.
Gamli góði plokkfiskurinn klikkar ekki og er langbestur með rúgbrauði. mbl.is/Árni Sæberg

Þriðjudagur – Kjötsúpa með asískum kryddum

„Þessi kjötsúpa hljómar eins og hún sé búin til fyrir mig.“

Þessi kjötsúpa er girnileg og bragðast örugglega ómótstæðilega vel.
Þessi kjötsúpa er girnileg og bragðast örugglega ómótstæðilega vel. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Miðvikudagur – Gratíneraður fiskur í karrísósu

„Fiskur í allskonar sósum getur ekki klikkað svo þetta mundi ég galdra fram á miðvikudegi – karrí er í miklu uppáhaldi hjá mér.“

Ofnbakaður gratíneraður karrífiskur sem á eftir að hitta í mark.
Ofnbakaður gratíneraður karrífiskur sem á eftir að hitta í mark. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Fimmtudagur – Dýrari útgáfan af croque monsieur

„Ég er mikill aðdáandi croque monsieur svo ég mundi hafa þetta á fimmtudagskvöldinu fyrir drengina.“

Dýrari útgáfan af croque monsieur sem þið eigið eftir að …
Dýrari útgáfan af croque monsieur sem þið eigið eftir að elska. Ljósmynd/Sjöfn

Föstudagur – Heimagerð pítsa

„Við elskum pítsu á mínu heimili. Gaman er að segja frá því að fyrir einhver mistök pantaði ég 50 pítsudeig í skólasöfnun um daginn þegar ég ætlaði að panta fimm stykki þannig að við höfum haft pítsu töluvert oft upp á síðkastið. Þegar frystirinn er ekki fullur af tilbúnu pítsudeigi er venjan hins vegar að gera eigin botn.“

Heimabökuð pítsa slær ávallt í gegn á föstudagskvöldum.
Heimabökuð pítsa slær ávallt í gegn á föstudagskvöldum. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Laugardagur – Ofnbakaður sælkerafiskréttur

„Spennandi fiskréttir, við reynum að hafa fisk sem oftast á heimilinu.“

Hér er sælkerafiskréttur með sólþurrkuðum tómötum og mascarpone.
Hér er sælkerafiskréttur með sólþurrkuðum tómötum og mascarpone. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Sunnudagur - Grænmetislasanja

„Sunnudagur er eini dagurinn þar sem maður hefur mögulega tíma fyrir lasagna, er hrifin af bæði grænmetis- og kjötlasagna og hér er spennandi grænmetislasagna.“

Dýrðlegt grænmetislasanja.
Dýrðlegt grænmetislasanja. Ljósmynd/Hanna Thordarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert