Það er fátt betra en að fá nýbakaðar kræsingar með kaffinu, alveg sama hvaða dagur er. Þá má nefnilega alveg njóta. Brynja Dadda Sverrisdóttir ástríðubakari og handverkskona hefur mikið dálæti af hvers kyns matargerð, bakstri og ræktun grænmetis- og matjurta og eyðir ófáum stundum í eldhúsinu í sveitina þar sem hún býr. Hún leggur mikið upp úr því að bjóða upp á heimabakaðar kræsingar, bakaðar af ást og natni. „Sérstaklega hef ég unun af því af að vera eldhúsinu hér húsinu okkar Móbergi upp í fjallinu í Kjósinni,“ segir Brynja Dadda. Þar fæ ég innblástur fyrir baksturinn og nýt þess að töfra fram kræsingar fyrir fjölskylduna og gesti sem koma að heimsækja okkur. Móbergið er griðastaður þeirra hjóna þar sem þau bæði njóta sín í ræktun, matargerð, bakstri og sköpun. Brynja Dadda rekur meðal annars lítið fjölskyldufyrirtæki ásamt eiginmanni sínum Hafþóri, Bjarnasyni, smíðaverkstæðið Hnyðju, þar sem Hafþór sérhæfir sig í að smíða íslenskt handverk úr við.
Brynja Dadda deilir hér með lesendum uppskrift að hinum vinsælu Móbergs kaffibollum sem hafa heillað gesti hennar upp úr skónum undanfarið og undirrituð hefur verið svo heppin að fá að heimsækja Brynju Döddu í eldhúsið og njóta kræsinga hennar sem allar eru syndsamlega ljúffengar og þá svo sannarlega við þessa kaffibollur úr fjallinu. „Upplagt er að setja kökur í frost án súkkulaðibráðar. Þær eru fljótar að þiðna á borði á meðan súkkulaði er brætt. Reddar kaffitíma eða þegar óvæntir gestir ber að garði,“ segir Brynja Dadda og brosir.
Móbergs kaffibollur
Skreytt ofan á eftir bakstur
Aðferð: