Steinþór Helgi með besta kokteilinn á Food & Fun

Daníel, Steinþór Helgi, Siggi Hall, Haukur sem tók við verðlaunum …
Daníel, Steinþór Helgi, Siggi Hall, Haukur sem tók við verðlaunum fyrir hönd Láru, Helgi Bárðar og Ólafur Hall að keppni lokinni. Ljósmynd/Valgardur Gislason

Mat­ar­hátíðin Food & Fun var hald­in með stæl í síðustu viku og var það í 21. skipti sem þessi skemmti­lega hátíð er hald­in á veit­inga­stöðum víðs veg­ar um höfuðborg­ar­svæðið. Fólk var greini­lega til­búið í þessa mat­ar- og drykkjar­veislu því all­ir staðirn­ir sem tóku þátt í hátíðinni voru upp­bókaðir alla daga og virt­ust gest­ir al­mennt mjög ánægðir með það sem í boði var.

Steinþór Helgi frá Skreið leggur lokahönd á sigurkokteilana sína.
Steinþór Helgi frá Skreið legg­ur loka­hönd á sig­ur­kokteil­ana sína. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son

Hinn eft­ir­sótti Reyka Vod­ka kokteil­bik­ar

Sam­hliða mat­ar­hátíðinni var keppt um hinn eft­ir­sótta Reyka Vod­ka kokteil­bik­ar en marg­ir af þekkt­ustu barþjón­um lands­ins hafa unnið hann síðustu ár og því var mik­il eft­ir­vænt­ing í loft­inu hver stæði uppi sem sig­ur­veg­ari ár. Það var í hönd­um Barþjóna­klúbbs Íslands að sjá um utanum­hald á keppn­inni en þeir sem sátu í dóm­nefnd voru Valtýr Berg­mann frá Dineout sem ein­mitt var einn af styrkt­araðilum Food & Fun, Ingi Sig­urðsson en hann hef­ur unnið á The Avi­ary í Chicago og var með Pop-up á Tip­sy yfir Food & Fun, Eva Marín rekstr­ar­stjóri á Ein­stök Bar og Fann­ar Al­ex­and­er Ara­son eig­andi Klaka­vinnsl­unn­ar.

Lára frá La Primavera með sína kokteila.
Lára frá La Prima­vera með sína kokteila. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son

Steinþór Helgi frá Skreið fór með sig­ur að hólmi

Þrír kepp­end­ur komust áfram í úr­slit í aðal­keppn­ina sem hald­in var á Tip­sy á laug­ar­dag­inn síðastliðinn. Það voru Steinþór Helgi frá Skreið, Daní­el frá Sus­hi Social og Lára frá La Prima­vera og reynd­ist það dóm­nefnd ekki auðvelt að velja á milli þess­ara þriggja frá­bæru kokteila sem þríeykið fram­reiddi. Lokapartí kokteil­keppn­inn­ar var svo haldið á Sæta svín­inu og var sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar kunn­gerður þar með pomp og prakt fyr­ir fullu húsi. Sá sem bar sig­ur úr být­um var Steinþór Helgi frá Skreið og fékk hann hinn eft­ir­sótta Reyka Vod­ka kokteil­bik­ar ásamt ferð til heims­borg­ar­inn­ar Lund­úna þar sem hann mun fræðast um bar sen­una þar í borg und­ir leiðsögn Brand Ambassa­dors Reyka Vod­ka.

Keppendurnir þrír sem komust í lokaúrslitin: Steinþór Helgi frá Skreið, …
Kepp­end­urn­ir þrír sem komust í loka­úr­slit­in: Steinþór Helgi frá Skreið, Lára frá La Prima­vera og Daní­el frá Sus­hi Social. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son
Dómnefndina skipuðu þau Valtýr, Eva Marín, Fannar Alexander og Ingi.
Dóm­nefnd­ina skipuðu þau Valtýr, Eva Marín, Fann­ar Al­ex­and­er og Ingi. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son
Eva Marín og Helgi Bárðarsson.
Eva Marín og Helgi Bárðars­son. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son
Steinþór Helgi með hinn eftirsótta Reyka Vodka bikar.
Steinþór Helgi með hinn eft­ir­sótta Reyka Vod­ka bik­ar. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son
Dómnefnin að störfum.
Dóm­nefn­in að störf­um. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son
Bikarinn skartaði sínu fegursta á barnum.
Bik­ar­inn skartaði sínu feg­ursta á barn­um. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son
Sigurkokteillinn í kokteilkeppni Food & Fun.
Sig­ur­kokteill­inn í kokteil­keppni Food & Fun. Ljós­mynd/​Val­g­ar­d­ur Gisla­son
Kokteilarnir þrír sem þríeykið framreiddi.
Kokteil­arn­ir þrír sem þríeykið fram­reiddi. Ljós­mynd/​al­g­ar­d­ur Gisla­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert