Slógu upp Guðna Th. afmælisveislu með öllu tilheyrandi

Bekkjarstysturnar Rún Ingvarsdóttir, Alexandra Árný Andradóttir og Matthildur Mínerva Bjarkadóttir …
Bekkjarstysturnar Rún Ingvarsdóttir, Alexandra Árný Andradóttir og Matthildur Mínerva Bjarkadóttir með Guðna Th. grímurnar sem þær gerðu fyrir afmælisveisluna sína. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrjár ellefu ára gamlar bekkjarsystur í Selásskóla tóku sig til og héldu saman upp á afmælið sitt á dögunum. Þær eru svo sannarlega sniðugri enn flestir en þær buðu upp á eitt flottasta afmælisþema sem sést hefur, Guðna Th. afmælisþema. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var þemað í afmælisveislunni og vakti mikla gleði veislugesta enda dýrka afmælisstúlkurnar forsetann sinn og bera mikla virðingu fyrir honum.

Afmæliskakan var hin glæsilegasta og skartaði mynd af forsetahjónunum Guðn …
Afmæliskakan var hin glæsilegasta og skartaði mynd af forsetahjónunum Guðn Th, Jóhannessyni og Elizu Reid forsetafrú. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þetta eru þær Alexandra Árný Andradóttir, Rún Ingvarsdóttir og Matthildur Mínerva Bjarkadóttir. „Við höfum þekkst síðan við vorum í leikskólanum Heiðarborg. Okkur finnst gaman að hafa gaman og reynum að gera eins mikið af því og við getum því annars er svo leiðinlegt,“ segja þær allar saman í kór.

Guðna Th. grímurnar vöktu mikla gleðil afmælisgesta.
Guðna Th. grímurnar vöktu mikla gleðil afmælisgesta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Undirrituð tók þær tali og spurði þær um tilurð þess að þær ákváðu að hafa afmælisþema Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og fékk innsýn í afmælisveisluna glæsilegu. Þær fengu allar að njóta sín og segja sína upplifun.

Alexandra Árný skartar Guðna Th. grímunni og íslenska fánanum.
Alexandra Árný skartar Guðna Th. grímunni og íslenska fánanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann er svo góðhjartaður og góður maður

Alexandra Árný  verður 11 ára gömul 22. mars komandi og segir ekkert annað hafa komið til greina en að vera með fyrirmyndina þeirra sem þær halda mest upp á í forgrunni.

Segðu okkur aðeins frá afmælisþemanu í veislunni ykkar á dögunum?

„Það var Guðna Th. þema í afmælinu okkar og við vorum með svona Guðna Th. grímur sem við bjuggum til sjálfar og síðan var bara hugmyndin að allir ættu að hafa gaman og njóta sem var raunin.

Hvaðan kom hugmyndin að hafa þemað Guðna forseta Íslands?

„Þetta byrjaði allt í frímínútum þegar við vorum svona aðeins að hugsa um afmælið okkar og Matthildur stakk svo bara upp á því að hafa Guðna Th. þema og ég og Rún vorum mjög sáttar með það þannig það endaði bara svoleiðis,“ segir Alexandra Árný með bros á vör.

Hvað er það sem heillar ykkur við Guðna forseta?

„Hann er bara góður forseti og skemmtilegur og mjög góðhjartaður.“

Hvernig myndu þið lýsa skreytingum og kræsingunum sem þið buðuð upp á?

„Við ákváðum að hafa eitthvað svona skemmtilegt eins og Guðna Th. og það er náttúrulega alltaf gaman að hafa eitthvað fyndið og þess vegna vorum við með Guðna Th. köku.

Gerðu þið líka boðskort fyrir afmælisveisluna?

„Við gerðum boðskort.“

Buðuð þið Guðna í afmælið?

„Nei, ég held ekki en ég vona bara að næsti forseti verði eins góður og Guðni.“

Rún Ingvarsdóttir með Guðna Th. grímuna og íslenska fánann.
Rún Ingvarsdóttir með Guðna Th. grímuna og íslenska fánann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Höfum hitt hann á mörgum fótboltamótum

Rún varð 11 ára árinu tók undir með Alexöndru Árnýju að ekkert annað þema hafi komið til greina.

Segðu okkur aðeins frá afmælisþemanu í veislunni ykkar sem hélduð saman á dögunum?

„Það var Guðna Th. forseta afmæli.“

Hvaðan kom hugmyndin að hafa þemað Guðna forseta Íslands?

„Matthildur kom með hugmyndina úti í frímínútum því Guðni er að fara hætta og ég og Alexandra samþykktum hana og urðum mjög spenntar fyrir þessu. En við vorum einu sinni búnar að tala um þetta þema fyrir löngu þegar ég hitti Guðna einu sinni í veislu og fannst hann alveg geggjaður,“ segir Rún spennt og bætir við: „Við ákváðum að gera þetta af því hann er að hætta og okkur finnst hann svo skemmtilegur og góður.“

Þekki þið Guðna forseta?

„Nei, við þekkjum hann ekki en afi minn þekkir hann og við höfum líka hitt hann á mörgum fótboltamótum. Við höfum oft talað við hann.“

Hvað er það sem heillar þig við Guðna forseta?

„Hann er bara svo góðhjartaður og blíður og yndislegur við krakka.“

Hvernig myndir þú lýsa skreytingum og kræsingunum sem þið buðuð upp á?

„Það var allt svona íslenskt, íslenskir fánar og kökur og svona. Við vorum með svona Guðna Th. grímur og Guðna Th. köku og alls konar meðlæti.“

Gerðu þið líka boðskort fyrir afmælisveisluna?

„Já, við gerðum Guðna boðskort.“

Buðuð þið Guðna í afmælið?

„Nei, við buðum honum ekki en við hefðum vilja gera það en hann hefur bara svo margt annað að gera.“

„Ég vil segja að Guðni Th. var frábær forseti og ég vil endilega hafa hann lengur,“ segir Rún að lokum.

Matthildur Mínerva Bjarkadóttir heldur mikið upp á Guðna Th. og …
Matthildur Mínerva Bjarkadóttir heldur mikið upp á Guðna Th. og er hér með íslenska þjóðfánann og grímuna af Guðna Th. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svaf á venjulegri dýnu eins og hinir foreldrarnir

Matthildur Mínerva varð 11 ára árinu og eins og stöllur hennar hafa sagt var það hennar hugmynd að vera með Guðna Th. forseta þema í afmælisveislunni. Guðni hefur ávallt heillað Matthildi Mínervu upp úr skónum og hana þykir mjög vænt um hann sem forseta.

Segðu okkur aðeins frá afmælisþemanu í veislunni ykkar sem þið hélduð saman á dögunum?

„Það var Guðna forseta og Ísland þema.“

Hvaðan kom hugmyndin að hafa þemað Guðna forseta Íslands?

„Við sáum bara einu sinni Guðna forseta og eitthvað og Rún sagði þá bara: ,,Við verðum einhvern tímann að halda Guðna forseta afmæli.“ Ég var sammála því og svo líka út af því að Guðni er að hætta og þá var þetta alveg tilvalið núna. Þetta kom líka út af því Rún fékk mynd af sér með Guðna þegar afi hennar var að gera einhverja bók eða eitthvað og þá vorum við alveg bara eigum við ekki að halda Guðna forseta afmæli og eitthvað svona. Svo höfum við hitt hann á mörgum fótboltamótum og hann vill alltaf taka mynd með okkur.“

Hvað er það sem heillar þig við Guðna forseta?

„Guðni forseti er svo flottur út af því að hann er góður forseti. Hann er bara svona venjulegur maður sem fer bara í sund þegar hann langar að fara synda og einhvern veginn þannig. Hann gisti einu sinni í sama skóla og við á Sauðárkróki á fótboltamóti þá var hann ekki að sofa í rúmi heldur bara á venjulegri dýnu eins og hinir foreldrarnir.“

Buðuð þið Guðna í afmælið?

„Okkur langaði það rosa mikið og vorum svona að pæla í því. Við ætluðum bara að fara á ja.is og finna hann en við vitum að hann hefur nóg að gera. Okkur langaði líka að bjóða öllum á Alþingi en við fundum ekkert alþingisfólk þegar við fórum með skólanum þangað í vettvangsferð um daginn, það hafa bara allir verið að vinna greinilega. Annars hefðum við boðið þeim.“

Hver er uppáhaldsalþingismaðurinn þinn?

„Æ, hvað heitir hún aftur ekki forsetinn heldur hitt. Já, Katrín Jakobsdóttir, mér finnst hún flottust því hún einhvern veginn segir alltaf sannleikann,“ segir Matthildur Mínerva og brosir sínu blíðasta.

Íslenski fáni var alls staðar í forgrunni líka á ávaxtabakkanum.
Íslenski fáni var alls staðar í forgrunni líka á ávaxtabakkanum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sætir bitar með íslenska fánanum bragðast ávallt betur.
Sætir bitar með íslenska fánanum bragðast ávallt betur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Afmælisþemað var tekið alla leið og gaman að sjá hvað …
Afmælisþemað var tekið alla leið og gaman að sjá hvað bekkjarsysturnar halda upp á íslenska þjóðhöfðingjann og heiðra fánann. mbl.is/Kristinn Magnússon
Afmælisgestirnir skemmtu sér konunglega í Guðna Th. afmælisveislunni og gríman …
Afmælisgestirnir skemmtu sér konunglega í Guðna Th. afmælisveislunni og gríman var óspart notuð. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þjóðlegt og skemmtilegt afmælisborð.
Þjóðlegt og skemmtilegt afmælisborð. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka