Ætlar á verðlaunapallinn

Jakob Bergmann Viðarsson landsliðskokkur keppur um titilinn Nordic junior Chef …
Jakob Bergmann Viðarsson landsliðskokkur keppur um titilinn Nordic junior Chef eða ung­kokk­ur Norður­landa á Norðurlandamótinu í matreiðslu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Eins og fram hef­ur komið verður Norður­landa­mótið í mat­reiðslu haldið í Herrning í Dan­mörku 18. og 19. mars næst­kom­andi og þar munu frá­bær­ir full­trú­ar ís­lenskr­ar mat­ar­gerðar keppa um nokkr­ar verðuga titla. Íslend­ing­ar hafa náð framúrsk­ar­andi ár­angri á Norður­landa­mót­inu og ætla sér stóra hluti í ár. 

Jafet Bergmann Viðarsson landsliðskokkur er einn þeirra sem tekur þátt og er fjórði keppandi sem kynntur er til leiks á matarvefnum. Hann mun keppa um titilinn Nordic junior Chef eða ung­kokk­ur Norður­landa en Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son landsliðskokk­ur vann þann titil í fyrra með glæsi­brag. Jafet er einungis 21 ára gamall og er þegar komin með mikla reynslu þegar kemur að matreiðslu.

Byrjaði 14 ára gamall  sem uppvaskari

„Ég fékk mína allra fyrstu vinnu sem uppvaskari á Laugarási þegar ég var 14 ára gamall. Þegar ég fór að vinna í eldhúsinu þar kviknaði fyrst ástríðan mín fyrir matreiðslu. Ég útskrifaðist úr matreiðsludeildinni í MK árið 2022. Síðan þá vann ég á veitingastaðnum Alchemist í Kaupmannahöfn og lærði þar helling og er núna að einbeita mér að matargerð í lúxus sumarbústöðum og einkasamkvæmum,“ segir Jafet.

Hvernig er líðan þín eftir framúrskarandi árangur á Ólympíuleikunum í matreiðslu í ár, þar sem þið lönduðu tveimur gullverðlaunum og bronsinu í heildarútkomu?

„Ég held að ég tali fyrir okkur öll þegar ég segi að við séum öll í skýjunum með árangurinn hjá kokkalandsliðinu þetta árið og ég er mjög spenntur að taka þátt í næsta stórmóti með liðinu sem verður heimsmeistarakeppnin í matreiðslu.“

Hefur þú tekið þátt í mörgum öðrum matreiðslukeppnum?

„Ég reyndi alltaf að taka þátt í öllum þeim nemakeppnum sem ég gat á meðan ég var í skólanum. En minn keppnisferill er bara rétt að byrja því ég stefni á að vera virkur í keppnismatreiðslu.“

Vel undirbúinn eftir þátttökuna á Ólympíuleikunum

Hver er munur á þessari keppni og Ólympíuleikunum?

„Á Ólympíuleikunum var mikil áhersla á það að vinna sem lið og að liði nái að vinna vel og vinni skipulega saman. Ólympíuleikarnir voru mun stærri keppni og fleiri lið, en í komandi keppni er ég að keppa sem einstaklingur en auðvitað stöndum við íslensku keppendurnir saman,“ segir Jafet og bætir við að hann sér reynslunni ríkari eftir þátttökuna á Ólympíuleikunum. „Verkefnin sem ég fæ í Danmörku verða svipuð þeim sem við fengum á Ólympíuleikunum. Það sem hefur hjálpað mér hvað mest núna er ég hef lært svo vel hvernig er best að æfa sig fyrir keppni og undirbúningurinn hefur því gengið mjög vel.“

Hvaða hæfileika þarf Ungkokkur Norðurlandanna að hafa til brunns að bera?

„Klárlega að vera vel skipulagður og kunna rétt vinnubrögð og matreiðsluaðferðir, þar sem í keppni eins og þessari hefur maður takmarkaðan tíma og ekki neinn tími fyrir mistök.“

Hefur þú sett þér markmið fyrir keppnina?

 „Já, ég stefni á það að lenda á verðlaunapalli.“

Aðspurður segir Jafet undirbúning búinn að vera langan. „Hann hófst fyrir Ólympíuleikana og tímaæfingar hófust strax eftir að við lentum heima eftir leikana. Kokkalandsliðið hefur verið að mæta á tímaæfingar til að aðstoða mig og hjálpa mér að bæta réttina,“ segir Jafet og bætir við að að það skipti miklu máli að fá þennan stuðning og hjálp við undirbúninginn.

Hvað er það sem skiptir máli að hafa á hreinu til að ná árangri í keppni sem þessari?

„Í eiginlega öllu matreiðslukeppnum sem og þessari er það bragðið, númer eitt, tvö og þrjú.“

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í matreiðslunni?

„Ég sé fyrir mér að halda áfram í kokkalandsliðinu og að vera með minn eigin rekstur sem einkakokkur,“ segir Jafet að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert