Hér erum við komin með hinn fullkomna mánudagsrétt, einstakar laxafléttur í sinneps- og hunangssósu bakaðar í bökunarpappírsbátum. Eldunaraðferðin er alveg einstök og síðan er laxinn svo hollur og góður. Þið eigið eftir að kolfalla fyrir þessum laxafléttum. Uppskriftin kemur úr smiðju Instagram-síðu Mediterranean diet plan en þar birtast margar uppskriftir að girnilegum og hollum réttum sem gaman er að prófa.
Laxafléttur í sinneps- og hunangssósu
Fyrir 2-3
- 2 stk. fersk laxaflök (400-500 g)
- 1/4 bolli ólífuolía
- 2 msk. hunang
- 1 msk. sinnep
- 3-4 stk. pressuð hvítlauksrif
- ½ bolli söxuð steinselja og kóríander
- Salt, svartur pipar eftir smekk
- 1-2 stk. sítrónur skornar í þunnar sneiddar
- Valhnetur eftir smekk ef vill
- Fersk steinselja, smátt söxuð, eftir smekk
Aðferð:
- Blandið saman í skál ólífuolíu, hunangi, sinnepi, hvítlauksrifunum, steinselju, salt, pipar og kóríander.
- Hitið ofninn í 180°C hita.
- Skerið laxaflökin í um það bil 4-5 cm bita.
- Skerið hvern laxabita í 3 „ræmur“
- Búðið til fallega fléttu úr ræmunum, sjá Instagram-myndbandið hér fyrir neðan.
- Setjið 2 sítrónusneiðar í miðjuna á bökunarpappírnum og toppið þær með fléttunni.
- Hellið maríneringunni yfir laxinn og dreifið henni vel yfir allan laxinn með pensli.
- Brjótið hvora hlið bökunarpappírsins að laxinum og bindið báða endana með línþræði.
- Endurtakið fyrir hverja „fléttu“ og bökunarpappírsbát.
- Setjið bökunarpappírinn með laxinum í, á ofnskúffuna og bakið í um það bil 15-20 mínútur.
- Eftir bakstur stráið söxuðum valhnetum og saxaðri steinselju yfir (valfrjálst).
- Berið fram með til dæmis með bakaðri sætri kartöflu og fersku salat eftir smekk.