Heimsendingarþjónusta Wolt mun frá og með deginum í dag hefja göngu sína á Akureyri.
Yfir 30 sendlar hafið samið við Wolt og munu þeir sjá um heimsendingar frá rúmlega 20 veitingastöðum og verslunum á Akureyri.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Wolt.
Fram kemur í tilkynningunni að nær allir veitingastaðir bæjarins hafi skráð sig. Núna býður Wolt upp á þjónustu sína í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Hveragerði og Akureyri.
Á heimsvísu er Wolt til staðar í 27 löndum í Evrópu og Asíu. Síðan árið 2022 hefur fyrirtækið verið hluti af DoorDash í Kaliforníu.