Bakað lambalæri með bernaise og grænmeti á einfalda mátann

Páskalamb með bökuðu grænmeti og bernaise-sósu á einfalda mátann.
Páskalamb með bökuðu grænmeti og bernaise-sósu á einfalda mátann. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér er á ferðinni páskalamb sem allir geta útbúið eins og Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar elskar að gera. „Ekkert vesen og mjög einföld eldamennska, hentar byrjendum sem lengra komnum sem vilja ekki eyða allt of löngum tíma í eldhúsinu. Það er alltaf klassískt að bjóða upp á lambalæri, hvort sem það er í sunnudagsmatnum eða um páskana,“ segir Berglind og mælir með að þeir sem vilja einfalda hlutina fari þessa leið.

Bernaise-sósan er sú einfaldasta í heimi, en þessa ráða allir …
Bernaise-sósan er sú einfaldasta í heimi, en þessa ráða allir við. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Lambalæri í ofni með bernaise og grænmeti

Fyrir 5-7

Lambalæri í ofni

  • Lambalæri (um 2,5-3 kg)
  • Bezt á lambið krydd
  • 3 msk. smjör
  • Ólífuolía
  • Hitið ofninn í 170°C.

Aðferð:

  1. Þerrið lambið, berið síðan á það vel af ólífuolíu og kryddið með Bezt á lambið vel allan hringinn.
  2. Setjið í stóran steikarpott með loki og eldið í um tvær klukkustundir (fínt að miða við 45-60 mínútur á kílóið eftir því hvernig þið viljið hafa það eldað).
  3. Undirbúið grænmetið á meðan og setjið inn í ofninn þegar lærið hefur verið í honum í um klukkustund.
  4. Eftir tvær klukkustundir má hækka hitann í 220°C, taka lokið af og elda lærið (og grænmetið) áfram í um 15 mínútur.
  5. Leyfið lærinu síðan að hvíla í aðrar 15 mínútur áður en þið skerið í það.

Bakað grænmeti

  • 800 g kartöflur
  • 1 stór sæt kartafla
  • 300 g gulrætur
  • 1-2 rauðlaukar
  • 250 g sveppir
  • 3-4 hvítlaukar (heilir)
  • Ólífuolía
  • Bezt á flest hvítlauksblanda
  • Gróft salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið allt grænmeti niður í bita og blandið saman á ofnskúffu.
  2. Setjið vel af ólífuolíu yfir og kryddið eftir smekk, bæði með Bezt hvítlauksblöndu, salti og pipar.
  3. Setjið inn í ofninn með lærinu þegar það hefur verið í honum í um klukkustund og eldið með það sem eftir er af tímanum.
  4. Útbúið sósuna á meðan.

Bernaise sósa

  • 2 pk TORO bernaise-sósa
  • 200 g smjör
  • 350 ml nýmjólk
  • 150 ml vatn
  • 2 tsk. estragon-krydd
  • ½ tsk. cheyenne-pipar
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og hrærið sósuduftinu saman við.
  2. Bætið mjólk og vatni í pottinn og pískið vel saman, hitið að suðu og lækkið hitann þá alveg niður og leyfið að malla á meðan maturinn er í ofninum.
  3. Kryddið með estragoni, cheyenne-pipar, salti og pipar eftir smekk.
  4. Berið síðan lambalærið fram með bakaða grænmetinu, sósunni og njótið við huggulegheit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert