Bakað lambalæri með bernaise og grænmeti á einfalda mátann

Páskalamb með bökuðu grænmeti og bernaise-sósu á einfalda mátann.
Páskalamb með bökuðu grænmeti og bernaise-sósu á einfalda mátann. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér er á ferðinni páskalamb sem all­ir geta út­búið eins og Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar elsk­ar að gera. „Ekk­ert vesen og mjög ein­föld elda­mennska, hent­ar byrj­end­um sem lengra komn­um sem vilja ekki eyða allt of löng­um tíma í eld­hús­inu. Það er alltaf klass­ískt að bjóða upp á lamba­læri, hvort sem það er í sunnu­dags­matn­um eða um pásk­ana,“ seg­ir Berg­lind og mæl­ir með að þeir sem vilja ein­falda hlut­ina fari þessa leið.

Bernaise-sósan er sú einfaldasta í heimi, en þessa ráða allir …
Bernaise-sós­an er sú ein­fald­asta í heimi, en þessa ráða all­ir við. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Bakað lambalæri með bernaise og grænmeti á einfalda mátann

Vista Prenta

Lamba­læri í ofni með bernaise og græn­meti

Fyr­ir 5-7

Lamba­læri í ofni

  • Lamba­læri (um 2,5-3 kg)
  • Bezt á lambið krydd
  • 3 msk. smjör
  • Ólífu­olía
  • Hitið ofn­inn í 170°C.

Aðferð:

  1. Þerrið lambið, berið síðan á það vel af ólífu­olíu og kryddið með Bezt á lambið vel all­an hring­inn.
  2. Setjið í stór­an steikarpott með loki og eldið í um tvær klukku­stund­ir (fínt að miða við 45-60 mín­út­ur á kílóið eft­ir því hvernig þið viljið hafa það eldað).
  3. Und­ir­búið græn­metið á meðan og setjið inn í ofn­inn þegar lærið hef­ur verið í hon­um í um klukku­stund.
  4. Eft­ir tvær klukku­stund­ir má hækka hit­ann í 220°C, taka lokið af og elda lærið (og græn­metið) áfram í um 15 mín­út­ur.
  5. Leyfið lær­inu síðan að hvíla í aðrar 15 mín­út­ur áður en þið skerið í það.

Bakað græn­meti

  • 800 g kart­öfl­ur
  • 1 stór sæt kart­afla
  • 300 g gul­ræt­ur
  • 1-2 rauðlauk­ar
  • 250 g svepp­ir
  • 3-4 hvít­lauk­ar (heil­ir)
  • Ólífu­olía
  • Bezt á flest hvít­lauks­blanda
  • Gróft salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið allt græn­meti niður í bita og blandið sam­an á ofnskúffu.
  2. Setjið vel af ólífu­olíu yfir og kryddið eft­ir smekk, bæði með Bezt hvít­lauks­blöndu, salti og pip­ar.
  3. Setjið inn í ofn­inn með lær­inu þegar það hef­ur verið í hon­um í um klukku­stund og eldið með það sem eft­ir er af tím­an­um.
  4. Útbúið sós­una á meðan.

Bernaise sósa

  • 2 pk TORO bernaise-sósa
  • 200 g smjör
  • 350 ml nýmjólk
  • 150 ml vatn
  • 2 tsk. estragon-krydd
  • ½ tsk. cheyenne-pip­ar
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og hrærið sósu­duft­inu sam­an við.
  2. Bætið mjólk og vatni í pott­inn og pískið vel sam­an, hitið að suðu og lækkið hit­ann þá al­veg niður og leyfið að malla á meðan mat­ur­inn er í ofn­in­um.
  3. Kryddið með estragoni, cheyenne-pip­ar, salti og pip­ar eft­ir smekk.
  4. Berið síðan lamba­lærið fram með bakaða græn­met­inu, sós­unni og njótið við huggu­leg­heit.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert