Hrifnastur að elda mat upp úr gömlum uppskriftum

Joost Van Bemmel matgæðingur elskar að matreiða og er hrifnastur …
Joost Van Bemmel matgæðingur elskar að matreiða og er hrifnastur að elda upp úr gömlu uppskriftum. Innblásturinn fær hann gjarnan á ferðalögum. mbl.is/Árni Sæberg

Hlyn­ur Freyr Ómars­son matgæðingur sem deildi einum af sínum upp­á­halds­réttum, heima­löguðu lasanja á dögunum, skoraði á vin sinn Joost Van Bemmel að taka við keflinu af sér og gera hið sama.

Joost matreiðslumaður hefur búið á Íslandi í liðlega 20 ár. Hann er frá Hollandi, er giftur og á tvær dætur. Hann er mjög áhugasamur um matargerð og elskar að matreiða fyrir sig og sína sem og matargesti. En Joots á veitingastaðinn Komos Kitchen í Öndverðarnesi ásamt því að vera sölumaður hjá Stórkaup. Joost deilir hér með lesendum matarvefsins uppskrift að sínum uppáhaldsrétti sem er upplagt að bjóða upp á í næsta matarboði.

Joost nostrar við matargerðina.
Joost nostrar við matargerðina. mbl.is/Árni Sæberg

Kom í heimsókn til Íslands og hefur ekki snúið til baka

Áhugi Joost á matreiðslu kom snemma fram og má segja með sönnu að hann hafi fundið sína hillu fljótt. „Eftir grunnskóla fór ég beint í matreiðslunám í Hollandi og vann meðfram náminu á mismunandi veitingastöðum. Eftir að ég útskrifaðist fór ég í hollenska flugherinn og starfaði þar sem kokkur. Að loknu því ævintýri fór ég að vinna með góðum vini mínum í veisluþjónustu í Hollandi. Örlögin tóku síðan til sinna ráða, en áður en ég fluttist búferlum til Íslands hitta ég unga íslenska stelpu sem var í námi í Eindhoven, sem er reyndar konan mín í dag, en þegar við kynntust í Hollandi kom ég með þá hugmynd að kíkja í heimsókn til Íslands. Þessi heimsókn til Íslands stendur enn yfir, ég er hér ennþá segir Joost kíminn. Ég elska að veiða hér á Íslandi, fylgjast með fótbolta, þá sérstaklega að horfa á dóttur mína spila fótbolta. Hér líður mér vel og ég hef ekki snúið aftur til baka,“ segir Joost og brosir breitt.

Aðspurður segir Joost njóta þess að matreiða og hann á sér fyrirmyndir í faginu. „Anthony Bourdain og Eric Ripert eru mínir uppáhaldskokkar. Bækurnar þeirra og sjónvarpsþættir eru hreint frábærir og það er gaman að fylgjast með þeim. Einnig hef ég gaman að því að fylgjast með Guy Fieri,“ segir Joost.

Hrifnastur að elda mat upp úr gömlum uppskriftum

Hvað finnst þér skemmtilegasta að elda?

„Ég hrifnastur af því að elda mat upp úr gömlu uppskriftum. Sérstaklega hef ég gaman að því að elda mat frá  Indónesíu , rétti eins og Nasi gorengBamiRendang, laga alvöru satay sósu, egg rollssambals pickles svo fátt sé nefnt. Allt saman kallar þetta á hollenska Rijsttafel eða Rice table, sem er upprunnið frá frá Indónesíu og aðlagað af Hollendingum.  

Hvaðan færðu innblásturinn í matargerðina?

„Innblásturinn fæ ég helst á ferðalögum, þegar ég er að ferðast um heiminn.“

Hvað tæki og tól finnst þér nauðsynlegt að eiga í eldhúsinu þegar kemur að því að matreiða?

„Góður hnífur, góða skapið, gott rauðvín og góður félagsskapur er það sem mér finnst vera ómissandi að hafa til staðar í eldhúsinu þegar það kemur að því að matreiða.“

Eins og Joost nefndi þá fær hann gjarnan innblástur í matargerðina á ferðalögum og ekki síst í gömlum uppskriftabókum. Deilir hann hér með lesendum rétti sem á upprunna sinn að rekja til Indónesíu og ber heitið „The King of curry´s“ eða „Kjúklingur Rendang Ayam“. Aðspurður segir Joost hafa farið á nokkur námskeið hjá ömmu góðs vinar síns sem á rætur að rekja til Indónesíu og þar hafi hann lært að gera þennan tiltekna rétt.

Joost er mjög hrifinn af matargerðinni í Indónesíu og rétturinn …
Joost er mjög hrifinn af matargerðinni í Indónesíu og rétturinn sem hann býður lesendum upp á er þaðan. mbl.is/Árni Sæberg

Kjúklingur Rendgang frá Indónesíu

„Kjúklingur Rendang, eða Rendang Ayam er lip-smoking indónesískt þurrt karrí sem er hlaðið meyrum kjúkling sem er látinn krauma í kryddmauki og kókosmjólk þar til nánast engin sósa er eftir. Á þessum tímapunkti þegar sósan sem eftir er, er í raun orðin að karamellu utan um kjúklinginn sem er borin fram með ristuðum kókos til að búa til ofurbragð á skinninu utan um hvern kjúklingabita.“

Kjúklingur Rendang eða Rendang Ayam sem þið eigið eftir að …
Kjúklingur Rendang eða Rendang Ayam sem þið eigið eftir að elska. mbl.is/Árni Sæberg

Hvern viltu skora á til að taka við keflinu af þér til að svipta hulunni af uppskriftinni að sínum uppáhaldsrétti?

„Mig langar að skora á góða vin minn sem elskar að elda, hann Dieudonné Gerritsen, köllum hann ávallt AKA DON,“ segir Joost að lokum og lætur þessi fallegu spakmæli á ensku um mat fylgja með.

Kjúklingur Rendang

Kryddmauk ( Boemboe)

  • 100 g skalotlaukar (skrældir og saxaðir)
  • 30 g galangal má sleppa (1 ½ cm  st. )
  • 30 g sítrónugras (2  þunnar sneiðar)
  • 20 g engifer (afhýdd)
  • 3 msk. þurrkaðar chiliflögur
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. malað túrmerik

Aðferð:

  1. Setjið skalotlauk, galangal, sítrónugrasið, engiferið, chiliflögurnar, saltið og túrmerik í litla matvinnsluvél eða blandara og maukið saman, bætið við lágmarks vatni eftir þörfum til að hræra maukinu.

Rendang

  • ¼ bolli jurtaolía
  • 25 g hvítlaukur (4 stór)
  • 925 g beinlaus kjúklingalæri með skinni (bitar)
  • 1 bolli kókosmjólk
  • 20 g pálmasykur eða sykur (2 msk.)
  • 5 kaffi límónulauf
  • 50 g rifin kókos ( ristað á pönnu)

Aðferð:

  1. Hitið olíuna á  pönnu yfir miðlungshita og bætið kjúklingnum út í.
  2. Bætið svo hvítlauknum við og brúnið kjúklinginn og setjið síðan yfir í skál.
  3. Bætið kryddmaukinu á pönnuna sem þið notuðu til að brúna kjúklinginn.
  4. Steikið kryddmaukið (boemboe) þar til að deigið er orðið mjög þykkt, karamelliserað og ilmandi.
  5. Hrærið stöðugt til að tryggja jafna karamellu og koma í veg fyrir að deigið brenni á pönnunni.
  6. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og bætið við bæði kókosmjólkinni og kókossykrinum.
  7. Lækkið hitann og eldið kjúklinginn þar til hann verður mjúkur, eða í um það bil 30 mínútur. Hrærið í Rendang reglulega, sérstaklega undir lokin þar sem það getur brunnið.
  8. Ef ykkur finnst á þessum tímapunkti vera of mikil olía, getið þið notað skeið til að taka af.
  9. Ef lítið er eftir af sósunni, bætið þá við ristuðum kókos og kaffi límónublöðum og lækkið hitann.
  10. Hrærið í Rendang  þar til sósan hefur breyst í  karamellu, utan um kjúklinginn, í um það bil 10 mínútur í viðbót.
  11. Gott að bera Rendang fram með hrísgrjónum, strengjabaunum, steiktum lauk, sambal oelek, hvítlauk og kókosmjólk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert