Ofnbökuð langa í Balí-sósu

Ofnbökuð langa í Balí-sósu sem bráðnar í munni og allir …
Ofnbökuð langa í Balí-sósu sem bráðnar í munni og allir ráða við að gera. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Hér er á ferðinni ljúffengur fiskréttur, ofnbökuð langa í Balísósu sem bráðnar í munni og er ótrúlega auðvelt að gera. Ingunn Mjöll Sigurðardóttir sem heldur úti uppskriftasíðunni Íslandsmjöll elskar fátt meira en að prufa nýja rétti og er iðin að stytta sér leið í eldamennskunni. Í þessu fiskrétti lagði hún upp með að vera með „Tikka Masala“-sósuna frá Toro en breytti síðan snögglega í Balísósuna þar sem hún taldi hana eiga betur við í þetta sinn. Vel er hægt að mæla með þessum rétti í upphafi vikunnar áður en súkkulaði- og sælkerahátíðin hefst með trukki.

Ofnbökuð langa í Balí-sósu

  • 500-600 g langa
  • 1 pk. Balí-sósa frá Toro eða Tikka Masala
  • 1 p kókosrjómi
  • ½ rauð paprika, sneidd
  • 10 tómatar litlir
  • 2 stk. skalotlaukur, niðurskorinn
  • Mozzarellaostur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Hitið sósuna upp í potti samkvæmt leiðbeiningum. Ingunn notaði kókosrjóma.
  3. Raðið fiskinum jafnt í eldfast mót ásamt paprikunni, tómötunum og lauknum.
  4. Hellið svo Balísósunni yfir.
  5. Stráið síðan mozzarellaostinum jafnt yfir og setjið inn í 180°C heitan ofn í um það bil 20-25 mínútur.
  6. Skreytið síðan réttinn þegar hann er tilbúinn með ferskum sprettum, t.d vatnakarfa frá Lambhaga.
  7. Berið fram með hýðishrísgrjónum og fersku salati eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert