Svana skreytir með eilífðarblómum og páskaföndri eftir börnin

Svana Lovísa Kristjánsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma og ef …
Svana Lovísa Kristjánsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma og ef þig vantar innblástur fyrir páskaborðið er innlit til Svönu góð hugmynd. mbl.is/Eyþór Árnason

Ef þig vantar inn­blást­ur að því hvernig megi skreyta heimilið fyrir páskana og dekka matarborðið fyrir páskamáltíðina þá er innlit til Svönu Lovísu Kristjánsdóttur góð hugmynd. Svana er fagurkeri fram í fingurgóma og sniðugri en flestir þegar kemur að því að skreyta og leggja fallega á borð fyrir hátíðleg tilefni eins og páskana.

Svana er menntuð sem upplifunar og vöruhönnuður og starfa við efnisgerð m.a. fyrir samfélagsmiðla og bloggið sitt Svart á hvítu sem hún byrjaði með fyrir 15 árum síðan þar og á Instagram sýni hún frá ýmsu tengdu heimilum og hönnun í bland við persónulegt efni. Svana starfa einnig sem viðburðarhönnuður og fjölmiðla/samfélagsmiðlastjóri fyrir Epal. Þegar verk hennar eru skoðuð er enginn vafi á því að hún kann sitt fag og ástríðan fyrir því sem hún er að gera rennur í blóðinu.

Blóm svo mikill vorboði                                             

Þegar Svana er beðin um að lýsa páskaþemanu sínu á ár stendur á ekki svörum.  Ég á ótrúlega mikið magn af fallegum eilífðarblómum sem ég hef nýlega verið að nota í alls kyns blómaskreytingar sem ég útbý fyrir viðburði og veislur fyrir bæði fólk og fyrirtæki. Núna akkúrat var ég með svo mörg af blómunum mínum heima og það vill einnig til að ég er að bíða eftir nýju ljósi yfir borðstofuborðið svo mér fannst tilvalið að útbúa smá blómabombu yfir borðið, heimilisfólkinu til mikillar gleði. Þið sjáið þó aðeins lítið brot af blómasafninu mínu hér á myndunum,“ segir Svana.

Svana skreytir ávallt mikið með blómum um páskana þar sem …
Svana skreytir ávallt mikið með blómum um páskana þar sem páskar eru í hennar huga svo mikill vorboði. Takið eftir hve fallegt blómahafið er sem umlykur borðstofuborðið og rómantíkin svífur í loftinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Svana segir að ástríða hennar fyrir að stílsera og hafa fallegt kringum sig hafi ávallt verið til staðar. „Ég elska að breyta til og punta hvern krók og kima á heimilinu. Þetta er eitthvað sem hefur alltaf fylgt mér að hafa gaman af öllu sem mætti flokka sem dúllerí og það að gera eitthvað fallegra gefur mér ótrúlega mikla gleði og hugarró. Hugurinn minn er alltaf á fleygiferð og ég fæ stanslaust nýjar hugmyndir sem mig langar til að koma í framkvæmd, þó ég hafi ekki nógu margar klukkustundir í sólarhringnum til að það gæti orðið að veruleika,“ segir Svana dreymin á svip. 

Heilagt að draga fram páskaföndur eftir börnin mín

Aðspurð segir Svana að hún haldi í ákveðnar hefðir þegar kemur að því að skreyta fyrir páskana. „Það er alveg heilagt á páskunum að draga fram páskaföndur eftir börnin mín sem enn bætist í, gulir málaðir steinar með fjöðrum og annað krúttlegt sem ég elska. Ég er yfirleitt alltaf með greinar í vasa sem ég hengi á máluð egg en í ár vildi ég breyta til svo ég útbjó smá blómabeð, eins konar hreiður í stóra skál frá Ferm Living sem og lagði nokkur egg sem mér finnst skemmtilegt að hafa til skrauts.“

Skálin á miðju borðinu er frá Fountain frá Ferm Living …
Skálin á miðju borðinu er frá Fountain frá Ferm Living sem Svana keypti í Epal. Ofan í hreiðra um sig páskaegg frá Royal Copenhagen sem Svana er að safna og sem hún batt litlar slaufur á sem kemur fallega út. mbl.is/Eyþór Árnason

Hver er heitasti páskaliturinn í ár að þínu mati?

„Ætli gulur og hvítur séu ekki oftast grunnurinn en ég er svo litaglöð að bleikur og fjólublár eru alveg ómissandi að hafa með fyrir meiri vorfíling.

Hvort ertu hrifnari af kanínum eða páskaungum sem páskaskrauti?

Bæði er betra - og meira er líka betra þegar kemur að skrauti finnst mér.“

Vinnur þú mikið með lifandi blóm þegar þú skreytir?

„Já, ég algjörlega elska að skreyta með blómum, en ég tók þó ákvörðun nýlega að notast frekar við vönduð eilífðarblóm og get þá notað hverja blómaskreytingu aftur og aftur. Það er bæði mikið ódýrari valkostur og líka umhverfisvænni, mér fannst eitthvað skrítið við tilhugsunina að flytja inn svona mikið af lifandi blómum til að skreyta fyrir eina veislu og svo lifðu blómin bara í örfáa daga. Blóm gera allt fallegra og þar sem ég heillast svo mikið af óhefðbundnum og dálítið villtum blómaskreytingum sem ég tæmdi oft veskið mitt við að útbúa þá finnst mér svo gaman að geta núna boðið upp á þannig skreytingar sem hægt er að endurnota aftur og aftur. En ég tek þó sérstaklega fram að ég versla enn mikið ad íslenskum ræktuðu blómum og mun seint hætta því,“ segir Svana sem alla jafna er með blóm í vasa og og hrífst um leið og hún finnur blómaangan. 

Royal Copenhagen desertdiskana fann á Svana flóamarkaði í Danmörku og …
Royal Copenhagen desertdiskana fann á Svana flóamarkaði í Danmörku og þeir njóta sín vel á páskaborðinu ásamt skeljunum með litríku eftirréttabitunum frá Gulla Arnari. mbl.is/Eyþór Árnason

Elska litlu litríku eftirréttina hans Gulla Arnars

Svönu finnst líka skipta máli að vera með fallegar veitingar sem fanga augað. Þegar von er á gestum með stuttum fyrirvara lumar Svana á góðum ráðum en hún þurfti til að mynda að græja veitingar með stuttum fyrirvara fyrir þessa myndatöku og dó þá ekki ráðalaus. „Mitt besta ráð er að átt þú von á gestum en hefur ekki tíma til að græja veitingar þá er það mín lífsbjörg að kaupa tilbúið en bera það skemmtilega fram með þínu tvisti, ég kom í morgun við hjá Gulla Arnari bakara sem er sælkera handverksbakari hér í Hafnarfirðinum í Flatahrauni. Ég elska litlu litríku eftirréttina hans sem gera borðhaldið extra djúsí og hvað þá ef þú berð þá fram í skeljum, en ég mæli með að prófa bæði,“ segir Svana að lokum og býður ljósmyndaranum upp á litríkar kræsingar að lokinni myndatöku.

Frumlega og falleg hugmynd að bera litlu eftirréttabitana frá Gulla …
Frumlega og falleg hugmynd að bera litlu eftirréttabitana frá Gulla Arnari á þessum skeljum. Gerir mikið fyrir borðhaldið. mbl.is/Eyþór Árnason
Bleiki kökudiskurinn á fætinum er í miklu uppáhaldi hjá Svönu …
Bleiki kökudiskurinn á fætinum er í miklu uppáhaldi hjá Svönu og er eftir keramíksnillinginn Bjarna Sigurðsson. Í honum bar Svana fram Petit Fours og makkarónur frá Gulla Arnari. mbl.is/Eyþór Árnason
Bleiki liturinn í bland við fjólubláa litinn kemur skemmtilega út …
Bleiki liturinn í bland við fjólubláa litinn kemur skemmtilega út þegar páskaþemað er annars vegar. Hreiðrið í skálinni og flamingó blómin setja sterka svip á borðið. mbl.is/Eyþór Árnason
Svana elskar að gera servíettubrot í anda páskanna og hér …
Svana elskar að gera servíettubrot í anda páskanna og hér má sjá lítil kanínueyru kíkja upp úr glösum. Krúttlegt i alla staði. mbl.is/Eyþór Árnason
Glösin eru eftir glerlistakonuna Anna von Lipa, kertastjakar á fæti …
Glösin eru eftir glerlistakonuna Anna von Lipa, kertastjakar á fæti eru frá &tradition og kopar stjakarnir eru Aalto frá Iittala og kertin eru frá HAY. mbl.is/Eyþór Árnason
Takið eftir hve há skálarnar eru og setja skemmtilega svip …
Takið eftir hve há skálarnar eru og setja skemmtilega svip á borðið. mbl.is/Eyþór Árnason
Svana elskar að skreyta og páskarnir eru kærkominn tími til …
Svana elskar að skreyta og páskarnir eru kærkominn tími til að lyfta heimilinu upp með fallegum skreytingum. mbl.is/Eyþór Árnason
Dýrðleg fegurð fyrir fagurkerann.
Dýrðleg fegurð fyrir fagurkerann. mbl.is/Eyþór Árnason
Það boðar svo sannarlega vorið að koma heim til Svönu.
Það boðar svo sannarlega vorið að koma heim til Svönu. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka