Svana skreytir með eilífðarblómum og páskaföndri eftir börnin

Svana Lovísa Kristjánsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma og ef …
Svana Lovísa Kristjánsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma og ef þig vantar innblástur fyrir páskaborðið er innlit til Svönu góð hugmynd. mbl.is/Eyþór Árnason

Ef þig vant­ar inn­blást­ur að því hvernig megi skreyta heim­ilið fyr­ir pásk­ana og dekka mat­ar­borðið fyr­ir páska­máltíðina þá er inn­lit til Svönu Lovísu Kristjáns­dótt­ur góð hug­mynd. Svana er fag­ur­keri fram í fing­ur­góma og sniðugri en flest­ir þegar kem­ur að því að skreyta og leggja fal­lega á borð fyr­ir hátíðleg til­efni eins og pásk­ana.

Svana er menntuð sem upp­lif­un­ar og vöru­hönnuður og starfa við efn­is­gerð m.a. fyr­ir sam­fé­lags­miðla og bloggið sitt Svart á hvítu sem hún byrjaði með fyr­ir 15 árum síðan þar og á In­sta­gram sýni hún frá ýmsu tengdu heim­il­um og hönn­un í bland við per­sónu­legt efni. Svana starfa einnig sem viðburðar­hönnuður og fjöl­miðla/​sam­fé­lags­miðla­stjóri fyr­ir Epal. Þegar verk henn­ar eru skoðuð er eng­inn vafi á því að hún kann sitt fag og ástríðan fyr­ir því sem hún er að gera renn­ur í blóðinu.

Blóm svo mik­ill vor­boði                                             

Þegar Svana er beðin um að lýsa páskaþem­anu sínu á ár stend­ur á ekki svör­um.  Ég á ótrú­lega mikið magn af fal­leg­um ei­lífðarblóm­um sem ég hef ný­lega verið að nota í alls kyns blóma­skreyt­ing­ar sem ég útbý fyr­ir viðburði og veisl­ur fyr­ir bæði fólk og fyr­ir­tæki. Núna akkúrat var ég með svo mörg af blóm­un­um mín­um heima og það vill einnig til að ég er að bíða eft­ir nýju ljósi yfir borðstofu­borðið svo mér fannst til­valið að út­búa smá blóma­bombu yfir borðið, heim­il­is­fólk­inu til mik­ill­ar gleði. Þið sjáið þó aðeins lítið brot af blóma­safn­inu mínu hér á mynd­un­um,“ seg­ir Svana.

Svana skreytir ávallt mikið með blómum um páskana þar sem …
Svana skreyt­ir ávallt mikið með blóm­um um pásk­ana þar sem pásk­ar eru í henn­ar huga svo mik­ill vor­boði. Takið eft­ir hve fal­legt blóma­hafið er sem um­lyk­ur borðstofu­borðið og róm­an­tík­in svíf­ur í loft­inu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Svana seg­ir að ástríða henn­ar fyr­ir að stílsera og hafa fal­legt kring­um sig hafi ávallt verið til staðar. „Ég elska að breyta til og punta hvern krók og kima á heim­il­inu. Þetta er eitt­hvað sem hef­ur alltaf fylgt mér að hafa gam­an af öllu sem mætti flokka sem dúlle­rí og það að gera eitt­hvað fal­legra gef­ur mér ótrú­lega mikla gleði og hug­ar­ró. Hug­ur­inn minn er alltaf á fleygi­ferð og ég fæ stans­laust nýj­ar hug­mynd­ir sem mig lang­ar til að koma í fram­kvæmd, þó ég hafi ekki nógu marg­ar klukku­stund­ir í sól­ar­hringn­um til að það gæti orðið að veru­leika,“ seg­ir Svana dreym­in á svip. 

Heil­agt að draga fram páska­fönd­ur eft­ir börn­in mín

Aðspurð seg­ir Svana að hún haldi í ákveðnar hefðir þegar kem­ur að því að skreyta fyr­ir pásk­ana. „Það er al­veg heil­agt á pásk­un­um að draga fram páska­fönd­ur eft­ir börn­in mín sem enn bæt­ist í, gul­ir málaðir stein­ar með fjöðrum og annað krútt­legt sem ég elska. Ég er yf­ir­leitt alltaf með grein­ar í vasa sem ég hengi á máluð egg en í ár vildi ég breyta til svo ég út­bjó smá blóma­beð, eins kon­ar hreiður í stóra skál frá Ferm Li­ving sem og lagði nokk­ur egg sem mér finnst skemmti­legt að hafa til skrauts.“

Skálin á miðju borðinu er frá Fountain frá Ferm Living …
Skál­in á miðju borðinu er frá Fountain frá Ferm Li­ving sem Svana keypti í Epal. Ofan í hreiðra um sig páska­egg frá Royal Copen­hagen sem Svana er að safna og sem hún batt litl­ar slauf­ur á sem kem­ur fal­lega út. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Hver er heit­asti páskalit­ur­inn í ár að þínu mati?

„Ætli gul­ur og hvít­ur séu ekki oft­ast grunn­ur­inn en ég er svo litaglöð að bleik­ur og fjólu­blár eru al­veg ómiss­andi að hafa með fyr­ir meiri vorfíl­ing.

Hvort ertu hrifn­ari af kan­ín­um eða páskaung­um sem páska­skrauti?

Bæði er betra - og meira er líka betra þegar kem­ur að skrauti finnst mér.“

Vinn­ur þú mikið með lif­andi blóm þegar þú skreyt­ir?

„Já, ég al­gjör­lega elska að skreyta með blóm­um, en ég tók þó ákvörðun ný­lega að not­ast frek­ar við vönduð ei­lífðarblóm og get þá notað hverja blóma­skreyt­ingu aft­ur og aft­ur. Það er bæði mikið ódýr­ari val­kost­ur og líka um­hverf­i­s­vænni, mér fannst eitt­hvað skrítið við til­hugs­un­ina að flytja inn svona mikið af lif­andi blóm­um til að skreyta fyr­ir eina veislu og svo lifðu blóm­in bara í ör­fáa daga. Blóm gera allt fal­legra og þar sem ég heill­ast svo mikið af óhefðbundn­um og dá­lítið villt­um blóma­skreyt­ing­um sem ég tæmdi oft veskið mitt við að út­búa þá finnst mér svo gam­an að geta núna boðið upp á þannig skreyt­ing­ar sem hægt er að end­ur­nota aft­ur og aft­ur. En ég tek þó sér­stak­lega fram að ég versla enn mikið ad ís­lensk­um ræktuðu blóm­um og mun seint hætta því,“ seg­ir Svana sem alla jafna er með blóm í vasa og og hrífst um leið og hún finn­ur blóma­ang­an. 

Royal Copenhagen desertdiskana fann á Svana flóamarkaði í Danmörku og …
Royal Copen­hagen desert­disk­ana fann á Svana flóa­markaði í Dan­mörku og þeir njóta sín vel á páska­borðinu ásamt skelj­un­um með lit­ríku eft­ir­rétta­bit­un­um frá Gulla Arn­ari. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Elska litlu lit­ríku eft­ir­rétt­ina hans Gulla Arn­ars

Svönu finnst líka skipta máli að vera með fal­leg­ar veit­ing­ar sem fanga augað. Þegar von er á gest­um með stutt­um fyr­ir­vara lum­ar Svana á góðum ráðum en hún þurfti til að mynda að græja veit­ing­ar með stutt­um fyr­ir­vara fyr­ir þessa mynda­töku og dó þá ekki ráðalaus. „Mitt besta ráð er að átt þú von á gest­um en hef­ur ekki tíma til að græja veit­ing­ar þá er það mín lífs­björg að kaupa til­búið en bera það skemmti­lega fram með þínu tvisti, ég kom í morg­un við hjá Gulla Arn­ari bak­ara sem er sæl­kera hand­verks­bak­ari hér í Hafnar­f­irðinum í Flata­hrauni. Ég elska litlu lit­ríku eft­ir­rétt­ina hans sem gera borðhaldið extra djúsí og hvað þá ef þú berð þá fram í skelj­um, en ég mæli með að prófa bæði,“ seg­ir Svana að lok­um og býður ljós­mynd­ar­an­um upp á lit­rík­ar kræs­ing­ar að lok­inni mynda­töku.

Frumlega og falleg hugmynd að bera litlu eftirréttabitana frá Gulla …
Frum­lega og fal­leg hug­mynd að bera litlu eft­ir­rétta­bit­ana frá Gulla Arn­ari á þess­um skelj­um. Ger­ir mikið fyr­ir borðhaldið. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Bleiki kökudiskurinn á fætinum er í miklu uppáhaldi hjá Svönu …
Bleiki kökudisk­ur­inn á fæt­in­um er í miklu upp­á­haldi hjá Svönu og er eft­ir kera­míksnill­ing­inn Bjarna Sig­urðsson. Í hon­um bar Svana fram Pe­tit Fours og makkarón­ur frá Gulla Arn­ari. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Bleiki liturinn í bland við fjólubláa litinn kemur skemmtilega út …
Bleiki lit­ur­inn í bland við fjólu­bláa lit­inn kem­ur skemmti­lega út þegar páskaþemað er ann­ars veg­ar. Hreiðrið í skál­inni og flam­ingó blóm­in setja sterka svip á borðið. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Svana elskar að gera servíettubrot í anda páskanna og hér …
Svana elsk­ar að gera serví­ettu­brot í anda pásk­anna og hér má sjá lít­il kan­ínu­eyru kíkja upp úr glös­um. Krútt­legt i alla staði. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Glösin eru eftir glerlistakonuna Anna von Lipa, kertastjakar á fæti …
Glös­in eru eft­ir glerl­ista­kon­una Anna von Lipa, kerta­stjak­ar á fæti eru frá &tra­diti­on og kop­ar stjak­arn­ir eru Aalto frá Iittala og kert­in eru frá HAY. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Takið eftir hve há skálarnar eru og setja skemmtilega svip …
Takið eft­ir hve há skál­arn­ar eru og setja skemmti­lega svip á borðið. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Svana elskar að skreyta og páskarnir eru kærkominn tími til …
Svana elsk­ar að skreyta og pásk­arn­ir eru kær­kom­inn tími til að lyfta heim­il­inu upp með fal­leg­um skreyt­ing­um. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Dýrðleg fegurð fyrir fagurkerann.
Dýrðleg feg­urð fyr­ir fag­ur­ker­ann. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Það boðar svo sannarlega vorið að koma heim til Svönu.
Það boðar svo sann­ar­lega vorið að koma heim til Svönu. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert