Hollur og góður réttur sem kemur skemmtilega á óvart, sítrusbragðið og tómatarnir koma skemmtilega út með beiskjunni í grænkálinu og parmesan osturinn gefur gott saltað bragð.
Smjörbaunir með grænkáli og tómötum
- 4-5 msk. ólífuolía
- 2 dósir smjörbaunir
- 350-400 g kirsuberjatómatar eða aðrir smáir tómatar
- u.þ.b. 250 g grænkál, stilkur tekinn frá og blöðin rifin niður
- 1 tsk. salt
- 1 tsk. chili-fræ
- 50-60 g pekanhnetur, ristaðar og gróft saxaðar
- 1 sítróna, börkur og safi úr ½
- 1 límóna, börkur og safi úr ½
- 3 hvítlauksgeirar, skornir þunnt
- ½ tsk. múskat, helst fersk múskathneta rifin yfir
- 2-3 msk. graskersfræ, ristuð
- 3-4 msk. rifinn ferskur parmesanostur
- fersk basilíka, söxuð (má sleppa)
Aðferð:
- Hitið 3 msk. af ólífuolíu á stórri pönnu á fremur háum hita.
- Hellið vökvanum frá smjörbaununum og skolið, gott að þerra þær aðeins.
- Steikið baunirnar á báðum hliðum þannig að þær brúnist vel, gott að salt aðeins.
- Takið baunirnar af pönnunni, setjið á fat til hliðar, hafið pönnuna á hitanum og setjið tómatana út í og steikið í 2-3 mínútur eða þar til þeir fara að mýkjast vel. Hér gæti þurft að bæta við olíu.
- Bætið nú grænkálinu saman við og steikið þar til kálið hefur minnkað í umfangi og er orðið mjúkt, saltið og setjið chili-flögurnar saman við ásamt múskatinu.
- Bætið hvítlauknum og pekanhnetunum saman við og steikið áfram í 1-2 mínútur.
- Setjið sítrusbörkinn út á pönnuna ásamt safanum.
- Bætið baununum varlega saman við og blandið vel, látið malla í 1-2 mínútur.
- Látið graskersfræin og rifinn parmesan ost ofan ásamt basilíkunni á áður en rétturinn er borinn fram.