Páskaliljur og túlípanar gleðja um páskana

Hrafn­hild­ur Þor­leifs­dótt­ir blómaskreytir og eig­andi blóma­versl­un­ar­inn­ar Blómagalle­rí er ávallt með …
Hrafn­hild­ur Þor­leifs­dótt­ir blómaskreytir og eig­andi blóma­versl­un­ar­inn­ar Blómagalle­rí er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að því að skreyta með blómum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrafn­hild­ur Þor­leifs­dótt­ir blómaskreytir og eig­andi blóma­versl­un­ar­inn­ar Blómagallerí er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að því að skreyta með blómum. Þegar páskahátíðin gengur í garð kann hún svo sannarlega að láta rómantíkin svífa í loftinu með lifandi blómum. Hrafn­hild­ur þykir með þeim betri er kem­ur að því að skreyta með blóm­um fyr­ir allskyns viðburði og veisl­ur, enda er Blómagalleríið henn­ar á Haga­mel eins og draum­ur fyr­ir alla sem elska af­skor­in ilm­andi blóm og græn­blöðunga.

Undirrituð heimsótti Hrafnhildi heim og bað hana um að gefa lesendum innsýn í þemað í blómaskreytingum fyrir páskana í ár, vorboðann fagra auk þess að skyggnast í hennar siði og hefðir í tengslum við páskahátíðina.

Blómamenning Íslendinga aukist

„Þegar kemur að páskum þá ríkir fjölbreytileikinn, það eru ekki eins miklar hefðir eins og um jólin til dæmis. Þegar kemur að blómum þá eru páskaliljurnar enn við lýði þær eru alltaf partur af páskunum þó að í tímanna rás hafi þetta mikið breyst.

Fallegt páskaskreyting á borðinu hjá Hrafnhildi þar sem páskaliljurnar fá …
Fallegt páskaskreyting á borðinu hjá Hrafnhildi þar sem páskaliljurnar fá að njóta sín í bland við önnur blóm og grænblöðunga ásamt greinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vorhugur er kominn í fólk á þessum tíma og minna túlípanar alltaf á vorið, þeir eru mjög vinsælir á þessum tíma. Blómamenning Íslendinga hefur aukist mikið og blómaúrval í blómabúðum orðið fjölbreyttara. Blandaðir blómvendir eru mjög vinsælir núna og fallegir með smá gulu ívafi,“ segir Hrafnhildur.

Sjáið brúnu eggin sem ungar eru búnir að brjótast í …
Sjáið brúnu eggin sem ungar eru búnir að brjótast í gegnum og gróðurinn skreytir og gleður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrir þá sem ætla að skreyta páskaborðið er tilvalið að blanda saman vorlegum blómum bæði stórum sem smáum það gefur fallegt spil blómanna á borðinu og skapar fallega vorstemningu. Hægt er að nota marga litla vasa eða einn stærri blómvönd. Lítil páskaegg á borðið og fallegar servíettur,“ segir Hrafnhildur dreymin á svip. Hrafnhildur veit fátt skemmtilegra en að dekka upp fallegt borð og það gerir hún ávallt fyrir páskana líka.

Fallegt páskaborð hjá Hrafnhildi þar sem lifandi blóm og greinar …
Fallegt páskaborð hjá Hrafnhildi þar sem lifandi blóm og greinar sjá um að gleðja og fanga augað. Guli liturinn er miðjan í skreytingunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fengum páskaegg send frá ömmu Dúdú frá sælgætisgerðinni Víking

Ólst þú upp við ákveðnar hefðir og siði á páskunum hjá þínum foreldrum?

„Þar sem ég er fædd og uppalin á Ísafirði var alltaf farið á skíði um páskana, öllum deginum var varið upp í fjalli. Það er svona hefð sem ég á úr minni barnæsku er tengist páskum. Það var ávallt mikið líf og fjör í fjallinu og við fengum páskaegg eftir ferð í keppnisbrautinni. Í ár verður reyndar ekki farið á skíði á Ísafirði heldur verður samveran með dætrum og fjölskyldu hér á höfuðborgarsvæðinu á páskunum. Annars á ég fallegar minningar um páskaegg frá bernskuárunum en hún amma mín heitin Dúdú vann hjá sælgætisgerðinni Víkingur í forðum og fengum við systur alltaf send vestur páskaegg frá ömmu og voru þau ávallt fyllt með auka sælgæti og ást frá ömmu Dúdú. Settur var upp leikur og páskaeggin falin á hinum ýmsu stöðum á heimilinu. Sú hefð er nú á mörgum heimilum en í dag og fylgir æsku flestra barna, að ég held,“ segir Hrafnhildur og brosir.

Stílhreint og fallegt, páskaliljan gerir svo mikið með tauservíettunni.
Stílhreint og fallegt, páskaliljan gerir svo mikið með tauservíettunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska páskalambið og páskaeggin standa fyrir sínu

„Þeirri hefð hélt ég áfram með mínum dætrum og faldi ég alltaf páskaeggin þeirra þegar þær voru litlar. Páskarnir hafa reyndar ávallt verið mest í kringum börnin. Þegar dætur mínar voru litlar voru egg aðalmálið, páskaskraut var gert og heimilið skreytt. Þetta hefur síðan breyst með árunum og í dag er skreytt með blómum og páskagreinum og enn þá er boðið upp á páskaegg. Þegar við bjuggum í Danmörku fengum við alltaf send íslensk páskaegg og íslenskt lambakjöt, páskalærið að sjálfsögðu. Það hefur í gegnum mína barnæsku og til dagsins í dag verið helsti páskamaturinn hjá okkur. Þó að stundum sé nú prófað eitthvað nýtt en þá stendur páskalambið alltaf fyrir sínu,“ segir Hrafnhildur að lokum og drífur sig aftur í Blómagalleríið að gleðja viðskiptavini sína með fallegum og páskalegum blómvöndum.

Litlu páskaeggin eiga við vel á páskaborðinu.
Litlu páskaeggin eiga við vel á páskaborðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Blómahafið hennar Hrafnhildar minnir á vorið.
Blómahafið hennar Hrafnhildar minnir á vorið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fallegt og stílhreint og borðskraut sem allir ráða við að …
Fallegt og stílhreint og borðskraut sem allir ráða við að stilla upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert