Fastur liður á laugardagsmorgnum á matarvefnum eru uppskriftirnar úr Húsó-eldhúsinu í Hússtjórnarskólanum sem njóta mikilla vinsælda hjá lesendum. Nú er það þessi gamli góði ananasfrómas sem á sérstaklega vel við um páskana, boðberi vors og blóma. Kannski að ananastíminn fari aftur á fullt á Seltjarnarnesinu með tilkomu þess nostalgíu rétts þegar allir skunda í búðina að kaupa ananans í frómasinn. Ekki fylgir þó sögunni hvort ananansinn hafi einhver áhrif á nemendur í Húsó.
Eins og Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans segir er gamli góði ananasfrómasinn er einkar vorlegur, frískandi og páskalegur svona gulur á lit. Hann er tilvalinn eftirréttur á páskadag eftir allt súkkulaðiát dagsins og minnir líka á sjöunda áratuginn þegar kemur að veislukræsingunum sem þá voru á boðstólum.
„Það eru margir sem hræðast það að vinna með matarlím. En þegar rétt er farið að og öllum skrefum er fylgt samviskusamlega er lítið mál að gera dýrindis matarlímsbúðing. Í margri matargerð er auðvelt að breyta uppskriftum og gera „dass” af þessu og hinu eftir eigin hentisemi. Það gengur ekki svo auðveldlega upp þegar unnið er með matarlím enda getur maður þá endað með kekkjóttan búðing og það viljum við jú, ekki. Það þarf að beita þolinmæði og bera virðingu fyrir ferlinu þá mun allt ganga smurt. Að endingu muntu líklega segja: „Ó, þetta var nú ekkert mál”, segir Marta María og brosir.
Ananasfrómas þessi gamli góði
Aðferð: