Lambahryggurinn hennar Kristínar hússtjórnarkennara

Anna Björk Eðvaldsdóttir matgæðingur býður fjölskyldunni ávallt upp á íslenskt …
Anna Björk Eðvaldsdóttir matgæðingur býður fjölskyldunni ávallt upp á íslenskt lambakjöt og í ár verður það lambahryggur með ljúffengu meðlæti. Ljósmynd/Anna Björk Eðvarðsdóttir

Anna Björk Eðvarðsdótt­ir mat­gæðing­ur nýt­ur þess að elda góðan mat og hef­ur gam­an að öllu mat­artengdu. Á pásk­un­um býður hún fjöl­skyld­unni ávallt upp á ís­lenskt lamba­kjöt og í ár verður það lambahrygg­ur með ljúf­fengu meðlæti. Hún deil­ir hér með les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift­inni af páska­máltíðinni sinni í ár ásamt hug­leiðing­um sín­um um pásk­ana.

Anna Björk segir að eina hefðin sem hún haldi í …
Anna Björk seg­ir að eina hefðin sem hún haldi í um pásk­ana sé ís­lenska páskalambið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Anna Björk er formaður Hrings­ins og hef­ur verið það síðastliðin sex ár.  Hún er mik­il fjöl­skyldu­mann­eskja og legg­ur mikla rækt við að sinna fjöl­skyld­unni sem er sís­tækk­andi.

„Ég er eig­in­kona, móðir þriggja dætra og amma, sem er ynd­is­legt.  Við hjón­in eig­um fimm barna­börn, það fimmta, er nokkra vikna gam­all gull­moli.  Það er mik­il bless­un og ríki­dæmi að eiga þenn­an hóp.  Ég nýt þess að elda mat og bjóða til veislu. Auk þess hef ég gam­an af öllu mat­artengdu, svo mér til skemmt­un­ar held ég úti vefsíðunni minni sem ber heitið Anna Björk mat­ar­blogg þar sem ég birti mín­ar upp­á­halds­upp­skrift­ir.

Páskalambið eina hefðin um pásk­ana hjá Önnu Björk

Þegar kem­ur að hefðum og siðum um pásk­ana seg­ir Anna Björk að þær séu mun frjáls­legri held­ur en um jól­in. „Eins og ég er fastheld­in á jóla­hefðir, eru páska­hefðirn­ar laus­ari í sér. Það kem­ur til af því að við fjöl­skyld­an höf­um alltaf verið sam­an í ein­hverri úti­vist um pásk­ana. Verið á skíðum, í sum­ar­bú­staðnum eða í hest­hús­inu. Dæt­urn­ar eru löngu farn­ar að heim­an og eiga sjálf­ar sín­ar fjöl­skyld­ur og tengda fjöl­skyld­ur, svo við náum ekki alltaf að hitt­ast yfir pásk­ana. Dæt­urn­ar og tengda­syn­irn­ir eru öll í ein­hverju sporti sem þau stunda yfir hátíðina, svo það get­ur verið flókið að ná öll­um sam­an. Ég held að þetta sé ekki eins­dæmi. Það eina sem er hefð í um pásk­ana, er páskalambið, það er ómiss­andi og eggj­a­rétt­ir. Núna erum við hjón­in í fjalla­ferðum á jeppa, svo í ár miðast pásk­arn­ir okk­ar við það, ef veðurguðirn­ir leyfa. Svo kannski elda ég páskalambið á fjöll­um, hver veit,“ seg­ir Anna Björk og bros­ir.

Með lambahryggnum er boðið upp á Hasselback-kartöflur, Waldorf salat og …
Með lambahryggn­um er boðið upp á Hassel­back-kart­öfl­ur, Waldorf sal­at og ljúf­fenga sósu sem unn­in er upp úr soðinum af hryggn­um. Ljós­mynd/​Anna Björk Eðvarðsdótt­ir

Klippi niður grein­ar ef ég man eft­ir því í tíma

Aðspurð seg­ir Anna Björk skreyta aðeins kring­um sig á pásk­un­um. „Ég skreyti með páska­grein­um, páskalilj­um og máluðum eggj­um. Ef ég man eft­ir því í tíma, þá klippi ég birki- og asp­ar­grein­ar, set í vatn svo þær laufgist og skreyti þær. Það er skemmti­leg­ast, það er svo góð lykt af þeim. Áður fyrr föndraði ég aðeins en ekki leng­ur. Ég gerði það með dætr­un­um, þegar þær voru litl­ar, en hver veit nema ég geri það aft­ur, með litlu ung­un­um mín­um fimm.“

Súkkulaðipáska­egg­in eru ávallt á boðstól­um um pásk­ana en áður fyrr var mikið umstang kring­um egg­in. „Okk­ar upp­á­halds eru Nóa egg­in. Þegar dæt­urn­ar bjuggu heima, var mikið atriði að fela páska­egg­in. Þær helltu sér í  leik­inn full­ar af spenn­ingi og við hjón­in skemmt­um okk­ur kon­ung­lega, á meðan á leit­inni stóð. Ég lagði mik­inn metnað í að finna flókn­ari felu­staði fyr­ir páska­egg­in þeirra, eft­ir því sem árin liðu og þær urðu eldri.  Ég var orðin mjög góð í að fela þau og þurfti stund­um að gefa vís­bend­ing­ar, til að egg­in myndu finn­ast.“  

Byrjaði að bráðna í fang­inu á mér

Bernskuminn­ing­arn­ar sækja gjarn­an að þegar hátíðis­dag­ar eins og pásk­arn­ir bera upp hjá Önnu Björk. „Ég man sér­stak­lega eft­ir því, þegar ég fékk fyrsta stóra páska­eggið mitt, stærsta eggið sem var til í búðinni. Ég fékk það af­hent kvöldið fyr­ir páska, en mátti ekki opna það. Ég var svo spennt, að ég sat með það í fang­inu allt kvöldið, svo það var byrjaði að bráðna. Svo er það al­var­leik­inn, sem var yfir öllu í gamla daga. Hann var svo­lítið þrúg­andi, sem bet­ur fer er það ekki þannig í dag. Nú nýt­ur fólk þess að vera sam­an og gera það sem því finnst skemmti­legt, fara í lang­ar göng­ur, á skíði, í sum­ar­bú­staði.  Svona langt frí er dýr­mætt fyr­ir fólk sem er á fullu alla daga, í vinnu eða skóla,“ seg­ir Anna Björk.

Páskalambið er í raun eina fasta hefðin tengt pásk­un­um hjá Önnu Björk og það er mis­jafnt hvaða hluti lambs­ins er val­inn. „Í ár verður það hrygg­ur, ís­lenska lamba­kjöt er dá­sam­lega gott. Ég leyfi því að njóta sín án þess að vera með krefj­andi krydd, sem taka frá nátt­úru­lega góða bragði. Meðlætið verður Waldorf sal­at og Hassel­back-kart­öfl­ur, sem mér finn­ast hátíðleg­ar. En eng­in máltíð er full­kom­in án þess að það sé góð sósa með og mér finnst þessi him­nesk með lambi.

Síðan býð ég upp á Páska­tertu, sem er draum­ur súkkulaði aðdá­enda. Þetta er dá­sam­leg súkkulaðimús, sem sit­ur ofan á geggjuðum brownie botni, er nokkuð betra?  Hún er fal­leg á borði og sóm­ir sér sem eft­ir­rétt­ur eða terta á ferm­ing­ar­borðinu líka. Það er auðvelt að búa hana til og geyma þar sem það má frysta hana. Vert er að hafa í huga að gera tert­una dag­inn áður en það á að bera hana fram, í það minnsta.“

Páskatertan skartar sínu fegursta á borðinu hjá Önnu Björk.
Páska­tert­an skart­ar sínu feg­ursta á borðinu hjá Önnu Björk. Ljós­mynd/​Anna Björk Eðvarðsdótt­ir

Upp­skrift­in göm­ul og marg­notuð á mínu heim­ili

„Upp­skrift­in að lambahryggn­um er göm­ul og marg­notuð á mínu heim­ili. Hún er frá Krist­ínu Andrés­dótt­ur, hús­stjórn­ar­kenn­ara og var birt í dag­blaðinu Vísi árið 1981. Ég man enn, hvað mér fannst þetta geggjaður hrygg­ur þegar ég smakkaði hann í fyrsta sinn, svo mik­il til­breyt­ing frá þeim gamla sem var alltaf á borðum. Ég eldaði hann mjög oft árum sam­an, notaði stund­um læri í staðinn fyr­ir hrygg­inn en svo gleymdi ég hon­um al­veg. Síðan var ég að fara í gegn­um bunka af göml­um upp­skrift­um um dag­inn og fann ljós­ritið af upp­skrift­inni og prófaði hana aft­ur og kol­féll fyr­ir henni enn og aft­ur,“ seg­ir Anna Björk að lok­um.

Páskalambið klikkar ekki.
Páskalambið klikk­ar ekki. Ljós­mynd/​Anna Björk Eðvarðsdótt­ir

Lambahryggurinn hennar Kristínar hússtjórnarkennara

Vista Prenta

Lambahrygg­ur­inn henn­ar Krist­ín­ar

Fyr­ir 5-6

  • 1 stk. lambahrygg­ur (2,3 kg)
  • 6 sóló hvít­lauk­ar, saxaðir miðlungs gróft

Rós­marín smjör

  • 120 g smjör, mjúkt
  • 2 tsk. þurrkað rós­marín
  • ½ tsk. þurrkað tim­i­an
  • Sjáv­ar­salt og nýmalaður svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Í ofnskúff­una

  • 2 stór­ir lauk­ur
  • 5-6 gul­ræt­ur
  • ½ flaska þurrt hvít­vín, eða 3-4 dl soð (má vera blanda af báðu)

Sósa

  • Sigtað soðið úr steikarfat­inu
  • 1 ¼ tsk. þurrkað rós­marín
  • 1 tsk. þurrkað tim­i­an
  • Sjáv­ar­salt og nýmalaður svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • 2 ½ -3 dl rjómi
  • Sósu­jafn­ari eft­ir smekk

Aðferð

  1. Munið að taka hrygg­inn úr fryst­in­um 3-4 dög­um áður en þið ætl­ar að elda hann ef hann er fros­inn. 
  2. Látið hann standa á borði yfir nótt til að afþíða. 
  3. Þerrið hann og setjið í nýtt plast og geymið í ís­skápn­um, þar til morg­un­inn sem þið ætlið að elda hann. 
  4. Takið hann þá út og látið bíða á eld­hús­borðinu, fram að eld­un­ar­tíma. 
  5. Gerið rós­marínið smjörið klárt, setjið allt hrá­efnið í skál og blandið vel sam­an. 
  6. Hitið ofn­inn í 250°C
  7. Þerrið hrygg­inn mjög vel með eld­húspapp­ír, saltið og piprið á neðri hliðinni.  
  8. Skerið rauf ofan á hrygg­inn niður í bein með fram lengd­inni á hryggn­um, beggja vegna. Opnið skurðinn og þrýstið söxuðum hvít­lauk í skurðina.
  9. Saltið og piprið hrygg­inn og smyrjið síðan er rós­marín smjör­inu yfir húðina.
  10. Skerið lauk­inn í meðal þykk­ar sneiðar og skerið gul­ræt­urn­ar sneiðar líka.
  11. Leggið græn­metið í miðjuna á steikarfat­inu og setjið hrygg­inn ofan á það. 
  12. Hellið vín­inu í skúff­una og setjið hrygg­inn inn í ofn­inn og steikið í 15 mín­út­ur.
  13. Lækkið síðan hit­ann í 170°C og steikið áfram í 1 klukku­stund og 15-30 mín­út­ur, eft­ir því hvað þið viljið hafa hrygg­inn mikið steikt­an. 
  14. Ausið soðinu í skúff­unni yfir hrygg­inn á meðan hann steikist. 
  15. Takið hrygg­inn úr ofn­in­um og látið hann standa og hvílast á meðan þið klárið að gera sós­una.

Sós­an

  1. Hellið soðinu og græn­met­inu úr steik­ar­skúff­unni í stórt sigti yfir potti og pressið all­an saf­ann úr græn­met­inu.  Síðan er græn­met­inu hent.
  2. Látið suðuna koma upp í pott­in­um og smakkið til með rós­marín og tim­i­an. 
  3. Bætið rjóma út í sós­una eins og ykk­ur finnst passa, þykkið síðan er sós­una til með sósu­jafn­ara að ykk­ar smekk. 
  4. Berið fram á fal­lega dekkuðu páska­borið með Waldorf sal­ati og Hassel­back kart­öfl­um. 

Páska­terta

Fyr­ir 12-14

Botn­inn

  • 80 g suðusúkkulaði
  • 100 g hveiti
  • 40 g kakó
  • 100 g syk­ur
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. salt
  • 90 ml olía
  • 1 egg
  • 90 ml mjólk
  • 80 ml nýsoðið vatn

Súkkulaðimús­in

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 200 g mjólk­ursúkkulaði
  • 4 egg, aðskil­in
  • 3 dl rjómi

Skraut

  • Súkkulaði smá egg
  • Fersk­ir túlí­pan­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 160°C hita.
  2. Smyrjið 22 cm laus­botna form að inn­an og sniðið papp­ír í botn­inn og í háan hring, inn­an í form­inu, smyrjið líka papp­ír­inn.  
  3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. 
  4. Takið af hit­an­um og látið kólna aðeins. 
  5. Blandið sam­an hveiti, kakói, sykri, lyfti­dufti og salti í rúm­góðri skál. 
  6. Þeytið sam­an létt sam­an olía og egg í könnu eða skál, blandið síðan mjólk­inni sam­an við.  Blandið sam­an blauta hrá­efn­inu, ásamt brædda súkkulaðinu sam­an við þur­refn­in, síðan blandið þið soðna vatn­inu út í.
  7. Hellið deig­inu út í formið og sléttið úr því. 
  8. Stingið inn í ofn­inn og bakið í 16-18 mín­út­ur eða þar til prjónn kem­ur nærri hreinn upp úr miðjunni. 
  9. Setjið formið til hliðar og látið kólna. 

Súkkulaðimús

  1. Bræðið báðar gerðir af súkkulaði yfir vatnsbaði. 
  2. Takið af hit­an­um og látið kólna í lík­ams­hita. 
  3. Stífþeytið eggja­hvít­urn­ar í hreinni skál og setjið til hliðar.
  4. Þeytið rjómann ann­arri skál í næst­um því mjúka toppa, ekki ofþeyta rjómann. 
  5. Þeytið eggj­ar­auðurn­ar upp í súkkulaðið, blandið síðan sam­an við þeytta rjómann og í lok­in blandið eggja­hvít­un­um var­lega sam­an við súkkulaðirjómann. 
  6. Hellið síðan mús­inni í formið og jafnið út.
  7. Stingið í ís­skáp­inn yfir nótt eða leng­ur. 
  8. Þegar þið ætlið að bera kök­una á borð, takið hana þá var­lega úr form­inu og takið papp­ír­inn utan af henni.
  9. Skreytið að vild.
Þessa tertu munu allir súkkulaði unnendur elska enda spilar súkkulaðið …
Þessa tertu munu all­ir súkkulaði unn­end­ur elska enda spil­ar súkkulaðið aðal­hlut­verkið. Ljós­mynd/​Anna Björk Eðvarðsdótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert