Stærsta kokteilahátíð Íslands hefst í dag

Heiðurinn af þessum dýrðlega kokteil á Grétar Matthíasson matreiðslu- og …
Heiðurinn af þessum dýrðlega kokteil á Grétar Matthíasson matreiðslu- og framreiðslumeistari en hann vann Íslandsmót barþjóna í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend hefst í dag, 3. apríl og stendur til sunnudagsins 7. apríl næstkomandi. Mikið verður um dýrðir og það verða ófáir kokteilarnir bornir fram fyrir gesti og gangandi. Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu hátíð í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur.

Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Weekend kokteila seðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðsverði. Staðirnir munu bjóða upp á fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.

Íslandsmeistaramót barþjóna fer fram í Hörpu

Hátíðin byrjar með pomp og prakt í dag, miðvikudag, 3. apríl í Hörpu með Reykjavík Cocktail Weekend Expo! Þar fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna þar sem leitin af besta barþjón landsins hefst, ásamt vörukynningum allra helstu vínbirgja landsins. Ríkjandi Íslandsmeistari og besti barþjónn Ísland í dag er Grétar Matthíasson matreiðslumeistari og framreiðslumeistari en hann vann keppnina í fyrra. Húsið opnar klukkan 17:00 og er opið öllum þeim sem hafa áhuga á vínmenningu og kokteilum. Þetta er kvöld sem enginn kokteilaaðdáandi vill missa af.

Samstarfsaðilar RCW 2024 eru:

  • CCEP
  • Globus
  • Innnes
  • MekkaWines & Spirits 
  • RolfJohansen& Co 
  • Ölgerðin Egill Skallagrímsson 
  • OGNatura
  • Samtök Íslenskra Eimingarhúsa

Kokteilabar ársins 2024

Kosið verður um kokteilabar ársins 2024 og fer fram forkosning. Þeir 5 staðir sem hljóta flest atkvæði komast í úrslit. Kosið verður svo aftur í Hörpu á miðvikudeginum. Úrslitin verða kynnt á loka viðburði RCW í Gamla Bíó.

Staðirnir sem taka þátt í RCW 2024 eru:

  1. Bragginn
  2. Fjallkonan
  3. BastardBrew & Food
  4. BrútRestaurant
  5. Nauthóll
  6. PetersenSvítan
  7. VoxBrasserie & Bar
  8. ApótekKitchen+Bar
  9. BlikBistro
  10. OTO
  11. BorgRestaurant
  12. KonsúlatWine Room
  13. Telebar- Iceland Parliament Hotel
  14. Veður
  15. Slippbarinn
  16. Geiri Smart
  17. Einstök Bar
  18. Jungle
  19. SushiSocial
  20. 20.Monkeys og Kokteilbarinn
  21. Kol Skólavörðustíg
  22. Drykk
  23. HéðinnKitchen& Bar
  24. Kaldi Bar
  25. TapasBarinn
  26. Sæta Svínið
  27. The Reykjavík EDITION
  28. Tres Locos
  29. Tipsý Bar & Lounge
  30. Hnoss Restaurant
  31. Skál!
  32. Röntgen
  33. Skreið

RCW 2024 dagskráin lítur svona út

Miðvikudagur

  • RCWhefst formlega með Reykjavík Cocktail Weekend Expo í Hörpu
  • Undankeppni í Íslandsmeistaramóti barþjóna
  • Samstarfsaðilar með kynningar á sínum vörum
  • Áætluð lok klukkan 23:00
  • Eftirpartí á TBA

Fimmtudagur

  • WalkAround fyrir RCW kokteil ársins
  • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn

Föstudagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.

Laugardagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.

Sunnudagur

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn
  • Gamla bíó
  • Úrslit í Íslandsmóti og RCW drykk ársins.
  • Gala kvöldverður, verðlaunaafhending og lokapartí.

Allar upplýsingar varðandi hátíðina er hægt að finna í nýju RCW appi í vafra í

gegnum rcw.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka