Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend hefst í dag, 3. apríl og stendur til sunnudagsins 7. apríl næstkomandi. Mikið verður um dýrðir og það verða ófáir kokteilarnir bornir fram fyrir gesti og gangandi. Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu hátíð í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur.
Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Weekend kokteila seðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðsverði. Staðirnir munu bjóða upp á fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.
Hátíðin byrjar með pomp og prakt í dag, miðvikudag, 3. apríl í Hörpu með Reykjavík Cocktail Weekend Expo! Þar fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna þar sem leitin af besta barþjón landsins hefst, ásamt vörukynningum allra helstu vínbirgja landsins. Ríkjandi Íslandsmeistari og besti barþjónn Ísland í dag er Grétar Matthíasson matreiðslumeistari og framreiðslumeistari en hann vann keppnina í fyrra. Húsið opnar klukkan 17:00 og er opið öllum þeim sem hafa áhuga á vínmenningu og kokteilum. Þetta er kvöld sem enginn kokteilaaðdáandi vill missa af.
Samstarfsaðilar RCW 2024 eru:
Kosið verður um kokteilabar ársins 2024 og fer fram forkosning. Þeir 5 staðir sem hljóta flest atkvæði komast í úrslit. Kosið verður svo aftur í Hörpu á miðvikudeginum. Úrslitin verða kynnt á loka viðburði RCW í Gamla Bíó.
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
Allar upplýsingar varðandi hátíðina er hægt að finna í nýju RCW appi í vafra í
gegnum rcw.is