Þessir fimm staðir keppa til úrslita

Þessir fimm staðir keppa til úrslita um Reykjavík Cocktail Weekend …
Þessir fimm staðir keppa til úrslita um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn 2024. Samsett mynd

Þessir fimm staðir keppa til úrslita um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn 2024. Á fimmtudaginn, 4. apríl síðastliðinn, gekk dómnefnd á vegum Barþjónaklúbbs Íslands á milli þeirra 33 staða sem taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend í ár. Tilefnið var að velja bestu drykkina sem keppa til úrslita um Reykjavík Cocktail Weekend 2024. Mikill metnaður er lagður í framreiðslu drykkjanna og upplifun að fylgjast með barþjónunum að leika listir sýnar á barnum við gerð kokteilana.

Þessir hlutu flest stig

Þeir fimm drykkir sem hlutu flest stig og keppa til úrslita í ár eru eftirfarandi í engri sérstakri röð:

  • Tipsy
  • Jungle
  • Kaldi bar
  • Tres Locos
  • Skál

Fulltrúi þessara staða mun gera drykkinn þeirra á úrslitakvöldi Reykjavík Cocktail Weekend sem fram fer í Gamla Bíó á morgun, sunnudagskvöld, 7. apríl næstkomandi.

 „Við hvetjum sem flesta til þess að gera sér ferð á einhverja af þeim 33 stöðum sem taka þátt og smakka kokteilana þeirra,“ segir Ómar Vilhelmsson verkefnastjóri á vegum Barþjónaklúbbs Íslands og bætir við að mikil stemning sé á börum borgarinnar þessa dagana í tilefni hátíðarinnar.

Allar upplýsingar um þáttökustaðina og dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vef hátíðarinnar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka