Ekta ensk kjötbaka með öli

Girnileg þessi fallega enska baka.
Girnileg þessi fallega enska baka. Ljósmynd/Sigríður Björk Bragadóttir

Hér er upp­skrift af ekta enskri kjöt­böku með öli sem kem­ur úr smiðju Sig­ríðar Bjark­ar Braga­dótt­ir mat­reiðslu­meist­ara og einn eig­anda Salt Eld­hús. En hjá Salt Eld­húsi hafa ein­mitt verið hald­in nám­skeið í böku­gerð sem hafa notið mik­illa vin­sælda.

Bök­ur eru ensk­ur þjóðarétt­ur og nýt­ur mik­illa vin­sælda í Bret­land. Til að mynda ef oft boðið upp á bök­ur í veisl­um í Bretlandi eins og brúðkaups­veisl­um og stóraf­mæl­um svo fátt sé nefnt. Einnig er bök­urn­ar vin­sæl­ar á mat­seðlum á mat­krám í Bretlandi.

Upp­skrift­in að böku með nauta­kjöti og góðum bjór og þessi er gjarn­an í boði á góðum mat­krám í Bretlandi. Síðan drekka Bret­arn­ir bjór með.

Ekta ensk kjötbaka með öli

Vista Prenta

Kjöt­baka með öli

Fyr­ir 6-8

  • 600 g smjör­deig

Kjöt­fyll­ing:

  • 1 kg, nauta­kjöt, gúllas eða ragú bit­ar
  • 2 msk. olía
  • 1 msk. smjör
  • 2 lauk­ar, saxaðir
  • 250 g gul­ræt­ur, sneidd­ar
  • 2 hvít­lauks­geir­ar, saxaðir
  • 2 msk. tóm­at­púra
  • 1 msk. Worcester­hire sósa
  • 3 msk. hveiti
  • 2 1/​2 dl öl (ale) eða  góður dökk­ur bjór
  • 1 dl nauta­soð
  • 1 tsk. tim­i­an
  • 1 msk. bal­samic-edik eða eft­ir smekk
  • vel af ný­möluðum pip­ar
  • 1 egg, sund­urs­legið

Aðferð:

  1. Skerið nauta­kjötið í bita í rúm­lega munn­bita­stærð, þerrið bit­ana á eld­hús­bréfi.
  2. Steikið þá í blöndu af smjöri og olíu, gerið þetta í tvennu lagi til að allt brún­ist vel.
  3. Setjið kjöt­bit­ana til hliðar.
  4. Bætið ör­litlu af olíu á pönn­una og steikið nú lauk­inn og gul­ræt­urn­ar þar til lauk­ur­inn fer að verða mjúk­ur, bætið þá hvít­lauk á pönn­una og steikið áfram í 1-2 mín­út­ur.
  5. Bætið tóm­at­púru og  Worcester­hire sósu út í og látið malla áfram í 1 mín­útu.
  6. Stráið hveit­inu yfir græn­metið og hrærið sam­an við og látið krauma í 2 mín­út­ur, bætið þá öl­inu út í, hrærið sam­an við og bætið síðan kjöt­inu út í ásamt saf­an­um, ef ein­hver er, á diskn­um, nauta­soði, og kryddi út í.
  7. Setjið lok á pönn­una og látið þetta malla við hæg­an hita í 45 mín­út­ur, takið lokið af og látið malla í 15 mín­út­ur í viðbót án þess að hafa lokið á svo sós­an þykkni. Smakkið til með pip­ar og bal­sa­mik ed­iki.
  8. Hitið ofn­inn í 180°C.
  9. Finnið pass­legt böku­form, það þarf að vera svo­lítið djúpt svo kjöt­fyll­ing­in kom­ist fyr­ir. Skiptið smjör­deig­inu í tvennt og rúllið ann­an hlut­ann út á hveit­i­stráðu borði. 
  10. Passið að hafa deigið stærra en böku­formið svo deigið nái út yfir barm­ana.
  11. Setjið deigið í böku­formið, setjið bök­un­ar­papp­ír ofan á og þurr­ar baun­ir.
  12. Bakið með baunafarg­inu í 15 mín­út­ur og fjar­lægið það síðan ásamt papp­írn­um.
  13. Hellið kjöt­fyll­ing­unni í formið, rúllið hinn helm­ing­inn af smjör­deig­inu út og setjið yfir kjötið.
  14. Skerið utan af, þið getið notað af­sk­urðinn í skraut ofan á bök­una.
  15. Sláið egg sam­an í glas og penslið deig­brún­ir með því. 
  16. Klemmið deig­brún­ir sam­an, og penslið síðan ofan á deigið með egg­inu.
  17. Skerið lítið gat í miðjuna á bök­unni og skerið e.t.v. lauf út með af­gangs deigi og skreytið ofan á.
  18. Penslið það líka með eggi.
  19. Bakið bök­una í 30 mín­út­ur.
  20. Berið fram með soðnum græn­um baun­um, steikt­um kart­öfl­um og e.t.v. góðri sósu ef þið viljið virki­lega gera bök­una að veislu­mat.
mbl.is

Matur »

Fleira áhugavert